Norðurslóð - 25.10.1995, Side 4

Norðurslóð - 25.10.1995, Side 4
4 - NORÐURSLÓÐ Kyrralífs- myndir að hausti Sumir segja að haustið sé fallegasti árstíminn. Þegar fjöllin skarta hvítum hettum þar sem rauðum lyngmóunum sleppir, gul sinustrá bærast í svölum andvaranum og yfir öllu saman hvelfist heiðblár himinninn. Það er eins og náttúran hafi hægt á hjartslætti sínum á einhvern óútskýranlegan hátt. Ef til vill er það þögnin sein hefur þessi áhrif. Raddir sumarsins eru skyndilega hljóðnaðar, fuglarnir flognir burt yfir úthafið og syngja nú á öðrum tungum í öðrum löndum. Þeir skilja eftir sig þegjandi land sem lætur fara lítið fyrir sér eins og bráð sem bíður átekta eftir að veturinn geri áhlaup. Það er stund milli stríða, logn á undan storminum. Hvarvetna gefur að líta kyrralífsmyndir sjálfrar náttúrunnar hvort heldur horft er yfir hafið eða skyggnst niður í þröngan lækjarskorning. Þær láta kannski lítið yfir sér í fyrstu en þegar betur er að gáð eru þær allrar athygli verðar.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.