Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Qupperneq 18

Norðurslóð - 15.12.1993, Qupperneq 18
18 — NORÐURSLÓÐ Ijólablaði Norðurslóðar 1990 birti ég útvarpsviðtal við Snorra heitinn Hall- grímsson iækni, tekið 1967, undir fyrirsögninni „Svarfdæl- ingur í Finnlandsstyrjöldinni“. Það fjallaði um þann tíma þegar hann var herlæknir í þessari styrjöld, sem nefnd hefur verið Vetrarstríðið, 1939-40, en þá réðust hinir voldugu nágrannar, Rússar, inn í Finnland. - Snorri bauð sigfram til starfa í sjálfboðaliðssveit Rauðakrossins. Eins og lesendur þessa viðtals kann að reka minni til, gerði hann þar ekki mikið úr þeim þœtti starfsins sem fólst í því að sinna sœrðum hermönnum og komast þannig í beint návígi við skelfingar stríðsins. Það mun ekki fátítt að menn reyni þegar frá líður að breiða yfir reynslu sem gengur mjög nœrri þeim, vilji að minnsta kosti ekki fjölyrða um hana út ífrá. Við getum að líkindum séð „af- dramatíseringu“ Snorra á starfi sínu í Finnlandi í því Ijósi. Sú skoðun hefur styrkst í huga mínum eftir að ég birti minningar Snorra í Norðurslóð, af því að ég gróf upp fyrir skömmu samtíma- frásögn hans úr stríðinu sem gefur nokkuð aðra mynd afþví sem fyrir hann bar en viðtalið. Með því að ímynda mér að lesendum Norður- slóðar þyki nokkurs um vert að lesa einnig þessa frásögn, hef ég búið hana til prentunar og sent blaðinu. I Morgunblaðinu 30. janúar 1940 er að finna eftirfarandi fréttaklausu, undirritaða Þ.J.: íslenskur her- læknir í Finnlandi - Snorri Hallgrímsson Snorri Hallgrímsson læknir, frá Dalvík, hefir gerst herlæknir við eina af sænsku sjálfboðaherdeild- unum („frivillig batallionen"). Barst mér bréf frá honum, dagsett 13. þ.m., skrifað í Tomeá, sem er bær rétt innan við sænsku landa- mærin, Finnlands megin. Hafði hann þá dvalið þar í viku við her- deild sína, var þá verið að undirbúa sænska sjálfboðaliðsherinn, eða hluta af honum, um 4000 manns, en búist við að þeir legðu austur á bóginn innan skamms. Snorri er herdeildarlæknir og fylgir því her- deild sinni fram í fremstu víglínu, og stjómar þar sjúkradeild her- fylkisins, er veitir særðum mönn- um fyrstu aðstoð. Segir hann, að Finnar séu aðdáunarverðir, von- góðir og ákaflega vingjamlegir. Snorri Hallgrímsson útskrifað- ist héðan fyrir nokkmm árum, eftir fjögra ára nám. Hann hefir unnið við spítala í Arósum síðust þrjú ár, þangað til hann var settur læknir á Breiðumýri, en fór utan í desember og þá til Finnlands. Hann hefir fengist við rannsóknir á riðuveiki. Þannig kynnir Morgunblaðið Snorraþegar hann, 27 ára gamall, ákveður að rétta Finnum hjálpar- hönd í baráttu þeirra við ofureflið. Nú líða febrúar, mars og fram í apríl. Evrópa er tekin að loga í ófriðarbáli, en Islendingar voru enn lítt snortnir af hildarleiknum þótt sú stund nálgaðist óðum að Þannig skrifar Snorri læknir um síðasta dag ófriðarins á norðurvíg- stöðvum Finnlands. Eftir þátttöku í Finnlandsstyrj- öldinni sneri Snorri sér aftur að námi sínu. Hann lauk doktorsprófi með bœklunarlœkningar að sér- grein, við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi í marslok 1943. Þá var hann fyrir rúmu ári kvæntur Þuríði Finnsdóttur frá Isafirði. Þegar eftir doktorsvörn Snorra fluttust þau heim til Islands. Morgun- blaðið birti viðtal við Snorra heim- kominn, 1. maí 1943. Það hefst svo: Það er sjaldgæft að blöð fái fregnir af vígstöðvum frá íslend- ingum, eins og bréf þau er við fengum til birtingar frá yður, þegar þér voruð herlæknir á Sallavíg- stöðvunum, segir tíðindamaður blaðsins við dr. Snorra Hallgríms- son, er hann kom inn á skrifstof- Snorri Hallgrímsson (með hvíta loöhúfu) á sléttum Finnlands með sænskri herdeild sinni árið 1939 I sprengjuregni á norðurvígstöðvunum Gunnar Stefánsson tók saman styrjöldin kœmi upp að dyrum þeirra. - Hér heima fylgdust menn ekki síst með Finnlandsstyrjöld- inni og samúðin með Finnum var mikil. Stríðið þar var stutt og tók brátt enda. Hinn 14. apríl 1940 birtist í Morgunblaðinu önnur grein þar sem segir frá Snorra og er hún öllu lengri en sú fyrri. Hún hljóðar svo í heilu lagi: Síðasti dagur Finnlands- styrjaldarinnar Hvernig Rússar skildu við. Bréffrá íslenskum lcekni Snorri Hallgrímsson hefir verið herlæknir við fyrstu deild sænsku sjálfboðaliðanna í Finnlandi nú í vetur. Bréf það sem hér fer á eftir hefir hann ritað kunningja sínum hér, og er það fyrsta bréfið sem borist hefir frá honum frá Finn- landi, eftir að hann fór á vígstöðv- amar. (Kafli úr bréfi) Norðurvígstöðvar, Finnlandi, 15. mars ‘40 „...Þá er nú aftur kominn friður, síðan kl. 11 í fyrradag. Daginn áður hafði flogið fyrir orðrómur hér á vígstöðvunum um það, að friðarumleitanir væru á ferðinni. Menn hugðu samt að vikur eða jafnvel mánuðirmundu líða, þar til friður kæmist á. Þann dag var allt fremur rólegt, aðeins nokkur stór- skotahríð og flugvélaárásir að venju. En klukkan 5 að morgni hins 13. mars vöknuðu menn við ákafa stórskotahríð frá Rússum, meiri en nokkum tíma fyrr. í fyrstu sprungu kúlumar nokkmm kíló- metmm framar en við, það er að segja sjúkraliðið, en við heyrðum hvemig sprengjumar færðust nær og nær og um kl. 7 heyrðum við Sendum vinum og kunningjum á Dalvík og í Svarfaöardal okkar innilegustu jóla- og nýárskveöjur. Guö blessi ykkur öll. Árný og Frímann Hrafnistu, Hafnarfirði hvemig skeytin flugu hvæsandi yfir okkur og sprengjumar urðu óþægilega nærri okkur. A sama tíma hófst loftárás á okkur, flug- vélar vörpuðu á okkur sprengjum, lækkuðu flugið og skutu af vél- byssum á tjald okkar. Þeir voru afar djarfir og leiknir og tóku ekkert tillit til loftvama okkar liðs, enda reyndust loftvamimar lélegar í þetta sinn. Það er næsta einkennileg sjón að sjá þessa fögru óvætti koma brunandi niður til manns, spúandi úr sér kúlnahríðum. Jafnvel þótt maður viti um hina yfirvofandi lífshættu getur maður ekki látið það vera að horfa á aðfarimar með aðdáun. Maður verður eins og í hálfgerðri dáleiðslu. Um kl. 8 var hringt úr framlínu okkar að sprengikúla hefði hitt beint niður í tjald og að þyrfti að binda um nokkra særða menn. Ég hélt því þegar af stað með hóp af sjúkraberum. Það var um 4 kíló- metra og við ókum því á sleðum. Eftir að við lögðum af stað var ennþá hert á stórskotahríðinni. Um einn og hálfan kfiómetra af leið- inni var yfir slétta mýri, skóglausa að fara. Þeirri ferð yfir mýrina gleymi ég aldrei. Sprengjumar féllu stöðugt, báðumegin við veg- inn, stundum ekki nema ca. 20 metra frá honum. Við hverja sprengju þeyttist snjórinn hátt í loft upp og var eins og öll mýrin væri þétt sett af goshverum. Við ókum á harðastökki yfir mýrina, og ég verð að segja að það var eitthvað undarlega heillandi við þessa æs- andi sleðaferð. Þegar við ókum til baka, síðar um daginn, í óhugnan- legri kyrrðinni, sáum við að sprengjur höfðu víða lent á vegin- um eftir að við ókum um hann. Þegar við komum á ákvörðun- arstaðinn. Sáum við ljóta sjón. Þar var allt sundurtætt af sprengingum, jörðin var ekki hvít, því sprengj- umar höfðu ekki einungis rótað upp snjónum, heldur og mold og grjóti og lá allt í dyngjum. Kúla hafði hitt beint niður í eitt tjaldið og þeytt öllu í loft upp; héngu dmslur af tjaldinu í trjánum í kring. Nokkur lík lágu þar á barmi sprengjugígsins og litu allt öðru- vísi úr en skáldin em vön að lýsa föllnum stríðshetjum á „velli heið- ursins“. Ég ætlaði nú að fara að binda um þá sáru, en þá kom hópur af flugvélum og öllum var skipað niður í skýlin. En mér varð brátt kalt þama niðri í holunni, skreið því upp aftur og fór að binda um þessa vesalinga, sem til allrar ham- ingju voru furðu fáir. Gerði ég það í tjaldi einu, sem var óskaddað. Brátt sá ég þó eftir því, að ég vogaði mér upp, því þegar ég var að binda um handleggsbrot, komu sprengjuflugvélamar aftur og féll sprengja (ein eða fleiri) svo nálægt sjúkratjaldinu, að brotin úr henni flugu í gegnum það. Við köstuðum okkur allir til jarðar og gerðum svo lítið úr okkur sem mögulegt var, á meðan þessi djöflagangur reið yfir. - Rétt áður hafði ég frétt að vopna- hlé ætti að hefjast kl. 11 þann morgun, og ég held að það væri ekki laust við að vera óhugnanlegt og mddalegt að vera drepinn, svona á síðustu stundu. Jæja, við vomm nú heldur ekki drepnir, eng- inn af þeim sem í tjaldinu voru særðist; var það nær því ótrúleg heppni. Mér tókst að binda um hina særðu, - en sami djöflagang- urinn gekk til kl. 11 - og hætti þá skyndilega. Um morguninn, áður en við höfðum frétt um hið væntanlega vopnahlé, héldum við að Rússar væru að undirbúa stóra sókn. En svo kom það í ljós, að þetta var aðeins tilraun þeirra til þess að drepa sem flesta á síðustu stundu. Við eru ennþá undrandi yfir þess- ari sjúklegu grimmd og ruddaskap. Aðeins stórkostleg og vel yfirveg- uð tilraun til manndrápa. Því það var ekki einungis á okkar hluta af víglínunni sem sóknin var gerð, heldur á öllum víglínum Finn- lands. I dag em menn daprir í huga hér, bæði foringjar og óbreyttir liðsmenn. Mönnum finnst þessi friður eins og snoppungur og menn tala um að Svíþjóð hafi svikið bæði sjálfboðaliða sína og Finn- land. Við höfum aðeins verið í 3 vikur á fremstu vígstöðvum og Svíar voru að byrja að sýna það að þeir geta barist. Það var búið að ákveða áhlaup á Rússa, allir voru ákafir og vongóðir, - en þá allt í einu er skipað að slíðra sverðin. í blaði sem Svíar gefa út hér á víg- stöðvunum kemur þessi óánægja greinilega í ljós. Ég veit ekki hversu lengi við verðum hér, né í hvaða átt okkur verður boðið að halda, en ég býst við að við verðum hér um nokkum tíma ennþá.“ - Við skulum sem minnst tala um það, segir hann, því þau bréf vom ekki skrifuð til birtingar. Ég var í vondu skapi þá daga. Við höfðum misst nokkra góða félaga og allt var öndvert. - Frásögn yðar gaf lesendum nokkrar augnabliksmyndir af því hvemig daglegt líf er á vígstöðv- um. - Má vera, segir hann, en þess er að gæta að bardagamir í Finn- landi veturinn 1939-40 voru með allt öðmm hætti en á öðrum víg- stöðvum í heiminum. Ég geri ráð fyrir að þeir líkist helst eyðimerk- urhemaði, ef líkja á þeim saman við aðra þætti styrjaldarinnar. / framhaldi af þessu er Snorri spurður um tildrög þess að hann var herlœknir við Rauðakrossdeild Svía og hann segir einnig nokkuð frá aðstœðum á vígstöðvunum. Er ástœðulaust að rekja það hér, enda er það áþekkt því sem sagði í útvarpsviðtalinu rúmum 24 árum síðar og fyrr hefur verið birt í Norðurslóð. Hann lýsir ennfremur ástandinu í Finnlandi og Svíþjóð eins og það var þegar hann sneri heim. Snorri átti langan og merkan starfsferil fyrir höndum eftir að hann lauk námi. Hann varð einn kunnasti skurðlœknir landsins, viðurkenndur séifrœðingur á sínu sviði og naut mikils álits sjúklinga sinna og samstaifsmanna. Próf- essor og jafnframt yflrlœknir við handlœkningadeild Landsspítal- ans var hann frá 1951 til dauða- dags, í janúar 1973. - Þuríður Finnsdóttir lifði mann sinn í tvo áratugi og lést á síðastliðnu hausti. Hún var traust kona í öllu og þrekmikil. Snorri Hallgrímsson var örugg- ur í hverri raun og harði til að bera þann styrk hugar og handa sem gerir menn að miklum skurð- lœknum, „var stórkírúrg í hugsun og framkvœmd," eins og staifs- bróðir hans, Þórarinn Guðnason, hefur komist að orði. Ungur var Snorri dag hvern í návist dauðans á snjóbreiðum Finnlands. Um það vildi hann sem minnst tala þegar heim kom, en ekki er vafi á að hann hefur alla œvi búið að reynslu sinni á þessum örlagatíma. Þetta var eldskírn og átti með vissu verulegan þátt í að efla hann til átaka og afreka í sínu kröfu- harða lœknisstarfi.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.