Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Side 4

Norðurslóð - 29.01.1997, Side 4
4 - NORÐURSLÓÐ Veðrið og mannlífið í skammdeginu Vallakirkja Góðar líkur á endurbyggingu Veturinn hefur sem af er verið okkur íbúum norðurslóðar eink- ar hagstæður. Snjór hefur verið með minnsta móti og aldrei til vandræða að heitið geti. Litlar áhyggjur hefur þurft að hafa af samgöngum af þeim sökum og sáralítið komið til kasta snjó- ruðningstækja á vegum úti. Þó hefur verið hér ljómandi skíðasnjór og ekkert hægt að kvarta um gæftaleysi á því sviði. Jólaveðrið var eins og það gerist best á jólakortum, hiti rétt undir frostmarki snjór á jörð og á sjálfa jólanóttina var fullt tungl á skaf- heiðum himni sem stirndi af á snjóbreiðunni í næturkyrrðinni. Rímfróðir menn segja að við get- um næst vænst jólanáttar með fullu tungli árið 2134 en þá gæti rétt eins verið skýjað svo það tekur því vart að bíða. Desember var nánast ein samfelld froststilla sem teygði sig langt fram á árið 1997. í áratugi hefur verið fastur liður í janúarblaði Norðurslóðar að gera upp gamla árið með hlið- sjón af veðráttu. Ekki verður þeim vana brugðið í þetta sinn þótt góðæri hafi jafnan þótt minni tíðindi en hallæri. Góðæri var það sem sé til lands og sjáv- ar, bæði í náttúrufarslegu og efnahagslegu samhengi. Sumir Um miðjan janúar urðu loks veðra- brigði. Hann snerist til norðanáttar sem ríkti um nokkurt skeið með hríð svona af og til sem aldrei gat þó flokkast undir verulegt óveður. Víða var þó ófært á tímabili en óþreytt snjóruðningstæki vega- gerðarinnar voru snögg að kippa því í liðinn strax og færi gafst. Þegar þetta er ritað hefur suðlæg átt verið ríkjandi um skeið og hef- ur mikið af þeim snjó sem norðan- áttin færði okkur nú tekið upp aft- ur. Svona getur veðrið hagað sér óskynsamlega stundum. - og mannlífið Að venju höfðu menn eitt og ann- að fyrir stafni um jól og áramót. Ljósaskreytingar settu mjög svip sinn á Dalvíkurbæ og hefur ljósa- dýrðin aldrei verið meiri. Astæðan er e.t.v. sú að fyrir jólin varefnt til samkeppni á sviði jólaljósaskreyt- inga. Dómnefnd komst að þeirri urðu að vísu lítið varir við efna- hagsbatann. Urkoman í heild var 408 mm sem er 20% undir meðallagi. Ekki er það þó neitt metár í þeim efnum því árið 1980 fór úrkoman niður fyrir 300 mm. Mars sló hins vegar persónulegt met. Síðan mælingar hófust á Tjöm hefur mánuðurinn aldrei mælst svona úrkomusnauð- niðurstöðu að fallegust væri skreyting á Svarfaðarbraut 15 (hjá Valda Snorra). Fleiri aðilar unnu til verðlauna og þá voru veitt auka- verðlaun þeim sem öðrum fremur þóttu taka þátt af lífi og sál. A milli jóla og nýárs stormuðu böm á jóla- böll en fullorðnir skemmtu sér m.a. við söng karlakórsins og síðustu sýningar Leikfélagsins á Stútunga- sögu. A gamlárskvöld var að sjálf- sögðu mikið um dýrðir enda veðr- ið eins og pantað, stillt og heiðskírt. Kveikt var í brennu á Sandinum kl. 17.00. Var þar fjölmenni saman komið en einnig þó nokkuð af tröllum, álfurn og púkum. Gamla árið kvaddi síðan með hefðbundn- um hætti og það nýja heilsaði þeg- ar björgunarsveitarmenn mynduðu ártölin með blysum uppi í Böggv- isstaðafjalli. A gamlárskvöld opn- aði Café Menning á nýjum stað þar sem áður hét Sæluhúsið. A jarðhæð fögnuðu menn nýju ári á rólegum nótum en á efri hæð var dansað fram eftir nóttu. Nýja árið virðist leggjast vel í íbúa í svarfdælskum byggðum. At- vinnuástand er gott og víða unnið á vöktum allan sólarhringinn. I frystihúsinu hefur þurft að bæta við fólki að undanfömu. Bygg- ingamenn hafa og í nógu að snú- ast. Skrifstofuhúsnæði Sæplasts kallar á mannskap og í sveitinni er verið að leggja síðustu hönd á fé- lagsheimili. Mál málanna þessa dagana er þó e.t.v. val á nýjum presti en menn hafa beðið spenntir eftir að frétta hver verður eftir- maður Jóns Helga sem nú er tek- inn til við að messa fyrir Langhylt- inga í Reykjavík við góðar undir- tektir þess langþreytta safnaðar. ur. Hitastigið var í kringum frost- mark allan mánuðinn, stillur og sól dag eftir dag. Páskahretið kom í dymbilvik- unni eins og vera bar. Þá snjóaði tölvert þrjá daga í röð og vegir urðu þungfærir víða um land. Þann snjó tók fljótt upp og 21. apríl varð alautt á láglendi. Eftir það festi ekki snjó á jörð fyrr en vetur gekk Nú benda allar líkur til þess að Vallakirkja verði endurbyggð í sömu mynd og áður. A safnaðar- fundi sem haldinn var í byrjun mánaðarins þar sem Iögð var fram kostnaðaráætlun fyrir end- urbyggingu, Iauk safnaðarfólk upp einum munni um það að stefnt skyldi að endurbyggingu hennar. Endanleg ákvörðun um það mál verður þó ekki tekin fyrr en á aðalsafnaðarfundi seinna í vetur. Samkvæmt áætluninni mun endurbyggingin kosta um 15 millj- ónir króna. Tryggingafé eftir brun- ann nemur um 7 milljónum fyrir kirkjuna sjálfa og ríflega 2 millj- ónum fyrir innbú. Með innbús- tryggingunni hefur safnaðarstjóm- in greitt niður áhvílandi skuldir og reiknast svo til að fyrir þær sjö milljónir sem eftir eru megi gera kirkjuna fokhelda. Ovíst er hversu mikils er að vænta úr sjóðum eins í garð á ný, 31. okt. Vorið og sum- arið voru góð, heyskapur hófst um mánaðamót júní-júlí, heyfengur var góður og spretta berja og garða- gróðurs með ágætum. September var óvenju hlýr og um göngur vora allar ár í vexti og sumar kolmó- rauðar, einkum þær sem eiga upp- tök í jöklum. Fannir í fjöllum tók að mestu upp en þær sem eftir lifðu voru dökkar af sandi og aur. I októberbyrjun var settur út hvítur diskur til að sjá hvort vart yrði við öskufall frá eldsumbrotunum í Vatnajökli. A hann kom ekki kom og lykt fundu menn ekki heldur. Veturinn settist að með hægð, nóvember var frostkaldur en mikl- ar stillur og kyrrviðri settu svip sinn á jólahátíðina með fullu tungli á jólanótt. Þá var fagurt um að lit- ast í Svarfaðardal og flestir sam- mála um þetta hafi veri með jafn- bestu árum í manna minnum. áh. ✓ Urkoma og úrkomudagar 1996 Mánuður Úrkoma Úrkomu- mm dagar janúar 8,4 5 febrúar 68,4 18 mars 1,2 4 apríl 36,9 7 maí 6,1 3 júní 24,5 12 júlí 16,8 5 ágúst 22,0 12 september 53,1 17 október 91,0 27 nóvember 64,2 18 desember 15,5 11 Alls 408,1 139 og Húsafriðunarsjóði og Jöfnunar- sjóði kirkna en þaðan verður leitað eftir framlögum. I Jöfnunarsjóðn- um kváðu menn setja það eitthvað fyrir sig hve söfnuðurinn er lítill og ekki sé beinlínis brýn þörf á þrem guðshúsum í Svarfaðardal. Að sögn sóknamefndarkvenna í Vallasókn hefur einnig þó nokkuð fé safnast bæði af kortasölu og frjálsum framlögum en geta má þess að reikningur kirkjunnar er nr. 380 í Sparisjóði Svarfdæla. Frystihús ÚKED: 14 Ólafs- firðingar í vinnu Mikil atvinna er í Frystihúsi KEA á Dalvík þessa dagana og unnið allan sólarhringinn. Búið er að ganga frá viðbót- arsamningi við franska versl- unarkeðju um sölu á fullunn- um þoski, laxi og steinbít. Fyrir áramót voru framleidd 100 tonn til prufu fyrir Frakk- ana og nú vilja þeir 65 tonn til viðbótar í febrúar. Bæta hefur þurft við starfsfólki og hefur frystihúsið í þeim efnum notið góðs af bágu atvinnuástandi á Ólafsfirði ef svo má segja. Hafa 14 Ólafsfirðingar fengið vinnu í frystihúsinu hér en sem kunnugt er hefur Hraðfrystihús Ólafsfjarðar verið lokað vegna rekstrarörðugleika. Hesta- menn, athugið! Vegfarandi hafði samband við blaðið og bað fyrir ábendingu til hestamanna sem stunda reið- mennsku sína eftir að rökkva tekur. I guðanna bænum notið endurskinsmerki eða einhvern annan búnað sem tryggir að þið sjáist í myrkrinu. Endurskins- merki sjást því betur eftir því sem þau eru höfð nær jörðu. Það gerir afar takmarkað gagn þó knapi sitjandi hátt á hestbaki beri slík merki sjálfur. Víða er mikil hálka á vegum um þessar mundir og engin leið fyrir bfl- stjóra að stöðva bíl í einu vet- fangi þó lífið liggi við. Hafið þetta í huga hestamenn! Sparisjóður wlW Svarfdæla, Dalvík Hraðbankinn - opnn allan sólarhrlnginn Heimabankinn - opnn daga og nœtur! Sparisjóðurinn fyrir þig og þína Hestar á útigangi. s Urkomumælirinn talar

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.