Norðurslóð - 29.01.1997, Qupperneq 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgöarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð. Netfang: rkb@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: johant@centrum.is
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555
Tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth @ isholf.is
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Sittu í friði séra Jón
Sóknarnefndir í Dalvíkurprestakalli sem fengu það
erfiða hlutskipti að kjósa okkur nýjan prest, hafa
nú lokið því vandasama verki. Valið stóð á milli
fimm mjög svo frambærilegra frambjóðenda og
niðurstaðan var sú að Magnús G. Gunnarsson hlaut
kosningu. Hann verður því næsti sóknarprestur
okkar nema ef farið verður fram á almenna kosn-
ingu og þeirri kosningu lyktaði með annarri niður-
stöðu.
En hvernig sem því verður háttað óskar Norður-
slóð fyrir sitt leyti Svarfdælingum til hamingju með
nýja prestinn og prestinum til hamingju með sitt
nýja brauð. Væntanlega munu sóknarbörnin taka
vel á móti presti sínum og með töluverðri eftir-
væntingu því hér hefur jafnan ríkt jákvæðni og
virðing í garð embættisins og þeirra sem það hafa
skipað í gegnum tíðina. Við höfum átt því láni að
fagna að hér hafa um langan aldur setið afbragðs-
menn í prestsembætti og hafa þeir notið farsældar í
starfi og vinsælda hjá alþýðu. Jón Helgi Þórarins-
son er síst undantekning frá þeirri reglu, eflaust
verður hans sárt saknað af mörgum og ekki með
öllu öfundsvert fyrir nýjan prest að setjast í sæti
hans.
Það er við hæfi að við verjum nokkrum línum
hér í blaðinu til að kveðja séra Jón og þakka fyrir
hans frábæra starf þau 12 ár sem hann hefur verið
hér sóknarprestur. Ekki er ofsagt að Jón hafi notið
hér mikilla vinsælda og hylli hvort heldur í starfí
eða Ieik. Vart hefur verið haldin sú samkoma hér
um slóðir að Jón hafí ekki verið hvattur til leiks og
átt þar drjúgan þátt í söng og öðrum gleðskap.
Þorrablótin verða varla svipur hjá sjón þegar hans
styrku veislustjórnar nýtur ekki við og eitthvað
verður haustsmölun í Hnjótunum lakari en undan-
farin haust nú þegar sá ágæti hlaupagikkur er
burtu hlaupinn. Knattspyrnulið Dalvíkinga á vafa-
laust baráttuþrek sitt og sigursæld að einhverju
leyti Jóni að þakka. Hann hefur jafnan staðið fremst-
ur meðal jafningja í liði áhorfenda og hvatt sína
menn til dáða.
Þó grunar undirritaðan að þau störf sem unnin
voru í kyrrþey á nóttu sem degi og lúta að sálgæslu
hafí verið meiri að vöxtum og margháttaðri en
margan grunar og vegi þyngra þegar upp er staðið.
Starfi prests má e.t.v. líkja við ísjakann sem að
drýgstum hluta marar undir yfírborðinu. Uppúr
standa messur og helgihald en hlutur sálusorgar-
ans er sjaldnast hafður í hávegum. Séra Jón hefur
þannig bæði deilt með okkur gleði og sorg og er
ekki að efa að hvorttvegga er Guði þóknanlegt.
Norðurslóð hefur jafnan átt hauk í horni þar
sem Jón er. Hefur hann séð blaðinu fyrir margvís-
legu efni, bæði því sem lýtur að starfí hans, s.s.
fregnum af tímamótum (giftingum, skírnum og
andlátum), sem verið hefur fastur þáttur í blaðinu
frá upphafi, og einnig ýmsum tilskrifum öðrum.
Norðurslóð þakkar Jóni Helga og fjölskyldu hans
allt þeirra starf hér í prestakallinu og óskar þeim
velfarnaðar í nýju umhverfí. Við tökum undir með
skáldinu og segjum:
Sittu ífriði séra Jón
í sókn við holtið langa.
hjhj
Gísli Jónsson:
Nöfn Svarfdæla
og nágranna þeirra 1703-1855
(og að nokkru leyti fyrr og síðar) - 4. hluti
Lítum á fáein nöfn sér á parti:
Anna, sem einnig er títt í gerðinni
Hanna, er úr hebresku Channa og
merkir náð. Anna var kölluð að
væri móðir Maríu meyjar. Messu-
dagar hennar eru 26. júlí og 9.
desember.
Anna var gert að skímamafni
meyja í Noregi á 14. öld og svo
sem öld síðar hér. Utbreiðsla nafns-
ins var hins vegar fremur hæg
framan af, árið 1703 voru Önnur
264, dreifðar mjög um landið. A
fyrri hluta 19. aldar má segja að
nafnið taki undir sig stökk. Að
nokkru leyti fór það saman við tví-
nefnatísku, sjá síðar, því að al-
gengast var unt tvínefndar meyjar
víðast hvar á Islandi fyrst um sinn,
að Anna væri fyrra nafnið. Einkum
vom vinsælar samsetningamar
Anna Sigríður, Anna Margrét,
Anna María og Anna Sof(f)ía. A
okkar dögum þykir hæfa að síðara
nafnið sé eitt atkvæði: Anna Rós,
Anna Rut, Anna Björk.
Arið 1845 voru Önnur orðnar
750, flestar norðan lands og aust-
an, árið 1910 voru þær 1391, nú í
þjóðskrá um 4700. Arið 1845 voru
26 Önnur í Svarfaðardalshreppi
hinum foma og hafði þá fjölgað
mikið á skömmum tíma.
Halldór(r) er fomnorrænt nafn og
var afar vinsælt, 18 í Landnámu og
38, hvorki meira né minna, í Sturl-
ungu. Erfitt er að átta sig til hlítar á
nafnliðunum stein og Itall, en rétt
að minna á að forfeður okkar voru
sagðir trúa á stokka og steina, sbr.
áður um Atla jarl. Síðari hluti
nafnsins Halldór er vafalítið orð-
inn til úr Þór(r). Heildarmerkingu
vinsælla nafnliða, sem settir eru í
eitt, er erfitt að ráða. En þarna er
vaflaítið skírskotað til hylli þeirra
goðmagna eða náttúruvætta sem
menn töldu sig hafa traust hjá. Ed-
ward Schröder segir að í nöfnum
felist stutt, skáldleg ósk um vel-
gengni.
Um Hallgrím var áður rætt
nokkuð, og til Arngríms, framar-
lega í þessari ritsmíð, vísast um
síðari liðinn.
Halldór hefur orðið eitt af vin-
sælustu karlheitum á íslandi, hefur
komist upp í 16. sæti, og nú eru í
þjóðskránni 1868.
Hallgrímur hefur aldrei náð við-
líka hylli, síst á Suðurlandi. Arið
1910, er 205 íslendingar hétu Hall-
grímur, vom 45 þeirra fæddir í
Eyjafjarðarsýslu og 26 í Þingeyjar-
sýslu. Nafnið heldur prýðilega hlut
sínum í þjóðskránni núna.
Jóhanna kemur til okkar úr dönsku,
sjá Jóhann rétt bráðum, og áður
Anna. I Noregi var það haft að
skírnarnafni a. m. k. frá 16. öld og
hér frá 17. Lengi vel hétu þessu
nafni fáar íslenskar konur og helst
vestanlands. A 19. öld fjölgaði
geysilega, og Jóhönnur í Svarfað-
ardalshreppi foma voru orðnar 10
árið 1845. Þegar lengra leið fram,
fjölgaði Jóhönnum enn að tiltölu.
Nafnið komst í 8. sæti kvenna yfir
allt landið um síðustu aldamót, en
hefur ekki haldið hlut sínum síð-
ustu áratugi. Þó era Jóhönnur í
þjóðskránni um hálft þriðja þús-
und.
Það er auðvitað best að taka Jó-
hann hér við hliðina á Jóhönnu.
Lítum fyrst á uppranann og þá um
leið uppruna Jóns, því að þetta er
eitt og sama nafn í fyrstunni. Nöfn
þessi eru úr hebresku og táknar
fyrri hlutinn guð (Jehóva) og seinni
hlutinn náð, sbr. Anna. Merking
þessara nafna var þá „sá sem nýtur
náðar guðs“. Ekki var það dóna-
legt. Nú bættist við að tveir miklir
guðsmenn nefndust í grískri gerð
Jóhannes, það er að segja skírarinn
og postulinn. Urðu nöfn þeirra ær-
ið vinsæl um heiminn, og þóttust
margar þjóðir þurfa að breyta þeim
að sinni tungu. Þegar á 11. öld
tókum við upp ensku gerðina Jón,
en seinna þýsku gerðina Jóhann.
Var þá búið að klippa gríska end-
ingu af. En brátt varð þetta allt, og
miklu fleira, að sjálfstæðum nöfn-
um.
Erlendis má minna á rússnessku
Ivan, ítölsku Giovanni, spönsku
Juan, frönsku Jean og írsku Sean
(les Sjon).
Gerðin Jóhann varð að sjálf-
stæðu skímamafni á Islandi á 17.
öld, en það var ekki fyrr en á fyrri
hluta 19. aldar að fjölga tók að
marki, og var sú fjjölgun með ólík-
indum ör á Norðurlandi, einkum í
Eyjafjarðarsýslu. I sýslunni var
nafnið komið í 4. sæti karla og
hafði talan rösklega tífaldast á 30
árum. I Svarfaðardal og Arskógs-
strönd var enginn Jóhann 1801, en
22 árið 1845. Þá er þess að geta, er
tvínefni færðust í vöxt, að Jóhann
varð býsna oft fyrra nafh af tveimur.
Jóhann náði, þegar best lét, svip-
uðum vinsældum meðal karla eins
og Jóhanna meðal kvenna.
Lilja er úr latínu, alþekkt blóms-
heiti, og varð oft tákn Maríu meyj-
ar í bókmenntum. Langþekktast
var það hér vegna hinnar glæsilegu
drápu Eysteins munks sem allir
vildu kveðið hafa.
Nafnið varð fyrst gert að skím-
arheiti meyja hér á 18. öld, og voru
framan af langflestar norðanlands.
Lilja var orðið mjög algengt nafn
um allt Norðurland nema Þingeyj-
arsýslu 1845, en þá var engin ein-
asta t. d. í Rangárvallasýslu, og
enn engin þar 1855.
I Svarfaðardalshreppi hinum
foma vora Liljur orðnar þrjár 1845:
1) Lilja Ketilsdóttir 44 ára Þor-
steinsstöðum Urðasókn
2) Lilja Pétursdóttir 29 ára Blængs-
hóli (Klængshóli) Vallasókn
3) Lilja Sveinsdóttir 17 ára Ytri-
Haga Stærra-Arskógssókn.
Rósa er einnig latneskt blómsnafn
og tákn Maríu meyjar. Sigurður
blindur orti líka mikla hrynhendu
sem Rósa hét.
Rósur vora í Svarfaðardal orðn-
ar stórum fleiri en Liljur 1845, 18
talsins. Nafnið hafði lagt undir sig
Norðurland. Af 259 á öllu landinu
vora 69 í Eyjafjarðarsýslu, 28 í
Húnavatnssýslu, 27 í Skagafjarð-
arsýslu og 31 í Þingeyjarsýslu. Þá
var aðeins sín Rósan í hvorri,
Skaftafells- og Rangárvallasýslu.
Sofía (Soffía) er úr grísku Sophia=
viska. Þetta má sjá í mörgum
fræðiorðum, t. d. philosophy=
heimspeki (bókstafleg merking
„fróðleiksást"). Þá höfum við hirt
úr grísku karlheitið Sophus=spek-
ingur og stundum breytt í Sófús,
svona til þess að það líkist Sigfúsi
ofurlítið.
Sofía var dýrlingur, messudag-
ur hennar 15. maí. Hún átti heldur
en ekki góðar dætur. Svo segir í
Heilagra meyja drápu (um 1400):
Sínar dœtur sigri vœnum
Sofía hafði drottni ofrað,
Fídes, Spes og Kárítas kvceðum,
kristilega er lífið misstu,
o. s. frv.
Eitthvað þykjumst við þekkja
þetta systraval, bæði úr nafnaforða
okkar og af myndum. Ætli við sé-
urn ekki vönust Karítasi, en roms-
an, trú, von og kærleikur, er okkur
ekki mjög framandi. Englendingar
fóra þá leið að þýða þessi nöfn og
gera að kvenheitum; Faith, Hope
og Charity.
Sofía var snemma gert að skím-
amafni á Islandi, ekki síðar en á
14. öld að tali Linds, og er það fyrr
en í Noregi. Nafnið var þó lengi
vel mjög sjaldgæft hérlendis, og
ekki vora nema 17 Sof(f)íur árið
1703, helst norðan og vestan.
Danir höfðu þá lengi vanist þessu
nafni, og meðal bama Lárasar lög-
manns Gottrúps (d. 1721) var
Anna Sofía.
Eins og í sumum dæmum hér
að framan tók konum með nafninu
Sof(f)ía ekki að fjölga til muna fyrr
en á fyrri hluta 19. aldar, óg sú
fjölgun var að mestu bundin við
Norðurland. Árið 1845 vora Sof(f)-
Framhald á bls. 6