Norðurslóð - 15.12.1993, Page 13
NORÐURSLÓÐ —13
Fótboltalið í Svarfaðardal. Aftari röð frá vinstri: Steingrímur Pálsson, Ölduhrygg, Sæmundur á Völlum, Jóhann og Jakob Tryggvasynir, Hvarfi, Dóri
(Halldór) á Völlum, Gísli Kristjánsson, Brautarhóli, Helgi Símonar á Völlum, Jón Jónsson, Völlum, Oddur á Hánefsstöðum og Jón á Hofi. Fremri röð,
liggjandi: Sigurjón Kristjánsson, Brautarhóli, óþekktur, Kristinn á Völlum (með boltann), Berskow þjálfari, Ari á Sökku, en ekki er vitað hverjir eru lengst
til hægri.
Við upphaf búskapar Sigurveigar og Péturs á Hánefsstöðum vorum við systur, Sólveig og Elín (þá 7 Sökkuhjónin Elín og Þorgils ásamt Sigurveigu, yngsta barni þeirra.
og 4 ára), áhugasamir þátttakendur og haustið 1932 bættist Pétur bróðir okkar í hópinn.
í góðra vina hópi í Hafnarvík 1949 í gullbrúðkaupi prestshjónanna. í fremstu röð sinn til hvorrar
handar séra Stefáns og Sólveigar þeir Gísli Jónsson á Hofi og Þórarinn Eldjárn á Tjörn.
anuni andspænis Hofi. Á Brautarhóli var rit-
fangasala og þar keypti ég mér - þá 8 ára - for-
láta pennastokk, griffil og spjald auk stíla-
bókar. Blýanta, liti og litabækur gaf pabbi
okkur hinsvegar alloft við heimkomu úr ferða-
lögum, en sjálfur mun hann hafa haft gaman af
að teikna á yngri árum, og alla tíð var hann
mikill fagurkeri og listunnandi.
Fleira var erfitt en að eiga langa leið gang-
andi í skóla, en það var Ifka oft gaman hvort
heldur var að sumri eða vetri. Á Hánefsstöðum
voru ræktaðar kartöflur í stórum stíl, kálmeti
og rófur, einnig hafrar og bygg. Hlýviðris-
skeiðið á þessu tímabili auðvelduðu ræktun
mjög. Við komuppskeruna eitt sinn skaust lítil
hagamús upp buxnaskálmina á Kristjáni litla
frænda mínum (Danna í Lambhaga). Ef til vill
var það sú sama sem eg hitti augliti til auglitis
í kjallaranum og fannst hún of falleg til að
styggja hana.
Strax fyrsta vorið okkar í sveitinni gaf afi á
Völlum okkur systrum sitt lambið hvorri.
Hann gaf okkur líka útvarp, þegar slíkt undur
varð fáanlegt og fyrst á eftir komu nágrannar
til að hlusta á kvöldvökumar. Meðal elsku-
legustu ungviða fannst okkur litlu grísimir, en
aftur á móti reyndist gæsasteggurinn stór-
hættulegur, þegar ég gætti litla bróður ekki
nægilega vel fyrir honum og gassinn beit fast í
kinn stráksa. Sá litli varðist raunar af miklum
hetjuskap og forðaði sér frá stórslysi með eigin
harðfylgi. Verr tókst honum til þegar hann fór
í bílaleik með þreskivélina og festi hægri hönd
sína milli tannhjólanna og bar þess menjar alla
tíð. Vissulega þurfti stundum að leita læknis-
hjálpar, þó'.t oftar væri það þágu í systkina
minna en mín, og raunar eru vinaboð hjá
læknishjónunum í Árgerði mér miklu minnis-
stæðari en læknisvitjanir. Samt veit ég að
móður minni þótti Sigurjón Jónsson frábær
lyflæknir og góður vinur þegar á þurfti að
halda.
Draugasögur voru stundum sagðar uns
hrollur hríslaðist um mann allan, t.d. þegar
setið var við að brjóta kartöfluspírur í hálf-
rökkvuðu kartöfluhúsinu. Vellesinni stóru-
systur var raunar bannað að miðla slíkum
þjóðlegum fróðleik um of eftir að ég hoppaði
hæð mína af skelfingu um hábjartan dag, þar
sem ég mætti móður minni með sæng í
fanginu, sem hún þurfti að viðra - ég var viss
um að þar færi draugur.
Margt var sér til
gamans gert
Á stjömubjörtum vetrarkvöldum mátti maður
liggja á bakinu uppi á skúrþaki og dást að
norðurljósunum meðan mjaltir stóðu yfir.
Stundum brá maður sér í fjósið með bolla í
hendinni til að fá spenvolga mjólkina með
froðuna á barminum.
Þegar ég þótti hafa aldur til var mér falin sú
skylda á hendur að þvo skilvinduna og ef vel
viðraði, að leggja skálamar til þerris úti í sól-
skininu. Ýmislegt fleira var okkur bömunum
ætlað að gera til gagns, en gjaman fengum við
að heyra að Sökkukrakkamir væm okkur
fremri að iðni og dugnaði, og efast ég ekki um
að svo hafi verið að jafnaði. Ekkert okkar
skorti þó áhuga og fjör, þegar skroppið var
milli bæja til gamans, t.d. þegar ungir sem
aldnir fóru saman í leiki suður á hól á sumar-
daginn fyrsta, eða ef kynt var bál uppi á Ásum
einhvem sunnudag eftir sláttinn, og lengi mun
lifa minningin um för mæðra okkar með allan
krakkaskarann út í Hálshom að tína skeljar og
kuðunga.
Ævintýraferðir
Þegar leikrit var sýnt á Dalvík einusinni sem
oftar, mig minnir það hafa verið leikritið
„Maður og kona“ (sennilega milli jóla og ný-
Framhald á bls. 14