Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Qupperneq 6

Norðurslóð - 29.01.1997, Qupperneq 6
6 - NORÐURSLÓÐ Minning Sveinn Vigfússon Fæddur 30. mars 1917 - Dáinn 30. desember 1996 Um hver áramót lítum við gjarnan yfir farinn veg og rifjum upp hvað liðið ár gaf, þroskaði og tók. Árið 1996 gaf okkur hér á þessu heimili þá reynslu að fylgjast með og taka þátt í baráttu Sveins Vigfússonar tengdaföður míns við þann sjúk- dóm, sem hann fékk staðfestingu á að hann væri með fyrir tæpum þremur árum. Á vordögum gekk hann í gegnum mjög erfiðan sjúk- dómskafla en eftir aðgerð, frábæra umönnun lækna og hjúkrunarfólks og ekki síst hans eigin jákvæðni og þrautseigju komst hann til þeirrar heilsu að við fengum hafa hann hjá okkur það sem eftir lifði árs. Hann tókst á við þennan erfiða tíma með ótrúlegu jafnaðargeði þótt honum væri fullljóst að ekki mundu mánuðimir verða margir, sem hann ætti eftir að njóta jarð- vistar og fæstir dagar vom honum þrautalausir. Það bar hann hins vegar ekki á torg fyrir okkur hin og reyndi af fremsta megni að láta sem minnst á því bera. Áttum við í fjölskyldu hans margar góðar sam- verustundir með honum, enda gerði hann alit sem í hans valdi stóð til að lifa sem eðlilegustu lífi og með aðstoð hans einstöku konu Þórdís- ar, tókst okkur að njóta þessara mánaða eins og frekast var unnt. 1 nóvember veiktist hann aftur og dvaldist á FSA í nokkrar vikur en síðan komst hann heim. Þá var heilsan orðin slík, að eingöngu með aðstoð heimahlynningar hér á Akureyri og heimahjúkrunar á Dalvík var honum gert kleift að dveljast heima. Soffía dóttir hans kom heim frá Danmörku og dvaldi með foreldrum sínum um þriggja vikna skeið. Sá tími var þeim ómetanlegur. Eftir að Soffía fór aftur, skiptist hans nánasta fólk á um að vera hjá þeim hjónum á Dalvík þar til um miðjan desem- ber, er hann kom hingað og var hér á heimili okkar þar til hann lést að morgni 30. desember. Við hér, svo og öll fjölskyldan, erum þakklát fyrir þann tíma sem gafst og varð lengri en við þorðum að vona og var okkur svo dýrmætur og þrosk- andi. Sérstakar þakkir eru til hjúkrun- arfræðinganna við heimahlynn- ingu hér á Akureyri, heimahjúkr- unar á Dalvík, lækna og alls starfs- fólks á FSA er annaðist hann af sérstakri natni og hlýju. Einstakur maður hefur nú lokið sínu æviári, hann á eins táknrænan hátt og tvö önnur systkina hans, sem kvöddu einnig á síðustu dög- um ársins, er þau létust. Dagur var að kvöldi kominn og tímabært að búa sig undir hinn langa svefn. Eg minnist þess, hér fyrir mörg- um árum síðan, þegar við Vignir höfðum tekið þá ákvörðun að ganga lífsleiðina saman, spurði hann mig, áður en ég var búin að hitta foreldra hans, hvaða hug- mynd ég væri búin að gera mér um þau. Eg svaraði spumingu hans þá, en það var ekki fyrr en mörgum ár- um seinna, sem ég gerði mér grein fyrir að ég hafði lýst óskatengda- foreldrum. En af hverju? Jú, ég var búin að skynja þá miklu og djúpu væntumþykju og virðingu sem hann bar til foreldra sinna. Aldrei hefur sú mynd máðst í gegnum ár- in. Það mikla og nána samband milli þeirra feðga hélst ætíð og styrktist enn frekar er á leið. I raun var ég alltaf að sjá betur og betur hvaða mann hann Sveinn hafði að geyma og ekki síst þennan síðasta tíma sem hann varð mér hvað nán- astur. Meðfædd kurteisi, hógværð, snyrtimennska, hjálpsemi, sam- viskusemi og ekki síst hans ein- læga trú á hið góða í lífinu og manneskjunni einkenndi hann. Hann gat oft verið mjög gaman- samur og alveg fram að síðustu dögunum gat hann séð spaugilegu hlutina við tilveruna. Sveinn var mjög vinnusamur og vandvirkur maður og hef ég á tilfinningunni að sjaldan hafi verið geymt til morguns það sem hægt var að gera í dag. Sérhlífni var hugtak sem Sveinn þekkti ekki og oft hef ég í huga mér álitið að hans athafnir hafi mótast mjög af því unthverfi sem hann ólst upp í. Sá sem elst upp á milli hárra fjalla velur ekki alltaf auðveldustu leiðina, oft ekki síður þá stystu, þótt hún sé mun erfiðari, ef hún er fljótfamari og skilar betri árangri. Þau hjónin voru mjög samhent í þessum mikla dugnaði og tileink- uðu börn þeirra sér öll sama vinnu- lag. Fá verkefni virtust mér Sveini finnast óleysanleg og átti hann með verklagni sinni og áræðni yfirleitt lausn á málum. Smiður var hann einstakur þótt ólærður væri til slíkra verka og eru margir fallegir munir til eftir hann og eigum við hér á þessu heimili ómetanlega hluti sem hann smíð- aði. Eitt af því sem Sveinn hafði mikla ánægju af var að ferðast og sú ánægja var svo einlæg, að það eitt að ferðast með honum og upp- lifa þessa ánægju gaf hverri ferð sérstakt gildi. Hann var vel að sér í landafræði, bæði innanlands og ut- an. Fannst okkur stundum að hann þekkti staðina áður en hann kom á þá og var síðan sérstaklega minn- ugur á þá staði, þar sem hann hafði komið. Ein þeirra ferða er við Vignir fórum með honum er mér afar minnisstæð. Þá bjuggum við á Selfossi og hann kom í heimsókn að hausti til. Við fórum í einstak- lega fallegu veðri í ökuferð austur í Rangárvallasýslu. Þegar við stóð- um á hlaðinu á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð og hann horfði yfir vellina, var eins og hann þekkti þetta um- hverfi því sem næst eins vel og heimahagana, svo vel var hann með á sögu staðarins. Sú mikla gleði og ánægja yfir að fá að upp- lifa þessa stund var eitthvað sem hann naut lengi. Hann Sveinn var ekki bara ein- stakur faðir og tengdafaðir, hann var ekki síðri afi. Það eru forréttindi allra barna að fá að kynnast og njóta samskipta við afa og ömmur. Bömin okkar hafa verið svo lánsöm að vaxa upp í nánu sambandi við afa sinn og ömmu á Dalvík. Ofáar hafa heim- sóknimar verið til þeirra og oft dvöl um tíma, ef þannig hefur staðið á. Eiga þau góðar minningar um mann sem gat ekki verið betri afi en hann var. Umburðarlyndur, mildur og hugmyndaríkur við að stytta stundir. Eitt lýsandi dæmi langar mig til að nefna um hans mikla skilning á bamssálinni. Yngsta dóttir okkar þjáðist mjög af feimni um tíma og var það yfirleitt svo að ef einhverjir komu, lét hún sig hverfa inn í herbergi jafnvel þótt um kunnuga væri að ræða. Þegar þau komu hér Sveinn og Þórdís í heimsóknir vantaði hana yfirleitt í hópinn. Fljótlega hvarf Sveinn af vettvangi en und- antekningarlaust, eftir dágóða stund, komu þau saman fram hönd í hönd og voru ekki höfð nein orð þar um. Það væri hægt að segja svo margt fleira um Svein, en ég vona að þessi orð gefi öðrum sem hann þekktu aukið innsæi í þann mann sem hann hafði að geyma. Auðvitað er tómið stórt og sökn- uðurinn sár þegar þessi góði mað- ur er ekki lengur á meðal okkar, en við höfum líka svo óendanlega mikið fyrir að þakka . Minningam- ar tekur enginn frá okkur og þær er gott að eiga. Elsku Þórdís og þið öll,. sem er- uð honum skyld eða tengd, megi góður Guð styrkja ykkur á kom- andi tímum. Söknuður og sorg hverfa aldrei, en það lærist að lifa með því. Þakklæti og dýrmætar minning- ar verða efst í huga þegar frá líður. Valdís Gunnlaugsdóttir Nöfn Svarfdæla Framhald afbls. 2 íur á öllu landinu 194 (34 hétu svo síðara nafni), og voru 46 í Eyja- fjarðarsýslu, 18 í Þingeyjarsýslu, 17 í Skagafjarðarsýslu og 16 í Húnavatnssýslu. Þá var engin í Skaftafells- eða Rangárvallasýsl- um, né heldur Vestmannaeyjum. Á því svæði, sem hér er fjallað um, hafði Sof(f)íum tjölgað úr þremur í 18 á 44 árum. Þeim sem þetta skrifar, er það mikil ráðgáta, hvers vegna hið tvö- falda/-hljóð í Stefán (Steffán) gekk til baka, en hélst í Soffía. Að vísu heita örfáar konur Sofía í þjóð- skránni núna, en það er ekki al- mennur framburður, heldur gert af einhvers konar sérvisku eða að er- lendri fyrirmynd. Hins vegar veit ég ekki til þess, að nokkur Islend- ingur heiti *Stejfán. Soffíur í þjóðskránni eru nú um 700. Það er alloft síðara nafn af tveimur, t. d. Anna Soffía. Sú sam- setning var meira að segja komin í Eyjaförð á 18. öld, enda Anna Sofie (1693-1743) merkileg kon- ungsfrilla og síðar drottning í Dan- mörku. Eitt frægasta germanskt karlheiti fyrr og síðar er Sigurður, allt frá Sigurði Fáfnisbana, en því miður höfum við ekki fæðingarvottorð hans. Þetta er hermanns heiti og á að tákna að sá hermaður sé sigur- sæll eða vel varinn í orustunni, enda er til hliðarmyndin Sigvarð- ur, sbr. Sivert í dönsku. Síðari hluti nafnsins á sér þá hliðstæðu í val- kyrjuheitum og þar með kvenheit- um sem enda á vör=, „sú er ver (eða er vemduð)“, sbr. Asvör og Steinvör. Seint yrðu taldir allir þeir kapp- ar og konungar sem Sigurður hafa heitið í sögum og kvæðum, og reyndar líka á landi veruleikans. Er 39 Sigurða getið í Sturlungu. Skemmst er og af því að segja að árið 1703 var Sigurður fjórða al- gengasta karlheiti á Islandi öllu, á eftir þeim Jóni, Guðmundi og Bjarna. Sigurður undi ekki lengi í 4. sæti og ruddi Bjarna þaðan fljót- lega. Hélt Sigurður 3. sæti langa hríð og fór auk heldur upp í annað íþjóðskránni 1982. Sigurðum hefur yfirleitt verið jafnt dreift á landshluta, og vel þóknaðist það mönnum við utan- verðan Eyjafjörð. Á svæðinu okk- ar, sem ég nefni nú svo í styttingar skyni, fjölgaði úr 19 í 35 frá 1801- 1845. Mætur þær, sem Eyfirðingar höfðu á kvenheitinu Sof(f)ía, hygg ég að leitt hafi til þess að í þeirri sýslu spratt upp nafnið Sófonías, skrifað með mjög breytilegum hætti. Það er líka talsvert frábmgðið hebresku hliðstæðunni sem er einna helst Zephaniah=“guð hefur geymt, guð hefur varðveitt sem gimstein“ eða eitthvað í þá veru. Minna verður á að í hebresku tömdu menn sér samhljóðaskrift, þannig að oft verður að ráða í hvert sérhljóðið eigi að vera á milli sam- hljóðanna. Því verða til tvímyndir eins og María og Miriam. En ég held að Eyfirðingar hafi sett nafnið Sófonías (Zophonías, Sojfonías) í samband við kvenheitið Sof(f)ía, þó það sé af allt öðmm uppruna, svo sem fram er komið. Þetta karl- heiti kemur ekki fyrir fyrr en í manntalinu 1816, og 1845 hétu fimm Sófonías, allir Eyfirðingar, elstur Sófónías Benjamínsson á Sökku fyrmefndur, en fæddur í Hólasókn í Eyjafirði fram. Síðan breiddist nafnið út til næstu sýslna, og mönnum, er svo hétu, fjölgaði talsvert, urðu flestir 52 í manntal- inu 1910. Nú em um 30 í þjóð- skránni, og þar fyrir utan gerðin Sojfanías, en svo heita örfáir. Framhald í nœsta blaði Þorrí byrjor Þorramatur í úrvali Útbúum þorramat í trog fyrir smœrri eða stcerri hópa Pantið tímanlega! SVARFDÆLABUÐ S í MI : 4 6 6 3 2 1 1 - 4 6 6 1 2 0 2

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.