Norðurslóð - 18.05.1994, Page 2

Norðurslóð - 18.05.1994, Page 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Daivík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Orð eru dýr s A þessum viðsjárverðu tímum þegar minnsti neisti getur orðið að stóru báli var sú ákvörðun tekin í rit- stjórn Norðurslóðar að helga Ieiðaraplássið ljóðlist- inni. Það þótti við hæfi að hefja leikinn með Ijóði Sigfúsar Daðasonar úr bókinni Hendur og orð: Orð ég segi alltaffœrri ogfœrri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Tign mannsins segja þeir þó þeir geri sér ekki Ijóst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað. Bráðum á að dimma en annars vitum við ekki margt sjá: hinfögru andlit hin marglitu hrjáðu andlit líða hjá líða hjá og hverfa og hispursmeyjar þar og hér önnum kafnar að lengja sólarhringinn (til þess að við gefumst ekki upp í leit okkar að efiiafrœðilega hreinu tungumáli til að nota í laumi.) Nei við vorum trúi ég að tala um orð ýmsum eru þau víst mjög leiðitöm - þeir taka upp orð í kippum við götu sína og tala - þaðfœ ég enn ekki skilið. Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hœttulegra það getur vöknað í púðrinu. Gagnvart þessum vanda hefég lengi verið skelfingu lostinn og reyndar vitum við mjög fátt nema að bráðum á að dimma - nýtt tungl nýtt glas af víni novissima verba. En auk þess að vera kosningamánuður er maí einn- ig vormánuður. Þess vegna Ijúkum við leiðaranum með vorljóði eftir Jóhannes úr Kötlum. Einfarí heitir það og hangir uppi á vegg í Skagfjörðsskála í Þórsmörk þar sem skáldið var þjóðgarðsvörður í mörg sumur: Loks er ég kominn heim í hofminna jökla hljóðpípuleikari jónsmessunótta rautt við íshjarans rönd hefur lítið blóm rót sínafest í bergi eitt svalar lindirfrá sólbráð hríslast um ökla sviðinn eyðist með hverju skrefi lokið erflótta heiðríkja fyllir tímans og rúmsins tóm tál og efi leynist nú hvergi égfinn ekkiframar til ótta fel mig guði landsins og spyr ekki um neitt. Skriöjökull gengur fram úr Gljúfurárjökli. Blekkill gnæfir yfir iniöjan jökul. Endurminningar Skíðadalnum Mynd: Chris Cascldinc ur Úr því aó viö hölúm leiðst út í upp- rifjun á atvikum liðinna daga í Sveinsstaðaafrétt dettur rnér í hug að tcygja lopann lítið eitt lengra. Allt frá frumbernskuárum hcfur hvílt í hugum okkar krakkanna einhverskonar dulúó yfir þessum innstu drögurn sveitarinnar, þar sem fólk hafði áður búið, en var nú horfið á braut. Eg hef áreiðanlega ekki verió hár í loftinu þegar það gerðist, sem hér segir frá. Líklega hef ég verið á 8. árinu, það hefur þá verið haustið 1927, að ég heyrði að afstöðnum fyrstu göngum piltana vera að tala sín á milli um hörntulegan atburó, sem hefói átt sér staö í Afréttinni einhverntímann þá um sumarió. Aður en lengra er haldió verð ég aó minnast á „skessuketilinn“, Kerið, sem svo var nefnt af gangnamönnum og er nefnt í ör- nefnaskrá Siguróar. Þaó er strokk- laga gjóta sorfin nióur í bert bergið austan árinnar á brúninni vió Sveinsstaðafoss. Skessukatlar eru vel þekkt jarðfræðilegt fyrirbæri og myndast þar sem straumvatn nær að velta um sjálfan sig mola úr hörðu bergi. Meó tíð og tíma gref- ur steinninn sívala gjótu niður í bergió, scm fcr mjókkandi niður eftir því sem steinmolinn slípast sjálfur. Þessir „katlar“ eru gjarnan fullir af vatni á vorin, en þorna þegar á sumar líður. Alltaf er þó vatnsdreitill í botninum. Svarta gimbrin hans Hjörleifs Þá er að snúa aftur aó efninu: Það sem Tjarnarpiltar voru aó tala um var það að gangnamenn sem fóru að fossinum til aó líta eftir brúnni og komu að katlinum, hefóu séð þar niðrí hræiö af stórri, svartri gimbur. Þctta var reyndar ekki fyrsta fórnarlamb pyttsins aó tarna, og kunnu rnenn ýms dæmi þar uppá, cins og hann séra Hallgrímur segir. Menn gátu seilst niður að lambshausnum og þuklað eftir ntarkinu. Það kom í ljós, að eig- andi lambsins var Hjörleifur bóndi Jóhannsson í Gullbringu og var þetta eitt af hans vænstu lömbum. Upp úr þessu mun það hafa ver- ið, að hreppsnefndin lét setja upp gaddavírsgirðingu, sern átti að tryggja það, aó búfé kænti ckki of nærri þeim hálu, slcipu klöppum, sem umkringja „skessuketilinn“ sem rnenn kalla kerið. Örlög Randalínar En fleiri eru drápspyttirnir í Airétt- inni þótt ekki fari af þcirn ncinar frægðarsögur. Fyrir svo sem 12-15 árum átti undirritaður dálítinn hóp af ungneytum, kvígum og uxunt í Afréttinni. Meðal þeirra var sér- kennilega bröndótt kvíga, sem átti aó bcra seint urn haustið (snemrn- bær kvíga). Þetta sumar sem oftar voru út- lendir stúdcntar við mælingar og rannsóknir þarna í fjöllununr og höfðu bækistöð sína fram við Al- ntenningsbrú. Eg var í nokkru sambandi viö þetta lolk og þegar það kvaddi og bjó sig á brott, ég held rétt fyrir göngurnar, komu þeir við hér á bæ til að kveója dal- inn formlega og þakka fyrir sig. Að skilnaði lét einn Breti þess getió vió mig, að þeir hefðu gengið fram á dauóan nautgrip í dýi eða pytti að því er mér skildist utarlega í Alntenningi, ekki rnjög langt frá búóum þeirra félaga. Hann bætti því við, að skepnan hcl'ði haft ein- hver merki í eyrum. En sérstaklega tók hann fram, aó skepnan hefói verið fallega röndótt eóa bröndótt á litinn. Strax grunaöi mig, aö þessa skepnu hefði ég átt og baó ég gangnamenn aó svipast um eftir henni í pyttinum. Ekkert slíkt fundu þeir hvorki þá né síðar. Hinsvcgar kom væna haustbæra kvígan mín, Randalín, ekki fram í nautasmöluninni og aldrei síðar. Það er ýmislegt, sem jörðin gleypir og skilar aldrei aftur. HEÞ. Sparisjóður Svarfdæla wm Dalvík - Árskógi - Hrísey sendir viðskiptavinum kveðjur guðs og sínar og óskir um hlýtt og sólríkt sumar. En hvort sem sólskinsdagarnir verða fleiri eða færri mun sparisjóðurinn standa stöðugur á sinni príeinu rót og taka á móti hverjum sem að garði ber með sólskinsbros á vör. Gleðilegt sumar og happaríkt til lands og sjávar Sparisjóður Svarfdæla 4» Dalvík - Arskógi - Hrísey s. 61600 s. 61880 s. 61785

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.