Norðurslóð - 15.12.1993, Síða 14
14 — NORÐURSLOÐ
Grösin í dalnum
Framhald úr opnu
árs 1936), þá var traustum klár
beitt fyrir stóra sleöann, kössum
og teppum komiö þar fyrir til
þæginda, og svo ók öll fjölskyldan
niðureftir ísilögðum bökkunum á
fleygiferð. Ég man að við krakk-
arnir vorum áminntir um að setja
ekki lappimar útfyrir, svo þær
lentu ekki undir sleðameióunum,
en einmitt þaó að draga 'ána eftir
hvítri mjöllinni, sem þakti glæran
ísinn, var svo spennandi. Með
herkjum tókst mér að bíta á jaxlinn
og þegja yfir aumri og bólginni tá
- ekki brotnaði hún þó - sem betur
fer.
Annarri skemmtiferð til Dal-
víkur man ég sérstaklega vel eftir,
en þá skemmti Karlakórinn m.a.
og söng lag og texta á sænsku, sem
byrjaði þannig:
„Kerring, kerring, kerringen með
staven ...
Það var mjög flott. A eftir
fengum við aö heimsækja Sigga
móðurbróður, Petru konuna hans
og alla krakkana þeirra í Lamb-
haga og þar voru okkur boðnar
heitar vínarpylsur, þær smökkuð-
ust frábærilega vel. Lambhaga-
systkinin voru alltaf kærkomnir
gestir í Hánefsstöðum, ekki síst
jafnaldrar okkar, en Kristján Þor-
gils (Danni) dvaldist lengst hjá
okkur og var okkur sem bróðir.
Sorgaratburður var það, er hann
drukknaði aðeins 9 ára gamall.
Kraftaverk þótti það, þegar
yngsta bam þeirra Lambhagahjóna
fæddist2. júní 1934, þádundijarð-
skjálftinn mikli yfir og múrbrotin
hrundu yfír sængurkonuna, ung-
barnið og ljósmóðurina - en hún
hafði nýlokió við aó lauga hvít-
voðunginn - engan sakaói.
Þetta sumar fundust jarðskjálft-
ar alltaf öðru hvoru, þótt sá fyrsti
reyndist langmestur og skæðastur.
Fjöldi gamalla bæjarhúsa og gripa-
húsa hrundi eða stórskemmdist.
Sprungur komu í veggi nýja húss-
ins á Hánefsstöðum og flata þakið
fór að leka um haustið, en slíkt
þótti nú bara smámunir. Heimilis-
fólkið á Ölduhrygg fékk að gista
hjá okkur um tíma og strákur einn,
sem var sumarbarn hjá þeim, var
látinn sofa í baðkerinu vegna
þrengsla. Um miðja nótt skrúfaði
hann frá vatnskrananum yfir sæng-
ina sína - og allt fór á flot. Sá at-
burður varð í huga okkar krakk-
anna ekkert ómerkari en sjálfur
jaröskjálftinn.
Kreppan setti strik
í reikninginn
Kreppan um 1930 gerói mönnum
erfitt fyrir eins og kreppur hljóta
alltaf að gera. Bóndinn á Hánefs-
Flestir jafnaldrar þeirra hafa kvatt í hinsta sinn. Til vinstri: Pétur og Sigurveig frá Hánefsstöðum, til hægri: Rósa og
Gunnlaugur á Sökku.
stöðum átti sér stóra drauma um
stórstígar framfarir í búskapar-
háttum - líkt og hann hafði kynnst
m.a. í Bandaríkjum Norðuramer-
íku nokkrum árum fyrr. Hann ræsti
fram mýrar, lét plægja þúfumar,
sáði í nýja akra, hélt svín og ali-
gæsir auk hefðbundins bústofns.
Og ég man hversu hann langaði til
að kaupa sér dráttarvél, þegar þær
komu til gagns í Iandinu. Til alls
þessa skorti mjög fé svo hann tók
að drýgja tekjur sínar með verslun-
arstörfum í samvinnu við Sæmund
bróöur sinn og í tengslum við
skosk og bresk fyrirtæki, sem hann
hafói áður unnið hjá. Oft var það í
marsmánuði, að ég fékk skeyti frá
honum einhverstaðar langt aó
innanlands eöa utan, og litli bróóir
hélt að pabbi væri ókunnugur mað-
ur, þegar hann loksins kom heim
að sinna vorverkum og slætti.
Móður okkar þótti stundum
strembið að sinna búi og börnum
án nærveru húsbóndans, þótt
vissulega væru góð hjón gulli betri
auk gildis þess aö búa nálægt
fjölda skyldmenna. Dugnað og
samheldni Svarfdælinga á þessum
árum tel ég aö megi vel merkja
m.a. á sjálfboðavinnu þeirra við
vegagerð, í því skyni að akfært
væri um sveitina. Bændur lögðu
fram æði mörg dagsverkin, auk
hesta og aksturstækja, en mest
munaði þó um vörubílana, þegar
gömlu Fordarnir komu til skjal-
anna. Ekkert þótti strákum
skemmtilegra en að fá að sitja í
slíkum bíl allan daginn, væri þess
nokkur kostur. Afi á Völlum átti
Fordara, sem nefndist Valla-Gráni.
Villi ók bílnum og stundum var
sett „body“ á pallinn og farþegar
sátu þar á hörðum trébekkjum.
Þannig komumst vió einu sinni
alla leiðina inn að Leyningshólum
lengst inni í Eyjafirði.
Lífið skartaði rósum ,á leið
bemskunnar með ýmsu móti. Rós-
óttu glerbrotin í öskuhaugnum á
Völlum voru fágætir dýrgripir og
fallegar þóttu mér rósimar í treyj-
unum og svuntunum hennar
Beggu gömlu, sem löngum svaf í
gömlu baðstofunni á prestsetrinu.
Þar kembdi hún ull um leið og hún
sagói okkur systrum af ævintýrum
úr Þjóðsögunum, en af þeim kunni
hún furðu mikið. I sögulok klapp-
aði hún okkur á vangann meö
kræklóttri hendi sinni og brosti af
bamslegri gleði, þegar hún sýndi
okkur pakkann, sem Sæmsi hafði
nýlega sent henni.
Eitt sinn fylgdi ég Beggu milli
bæja á hennar efri árum og við
komum að stórum skurði. „Begga
mín“, sagði ég, „vió skulum ganga
á brúna.“ „ Já, já góa, gakk þú á
brúna, ég stekk“, svaraði sú gamla
að bragði, stytti upp um sig pilsið
og flaug yfir skurðinn furðu létt á
fæti.
Hún mamma sagði oft eftir Elínu
móður sinni: „munið þið það,
bömin mín, að það skiptir miklu
meiru að vera en að sýnast.“
Annað spakmæli þeirra systra,
Rósu og Sigurveigar, e.t.v einnig
komið frá Elínu og jafnvel Þorgilsi
á Sökku,(Hann dó árið 1918), var
að menn ættu ekki að biðja Guð
um aö forða börnum sínum frá
erfiðleikum, heldur aó hann styddi
þau í erfiðleikum . lífsins. Líka
sagði hún mamma: „Það er mann-
legt að reiðast en djöfullegt að
erfa, þessvegna eiga menn að
sættast aó kveldi áóur en gengið er
til hvíldar".
Astkæra, ylhýra
máíið
Svo margir eru dýrgripir minning-
anna, sem tengdir eru menningu
hinnar svarfdælsku sveitar, að
stundum flæða þær úr hirslum
hugans svo að erfitt er að hemja
þá. Málmenningin er án efa meóal
þess besta, sem þar ber að þakka.
Eitt sinn kom ég erlendis frá og
varð samskipa tveimur ungmeyj-
um, sem reyndust svo hugfangnar
af sinni nýlærðu ensku, að þeim
var erfjtt að tjá sig á eigin móður-
máli. Ég hafði einmitt hlakkað til
að hitta aftur landa mína eftir lang-
an aðskilnað og þetta urðu því sár
vonbrigði. Þeim mun hrifnari varð
ég við komuna til Reykjavíkur,
þegar mér var boðið til frændfólks
míns, Sigríðar og Birgis
Thorlacius, þar sem m.a. voru
gestkomandi þeir feðgar Þórarinn
og Kristján Eldjárn. Skemmtilegri
menn og snjallari í meðferð
íslenskrar tungu hef ég vart fyrir-
hitt á lífsleiðinni en húsráðendurna
og þá Tjarnarfeóga þennan heim-
komudag, og gleðin yfir að fá að
sitja við þeirra yljar mér enn um
hjartarætur.
Far vel, fagri
æskudalur
Haustið 1939, í byrjun síðari
heimsstyrjaldarinnar, sat Hánefs-
stáðafólkið í langferðabíl á fyrsta
áfanga sínum til búsetu í Vest-
mannaeyjum. „Lítið þið nú fram
dalinn, krakkar mínir. Enginn veit
hvenær þið sjáið hann aftur", sagði
hún mamma, þegar ekið var frá
Argerðisbrúni meðfram Hrísa-
höfðanum. Enn finn ég sting í
brjósti við þessa endurminningu.
Næstu tvö vorin áttum við samt
afturkvæmt í dalinn til að sinna
eignum okkar á Hánefsstöðum.
Seinna árið var þó aóeins um
skamma dvöl að ræða, því þá hafði
Friórik Sigurðsson fengið jöróina
og íbúðarhúsið á leigu. Um sama
leyti lauk Stefán afi prestskap og
fluttist ásamt ömmu og fjölskyldu
Ingibjargar dóttur þeirra til Hrís-
eyjar. Síóustu fermingarbörnin
hans voru tveir piltar og fjórar
stúlkur og fékk ég að vera með í
þeim hópi í Vallakirkju 1. júní
1941, þótt raunar vantaði mig þá
eitt ár á 14 ára aldurinn. Ferming-
arveislur voru ekki eins nauðsyn-
legar þá og síðar varð, enda hafði
fjölskylda mín þá bara eitt herbergi
til afnota á Hánefsstöðum. Vió
mamma tókum þátt í flutningunum
til Hríseyjar áður en viö fórum
aftur suður. Afa þótti augsýnilega
vænt um nálægðina við Ystabæ,
þar sem hann átti sínar bernsku-
rætur og þar sém nú sýslar sonur
hans, Sæmundur, af miklum dugn-
aði og stórhug. Af fermingargjöf-
unum hefur mér aðeins auónast að
54 MILLJÓNIR
Afmælisvinningur
dreginn út í mars.
Eingöngu verður dregið úr seldum miðum. Þetta er stærsti
happdrættisvinningur sem nokkru sinni hefur verið greiddur út
á íslandi. Nú er eins gott að tryggja sér miða tímanlega!
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
<
C/5
co
I
<
varðveita tvær, þ.e. sálmabók frá
Solveigu ömmu með gullinni
áletrun á forsíðu og úrval íslenskra
söngljóða, nefnt Harpa, frá Balda
frænda á Sökku, sem þá var farinn
að heilsu, en hlýhugurinn samur
við sig.
Þetta sama ár keypti Eiríkur
Hjartarson Hánefsstaói af föóur
mínum og byggói síðan hæð ofan á
flata þakið. Þessi íbúóarhæð varó
Sökkufólkinu til blessunar, þegar
bæjarhúsin á Sökku brunnu til
kaldra kola aðfaranótt 1. febrúar
1956, því þar bjó það meðan end-
urbyggt var á Sökku. Fleira gott
fylgdi Eiríki Hjartarsyni á Hánefs-
stöóum, skógræktin á holtinu ber
þess gleggst vitni. Af einlægni
óska ég þess, aö bæði gróðurinn og
byggingar jarðarinnar fái á kom-
andi árum notið umhyggju og
verði þannig til sóma hvort heldur
það verður skógrækt Eyfiröinga
eða aðrir aðilar, sem fá um ráöið.
Raunar áttum við systur eigið óðal
eitt sinn við litlu tjömina, sem nú
er nær hulin skógargróðri í norður-
enda gróðurreitsins. Þar fengum
við uppgjafa gæsakofa til umráða,
tjölduóum hann innan, breiddum
teppi yfir gamlan sleða, sem þann-
ig varö að fínasta legubekk og svo
dúkuðum við yfir með kartöflu-
kassa á hvolfi. Að svo búnu buð-
um við mömmu og stúlkunum í
kaffisopa.
Samfara sársauka og söknuði
þess að kveðja bernskustöðvarnar
er birta og ylur minninganna engu
að síður ríkjandi, því einmitt sorg-
in er afsprengi gleði og ástúðar,
sem menn hafa áður notið.
Fjarlægðir verða alltaf afstæðar
og aðeins einu sinni fékk ég að
fara fram í Skíðadal á bemsku-
dögunum. Pabbi bauó okkur systr-
um með sér á silungsveiði og auð-
vitaó fórum við ríðandi. Ég hristist
á höstum dráttarklár spölkorn á
eftir- þeim hinum vælandi af
hræðslu við að detta af baki og auk
þess afrekaði ég í lokin að týna
eina fiskinum, sem veiddist, því
hann var bundinn vió hnakkinn
minn, Fram að Skeiði í Svarfaðar-
dal langaði mig mjög, því Skeiðs-
systkinin voru löngum til liós á
Hánefsstöðum. Þangað hef ég þó
enn í dag ekki komist. Imbu á
Skeiði skrifaöi ég þó mitt fyrsta
sendibréf og notaði málshátt í
skrifbók systur minnar sem for-
skrift. Móðir mín var að fara úr
hlaði, svo hún sagói að ég yrói að
flýta mér við skriftimar. Bréfið
hljóðaði þannig: „Betra er að vera
berfættur en brókarlaus“.
Sem betur fer hef ég á seinni árum
átt margar ferðir í dalinn minn
kæra, m.a. við útför Solveigar
ömmu, sem kvenfélagskonurnar
þar nyrðra önnuðust af miklum
myndarskap og rausn og ótví-
ræðum vinarhug. Þáverandi prest-
hjón á Völlum, þau Jóna og Stefán
Snævarr og þeirra fólk, voru líka
ómetanlegir arftakar staðarins og
núverandi sveitungum enn í fersku
minni.
Foreldrar mínir, þau Sigurveig
og Pétur, hafa líkt og flestir jafn-
aldrar þeirra kvatt í hinsta sinn,
einnig bróóir minn, sem einmitt
var á leið til ættingjanna á Sökku
með börnin sín í sumarleyfi, þegar
hann lést í bílslysi árið 1972. Sól-
veig systir mín hefur sýnt sveit-
ungum okkar öllu meiri ræktar-
semi en undirrituð í áranna rás og
hvergi segist hún heldur vilja bera
bein sín en í helgum reit við Valla-
kirkju, þótt sammála séum við, að
varla skipti málum fyrir andann,
hvar beinum manna er fyrirkomið.
Kveðjur og þakkir til allra,
sem hlúa með alúð og kærleika
að svarfdælskum grösum.
Hafnarfirði í nóvember 1993
Elín Eggerz Stefánsson