Norðurslóð


Norðurslóð - 23.06.1994, Page 6

Norðurslóð - 23.06.1994, Page 6
6 — NORÐURSLOÐ Samstarfssamningur I og B lista - í bæjarstjórn Dalvíkur, kjörtímabilið 1994-1998 Fulltrúar I og B lista hafa, á eftirfarandi grundvelli, ákveðið að hafa með sér samstarf á kjörtímabilinu 1994-1998. • Reglugerð um Atvinnuþróunar- sjóð verði endurskoðuð með það að markmiði að sjóðurinn verði nýttur til að efla atvinnulíf á hverjum tíma. • Sérstakar ráðstafanir verði gerð- ar til að laða að ný atvinnufyrir- tæki. • Kannaðir verði möguleikar á stofnun iðngarða - verkvers - og þá jafnframt tekið tillit til þarfa þeirra fyrir vinnu og sölu- aðstöðu sem vinna að heimilis- iðnaði. • Á vegum Hafnarsamlags Eyja- fjarðar verði unnið samkvæmt þegar ákveðinni framkvæmda- röð að uppbyggingu hafnanna. Sérstök áhersla verði lögð á að halda uppi sem bestri þjónustu. • Markvisst verði unnið að við- haldi húseigna bæjarins. • Vinnutilhögun við verklegar framkvæmdir verði tekin til endurskoðunar. • Unnin verði áætlun um frágang eldri gatna og að því stefnt að gengið verði frá nýjum götum um leið og hafist er handa við íbúðarhúsabyggingar við þær. • •• • Fundinn verði framtíðarstaður fyrir olíubirgðastöð olíufélag- anna. • Gerð verði áætlun um fráveitu- mál sem unnið verði eftir á kjörtímabilinu þannig að frá- gangur standist reglugerðir. • í samráði við friðlandsnefnd og náttúruverndarráð verði mörk friðlands Svarfdæla betur merkt og lífríki Hrísatjarnar verndað með aðgerðum sem duga. • Opin svæði verði deiliskipulögð og unnið að frágangi þeirra. • Unninn verði, í samvinnu við aðila í ferðaþjónustu, kynning- arbæklingur unt Dalvík og þá möguleika sent ferðamönnum bjóðast á svæðinu. Minning Asta Aðalsteinsdóttir Fædd 20. júlí 1941 - Dáin 12. maí 1994 Þegar sól hækkar á lofti og fönn leysir til Ijalla, þegar nótl verður björt og angan gróðurs fyllir loftið, þá lifnar von í hjörtum mannanna, það er að koma sum- ar. Hringing dyrabjöllunnar boð- ar komu gests, oftast með góðar fréttir, en nú eru tíðindin alvar- leg. Jóhann frændi minn ber mér þau boð að hún Ásta móðursystir hans, væri nýlátin. Undanfarna daga hafði ég fylgst með Ástu og baráttu hennar við þann sjúkdóm sem leiddi hana til dauða, því kom fréttin mér ekki alveg á óvart. Þó er það svo að þegar fólk í blóma lífsins er burtu kallað, fólk sem hefur verið fullt af lífs- orku, þróttmikið og dugmikið fólk, fólk sem borið hefur með sér angan vorsins og birtu sum- arsins, þá koma upp í hugann orð Drottins Jesú er hann var að ræða við Pétur, en Pétur vildi ekki leyfa honum að þvo fætur hans. Þá mælti Drottinn „nú skilur þú ekki hvað ég er að gjöra, en seinna ntuntu skilja það“. Kynni okkar Ástu hafa varað í mörg ár, en ráðning hennar sem matráðskonu að Sumarheimilinu að Ástjöm urðu til að efla kynnin. Strax og hún hóf þau störf, varð okkur Ijóst að þarna var kominn starfskraftur sem fyllti upp þær vænlingar sem við gerum til þeirra er hjá okkur starfa að Ás- tjörn. Hún var dugmikil ráðskona með útsjónarsemi hinnar hagsýnu húsmóður, hún var kokkur sem eldaði góðan mat. En það sem öllum féll best í geð, var hið elskulega viðmót hennar og góða skap. Þá varð börnunum fljólt ljóst að hjá Ástu gátu þau alltaf Ieitað huggunar og þeir sem minna máttu sín l'undu hjá henni traust. Þannig var oft á tíðum nokkuð margt í eldhúsinu, sem eflaust sumir hefðu amast við, en Ástu féll þetta vel í geð. Aldrei var kvartað yfir löngum vinnudegi eða tilfallandi aukaverkum, og eflaust hefur ósérhlífni hennar orðið til þess að fleiri verk komu á hennar hendur en ætlunin stóð til. Það fór því svo að fljótt voru aðalinnkaup heimilisins jafnan borin undir Itana. Við stjórnun á stóru barnaheimili koma einnig upp mörg vandamál, og fljótt lærðist mér, að gott var að leita ráða hjá Ástu, því næntni hennar á mann- leg samskipti var henni svo eðli- leg, að vandamál voru til þess að leysa þau, ósætti til að sætta það. Á Ástjörn byrjar hver dagur og endar með bænastund. Það er ekki skylda hvers starfsmanns að mæta, en Ásta lét sig ekki vanta þótt á hennar herðum hafi verið mesta starf dagsins. Hún talaði ekki mikið um trú sína, en líf hennar allt gerði það og bar henni fagran vitnisburð. Trú hennar og traust á skapara sínum kom ef til vill best í Ijós nú er hún varð að Iúta því kalli sem við öll verðum einhvern tfma að lúta. Bæna- stundirnar þá og sá óttalausi svip- ur sem hún bar, var vitnisburður um fullvissu hennar. Við Ástirn- ingar höfðum vænst þess að eiga Ástu að áfram, og það hafði verið rætt um það að hún kæmi sérstak- lega vegna stúlknanna sem koma í sumar. Það verður okkur erfitt og sakna munum við vinar í stað. Við vitum þó að söknuður fjöl- skyldu Ástu er mikill, þróttmikil og elskuð eiginkona, móðir og amma hefur verið burtu kölluð, svo ótímabært að okkur finnst. Faðir Ástu er einnig á lífi, og veit ég að mjög kært var með þeim, einnig systrunum tveim og fjöl- skyldum þeirra. Öllunt þessum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Ásta var elsta dóttir hjónanna Aðalsteins Óskarssonar frá Kóngsstöðum í Skíðadal og Sig- urlaugar Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Hjaltadal. Foreldrar hennar bjuggu þá á Ytri-Más- stöðum í Skíðadal, en fluttu árið 1950 til Dalvíkur, og bjó Ásta þar upp frá því. Árið 1959 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Hauki Haraldssyni frá Svalbarði á Dalvík. Saman eignuðust þau 5 böm, Aðalstein, f. 29. september 1959, Kristin, f. 22. september 1962, Auði Elfu, f. 18. júní 1964, Sigurlaugu, f. 1. apríl 1975, og írisi Dögg, f. 4. júnf 1982. Bama- börn þeirra eru orðin 5. Fyrir það að Guð gaf okkur samvistardaga með Ástu, verðum við honum ævarandi þakklát. Hún gerði okkur að betri mönn- um með áhrifum sinqar heil- næntu persónu. Ásta mín! „Hafðu þökk fyrir allt, friður Guðs þig leiði.“ Guð blessi minningu þína. Bogi Pétursson Ásta var jarðsungin frá Dalvík- urkirkju 21. maí sl. teknar í samvinnu við leikfélag- ið. • Mörkuð verði stefna í íþrótta- og æskulýðsmálum í samráði við viðkomandi félög. • Fundinn verði staður fyrir mal- arvöll í samvinnu við UMFS Dalvík og uppbyggingu hans lokið þegar viðbygging grunn- skólans hefst. • •• • Öldruðum verði gerl kleift að búa í heimahúsum svo lengi sent þeir kjósa. Kannaðir verði möguleikar á því að byggja þægilegar leiguíbúðir i'yrir aldr- aða og jafnframt hver þörfin er fyrir þjónustuíbúðir. • Lokið verði viðbyggingu við Dalbæ árið 1994 í góðri sam- vinnu við nágrannasveitarfé- lögin og gengið frá umhverfi heimilisins sem fyrst. • Tjaldstæði verði byggt upp með það að markmiði að unnt sé að veila fjölbreytta ferðamanna- þjónustu. I tengslum við það verði litið til möguleika á bygg- ingu orlofshúsa/heilsárshúsa. Kannaður verði áhugi félaga- samtaka á þátttöku í slíku. • •• • Stutt verði dyggilega við átakið „Vörn fyrir börn“. • Mótuð verði skólastefna fyrir öll skólastig. • Byggt verði við grunnskóla og stefnt að einsetningu f samstarfi við foreldra og kennara. • Gerð verði könnun á vistunar- rými fyrir böm í samræmi við ný leikskólalög og málefni leik- skólans færð til skólanefndar. • Studdar verði tillögur um sjálf- stæðan framhaldsskóla á Dalvík og stefnt að því að koma honum í varanlegt húsnæði. • Uppbygging tónlistarskólans og tónlistarlíf njóti stuðnings. • Menningarmál verði vistuð í íþrótta- og æskulýðsráði. • Ákvarðanir um framtíð Ungó og framkvæmdir við húsið verði • Þrýst verði á að aukinni þörf fyr- ir hjúkrunarrými aldraðra verði mætt. • Leitað verði samstarfs við önnur sveitarfélög og stofnanir um þá þætti félagsþjónustunnar sem varða einstaklinga og fjölskyld- ur. • Leitað verði leiða til að mæta húsnæðisþörf íbúa Dalvíkur og þeirra sem vilja flytja til bæjar- ins. • Fulltrúar Dalvíkur beiti sér fyrir því í Landssamtökum húsnæð- isnefnda að kerfi Húsnæðis- stofnunar verði gert skilvirkara, einfaldara og uppgjörum hrað- að. • Mótuð verði skýr starfsmanna- stefna. • Nefndakerfi og bæjarmálasam- þykkt verði tekin lil endurskoð- unar. • Forstöðumenn stofnana og nefndir fái aukna ábyrgð. • Skipulega verði unnið að því að kynna íbúum Dalvíkur kosti og galla samvinnu og/eða samein- ingar sveitarfélaga. Samráðs- fundir sveitarstjórnarmanna við utanverðan Eyjatjörð verði teknir upp að nýju. Dalvíkurbær: F erðamálafulltrúi ráðinn til starfa Ráðinn hef'ur verið ferðamála- fulltrúi til Dalvíkurbæjar. Heitir hann Kolbeinn Sigurbjörnsson og er búsettur á Akureyri. Að sögn Hannesar Garðarssonar fráfarandi formanns ferðamála- nefndar var ákveðið að verja einni milljón króna til að skipu- leggja ferðamálin á Dalvík. Ákveðið var að ráða ferðamála- fulltrúa í tfmabundið starf og verð- ur helsta verkefni hans að kynna sér hvernig starf ferðamálafulltrúa er skipulagt annars staðar og gera tillögur um framtíðarskipan slíks embættis hjá Dalvíkurbæ. Hann á einnig að vinna með hagsmunaað- ilum í ferðaþjónustu á Dalvík að einstökum verkefnunt, en Ijóst er að ráðningu hans ber of seint að til þess að hann nýtist í sumar. Ferðamálafulltrúinn sem ráðinn hefur verið, Kolbeinn Sigurbjörns- son, er menntaður í Englandi á við- skiptasviði. Hann hefur víðtæka reynslu af ferðamálum og starfaði lengi að markaðsmálum, bæði inn- an lands og utan, hjá Flugleiðum. Að sögn Hannesar hefur hann aflað sér mikillar reynslu og getið sér gott orð í ferðamálageiranum. Reynslan mun einnig nýtast hon- um vel í því að skipuleggja starf ferðamálafulltrúa því liann þarf ekki að byrja á byrjuninni, hann þekkir grunninn. Kolbeinn starfar nú hjá fyrirtækinu Sandblástur og Málmhúðun á Akureyri og mun sinna starfinu hér á Dalvík í sumarleyfi sínu og sem aukavinnu fram á haustið. Hvað svo tekur við er óvíst því ekki er ljóst hvaða stefnu nýi meirihlutinn tekur í ferðamálunum. Vonandi verður nýja fulltrúan- unt ágengt í því að sameina kraft- ana á Dalvík sem að ferðamálum starfa, ekki veitir af ef við eigum að byggja á þessari starfsgrein til frambúðar. -ÞH

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.