Norðurslóð - 17.12.1997, Page 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi: Rimar ehf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini. Sími 466-3370.
Netfang: hjhj@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: joant@centrum.is
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555
Tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth @ isholf.is
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Svo undaríígt að mða
7L A. 'tirtrrson i pýðwgu
tiöDvars (juDmundssonar
Latj: Car(Xjtístn
nf . , | i
—j J—j 'j—
\ ^ ' r ■ rt f jr f r WT r
1 Svo und-ar-lcgt aö ræö - a og ann-ar-lcgt að sjá að
( 2 Sér hrcið-ur bygg- lr star - inn, þar hjúfr-ar ung-lnn kær, og
3 Nci, hjart - a mitt skal ver - a þér hæl -1, Jes - ú minn, þar
!pre-|d|z: . T J i i J J JJJ-i- J.
Svo undarlegt
að ræða
Ljóð: H. A. Brorson. Lag: Carl Kjelsen.
Þýðandi: Böðvar Guðmundsson.
Svo undarlegt að ræða
og annarlegt að sjá
að kóngur hæstra hæða
í kaldri jötu lá,
að ljósið lífsins sanna
og lífsins orðið milt
skal hrekjast meðal manna
í myrkrum húsavillt.
Sér hreiður byggir starinn
þar hjúfrar unginn kær,
og villidýraskarinn
í viði náttból fær,
í skjóli vænna veggja
sér vígi margur á:
Skal lausnarann þá leggja
á laun í jötustrá?
Nei hjarta mitt skal vera
þér hæli Jesú minn,
þar bústað skal þér gera,
ég býð þér glaður inn,
og gjöld skal enginn greiða
í griðum þessa ranns,
þar skal ég rekkju reiða
í reifum kærleikans.
Bakkabræður
Ný útgáfa segir þá
búsetta í Fljótunum
Bakkabræður bíða eftir að grauturinn kólni að Hólum. Myndskreyting
Kristínar Arngrímsdóttur úr bókinni.
Norðurslóð hefur oft brýnt
fyrir mönnum nauðsyn
þess að Svarfdælir nýti
sér bræðuma þrjá, Gísla,
Eirík og Helga frá Bakka, í því
skyni að laða ferðamenn að daln-
um. Bent hefur verið á að fleiri
vilji eigna sér bræðurna og nú er
ekki seinna vænna að gera eignar-
nám í þeim Bakkabræðrum því ný
útgáfa af sögum þeirra setur þá
kyrfilega niður í Fljótunum.
Það er bókaútgáfan Mál og
mynd í Reykjavík sem hefur gefið
út nýja bók með sögum af bræðr-
unum þremur og er hún fallega
myndskreytt af Kristínu Arngríms-
dóttur. Að sögn útgefanda, Stein-
gríms Steinþórssonar, þótti rétt að
taka af öll tvímæli um lögheimili
bræðranna í þessari útgáfu.
I Þjóðsögum Jóns Amasonar
eru til tvær útgáfur af sögunum um
Bakkabræður. I annarri útgáfunni
eiga þeir heima í Fljótum, en í
hinni í Svarfaðardal. Síðamefndu
útgáfunni fylgir hins vegar neðan-
málsgrein Jóns um að Bakki muni
vera í Fljótum. Að sögn Steingríms
eru öll kennileiti óljósari í eyfirsku
útgáfunni og ekki hægt að átta sig
á því hvar þeir búa. Öðm máli
gegni hins vegar um skagfirsku út-
gáfuna, þar séu margar tilvísanir í
þekkt kennileiti og bendir hann á
eftirfarandi sögu því til staðfest-
ingar:
Bakkabrœðw gistu eitt sinn á
Hólum í Hjaltadal. Vildu þeir wn
morguninn hraða sér á stað til að
ná heim um daginn, en létu þó til-
leiðast að bíða eftir heitum graut
sem þeim var boðinn um morgun-
inn. Þegar grauturinn kom var hann
svo heitur að þeim kom saman um
að það vœri ógerningur að bíða
eftir að hann kólnaði svo að hann
yrði étandi, en eins affaragott mundi
verða fyrir sig að gína yftr guf-
unni. Tóku þeir nú það ráð að þeir
göptu yfir henni uns þeir hugðu
komna saðning sína. Riðu þeir svo
afstað. En þegarþeir voru komnir
út hjá Sleitustöðum, sem nú er ysti
bœr í Hólasókn, hefst einn þeirra
máls á því að þeim hafi gleymst að
þakka fyrir matinn. Sneru þeir þá
til baka heim að Hólum til að
þakka fyrir matinn.
Hver samdi?
Þama ber ekki á öðru en að þeir
bræðurhaft tekið stefnuna út Hjalta-
dal en ekki upp á Heljardalsheiði
eins og eðlilegt væri ef þeir hefðu
átt heima í Svarfaðardal.
En nú ber þess að gæta að það
hefur aldrei þótt sérstaklega eftir-
sóknarvert hér á landi að vera tal-
inn heimskur. Það gæti skýrt tregðu
manna, jafnt í Fljótum sem í Svarf-
aðardal, til að eigna sér þá bræður.
Og vel mætti hugsa sér að það
hefðu verið Eyfirðingar sem hefðu
komið sögunum um Bakkabræður
úr Fljótum á kreik í því skyni að
gera nágrönnum sínum grikk. Og
svo hafi Fljótamenn svarað fyrir
sig með því að skila bræðrunum
aftur austur yfir heiði.
En hvað sem því líður vil ég
ítreka þá skoðun mína að Bakka-
bræður eru tilvalið efni í ferða-
mannabeitu og algjör synd að þeir
skuli liggja óbættir hjá garði af
þeirri ástæðu einni að menn veigra
sér við að taka þá upp á sína arma
af ótta við orðsporið. -ÞH
Jóhannes úr Kötlum:
Af endalokum
Bakkabræðra
Hin nýja útgáía af sögunum um Bakkabræður
eru enn eitt dæntið um það þegar íslenskir
listamenn sækja sér efnivið í þessar vinsælu
sögur. Eitt þeirra skálda sem hefur spreytt sig á sög-
unum er Jóhannes úr Kötlum sem batt nokkrar sögur
í kvæði og gaf út fyrir mörgum árum. I þeirri útgáfu
eru líka myndir eftir Tryggva Magnússon. Hér á eftir
fer eitt kvæða Jóhannesar en það heitir Herskipið og
greinir frá endalokum þeirra bræðra, Gísla, Eiríks og
Helga.
„Uppi á himins bláum boga“
blikar mikill stjarnafjöldi.
Yfir fjallsbrún föla gægist
fullur máni á sumarkvöldi.
Ægilegur er hann sýnum,
eins og vilji ‘ann heimi granda.
Eiríkur og Helgi á hlaði
liissa og óttaslegnir standa.
Upp á þetta undur góna,
- í því skynja bráðan dauða:
rautt er þetta stóra, stóra,
stórt er þetta rauða, rauða.
Aldrei séð þeir áður hafa
aðra eins skepnu á himinslóðum.
Og til næsta og efsta bæjar
æða þeir með skrítnum hljóðunr.
Hitta bónda í bæjardyrum,
benda á tunglið, augum gjóta,
Myndskreyting Tryggva Magnússonar af þeim Eiríki
og Helga að skoða tunglið
spyrja í hljóði, hver sé þessi
hræðilega skepna og ljóta.
Bóndi glottir, svarar síðan,
- segir þetta herskip vera.
Þá þeir hálfu verri verða,
- vita naumast hvað skal gera.
Samt þeir eins og örskot flýja
undan þessum heimsins voða
inn í fjós og að sér loka,
upp í hverja smugu troða.
Ekki meira af þeim segir,
(- urðu kannske hungurmorða.)
En undan herskips andstygðinni
alténd tókst þeim sér að forða.
Þannig var það alla ævi,
- einatt völdu þeir það rétta.
Aldrei, aldrei bjuggu á Bakka
bræður slíkir eftir þetta.