Norðurslóð - 17.12.1997, Side 7
NORÐURSLÓÐ —7
nokkum hátt afgerandi fyrir næringu heimil-
anna, til þess er það allt of lítið. Heimilin
kaupa til heils árs hálfa til heila tunnu mjöls
hvert fyrir fimm til tíu manna heimili, stund-
um tvíbökutunnu og grjón ef menn eru vel
stæðir og heimilið fjölmennt. Kaupstaðar-
varan virðist ef til vill fyrst og fremst eins
konar lúxus, ætluð til að lífga örlítið upp á
tilveruna, auka fjölbreytni og úrval í kosti.
Menn hafa fyrst og fremst komist af á því
sem búið lagði til af mjólkurmat, því sem
dregið var úr sjó af fiski og kjöt var haft til
hátíðarbrigða.
Bú manna voru ótrúlega lítil á okkar tíma
mælikvarða. Jón Einarsson á Syðri-Más-
stöðum átti t.d. þrjár kýr, 25 kindur og þrjú
hross, reyndar um 1800 og Þorsteinn Hall-
dórsson á Hæringsstöðum átti árið 1773
þrjár kýr, 16 ær og þrjú hross eins og Jón.
Kýmar og æmar gáfu þó að öllum iíkindum
mjólkurmat sem dugði fyrir þörfum heimilis
eins og þeirra. Arið 1762 voru fimm í heint-
ili hjá Jóni og sjö hjá Þorsteini. Fiskveiðar
hafa verið ákaflega mikilvægur liður í af-
komu hvers heimilis, og þess er getið urn
einn bónda að hann hafi verið mjög fátækur,
meðfram vegna þess að hann gat ekki vegna
heilsubrests sinnt sjósókn.
ur. Um nokkra bændur er þess sérstaklega
getið ef þeir voru vinir prestins, t.d. Egill í
Dæli og Bjöm í Syðra-Holti. Um Skeggja á
Tungufelli er sagt að hann hafi verið vel gef-
inn, en hafi hins vegar verið mjög upp á kven-
höndina og sagður „ósvífinn“ í þeim efnum.
Hann var ekki einn um það í ætt hans, bæði
bróðir hans og sonur voru greinilega miklir
kvennamenn. Ekki er tekið fram um þessa
menn að þeir hafi verið frómir dánumenn.
Reikningur Bóthildar á Steindymm stend-
ur sem fulltrúi fyrir fátækasta hluta bænd-
anna. Sá hópur var fremur fámennur, fimm
bændur fylltu hann. Þeir voru flestir á rýrum
jörðum í innri hluta dalsins eins og Þor-
steinstöðum, Klaufabrekknakoti, Göngu-
staðakoti eða Steindyrum. Bóndinn á Þor-
steinsstöðum, Flóvent Einarsson átti konu,
Þórdísi Gísladóttur, sem var mikill kven-
skörungur, þótt þau hjón væru fátæk. Þegar
fé var skorið niður vegna fjárkláða stóð kon-
an upp á manntalsþingi og „kvaddi sér
hljóðs. Beindi hún orðum sínum til sýslu-
manns og taldi það freklegt lagabrot að
drepa ósjúkar kindur, svo sem gert hafði ver-
ið. Kvaðst hún óska og vænast Guðs hefndar
á þeim mönnum, sem orsakað hefðu þennan
fjárskurð", eins og segir í Svarfdælingum.
Mannamunur
Ljóst er að talsverður mannamunur hefur
verið í dalnum. Sumir bændur eins og Bjöm
í Syðra-Holti, Jón á Bakka, Egill á Dæli, Jón
á Hreiðarsstöðum, Asmundur á Þverá og
Skeggi í Tungufelli voru vel stæðir, og kem-
ur það bæði fram á verslunarreikningunum
og í umsögnum um fjárhag þeirra í ættfræði-
ritinu Svarfdælingar: Þeir vom vel bjargálna,
og bjuggu líka á góðum jörðum. Reikningur
Björns í Syðra-Holti 1761 er hér birtur sem
dæmi um verslun þessa hóps. Alls töldust
átta bændur til þessa hóps. Ur honum komu
þrír hreppsstjórar, Jón á Hreiðarsstöðum,
Björn í Syðra-Holti og Jón á Bakka. Hrepps-
stjórar vom þá kallaðir allir þeir sem í hrepp-
stjóm vom og áttu líklega að vera fimm, og
hafa hinir tveir sennilega verið í Vallasókn.
Aðrir bændur voru flestir bjargálna, t.d.
Bessi á Auðnum, Þorleifur á Göngustöðum
Verslun pr. viðskiptamann
í nokkram sveitum 1760. Almennt bænda-
fólk (embættismönnum sleppt)
Svarfaðardalur 2,5 vættir
Ongulsstaðahreppur 3,8 -
Fljótshlíð 2,9 -
Sandvíkuhreppur 1,4 -
Hreppar 1,0 -
og Þorkell á Jarðbrú, og kemur líka í ljós að
verslun þessara bænda er yfirleitt talsvert
minni. Reikningur Bessa er birtur hér og er
hann dæmigerður fyrir hina bjargálna bænd-
ur, en þeir töldust vera 18. Umsagnir um
lyndiseinkunn margra þessara bænda, bæði
þeirra sem voru vel bjargálna og þeirra sem
vora bjargálna era keimlíkar: Þeir era frómir
dánumenn, fróðir og greindir og glögg-
skyggnir. Þetta er raunar einnig sagt um einn
af fátæklingunum, Jón á Steindyram. Jón á
Hreiðarsstöðum, vel stæður bóndi, er talinn
mikill greiðamaður og vinsæll, gestrisinn og
rausnarlegur. Þess er einnig getið um Ara
prest á Tjöm að hann hafi verið vinsæll í
sveitinni, þótt hann hafi ekki verið mjög rík-
Tveir skera sig úr
Tveir bændur skera sig úr þessu mynstri vel
bjargálna bænda á góðunt jörðum með mikla
verslun, bjargálna bænda á meðaljörðum með
verslun í meðallagi og fátækra bænda á rýrum
jörðum með litla verslun: Sá bóndi sem versl-
aði langmest var Sigurður Jónsson á Hóli, og
er hann aðeins talinn bjargálna í Svarfdæling-
um. Sigurður bjó ekki á sérlega stórri jörð, en
af einhverjum sökum virðist hann hafa verslað
mikið. Kannski var hann svona duglegur og
dæmi um einstaklingsframtak á einokunaröld.
Síðan er það Láras Scheving á Urðum, sem er
eini maðurinn í þessum hópi sem tilheyrði
yfirstétt landsins. Hann er einfaldlega talinn
ríkur, og skömmu eftir þetta varð hann klaust-
urhaldari, fékk umsjón með hluta Munkaþver-
árklaustursjarða, þeim hluta sem var í Þing-
eyjarsýslu. Slíkt fengu aðeins ríkir menn með
góð sambönd og góðar tekjur voru af þannig
umboðum.
Oddur á Atlastöðum þótti lítill búmaður,
en mesti fjör- og gleðimaður. Hann flutti
suður í Þingvallasveit og þaðan í Kjós og
varð einn forfaðir hinnar frægu Engeyjarætt-
ar, semsé forfaðir núverandi menntamála-
ráðherra.
Annars er einkennandi fyrir þann hóp
bænda sem bjó í Tjarnar- og Urðasóknum á
þessum tíma að þeir bjuggu óskaplega lengi
á jörðunum. Meðalbúskaparlengd þessara
bænda á þeim jörðum sem þeir eru skráðir á
í Krambúðarbækumar var 18 ár. Búseta í
Svarfaðardal virðist hafa verið afar stöðug
frá því harðindunum linnti um 1758 þar til í
Móðuharðindum, og jafnvel fram yfir það.
Ymsir þeirra bænda sem taldir vora gáfu-
menn og fróðir áttu bækur eða eiga eftir sig
skráðar sögur. Þar má nefna Þorstein á Hær-
ingsstöðum sem átti lögbókina Jónsbók í
handriti og margar fleiri bækur, og Jón Guð-
mundsson í Ytra-Holti, en huldufólkssaga
eftir hann er til skráð.
Hvað má þá segja um áhrif einokunar-
verslunarinnar á þetta samfélag? Hún er tal-
in hafa mergsogið landið og staðið framför-
um fyrir þrifum. Eins og ég gat um í upphafi
er lítill munur á yfirbragði reikninga á 18.,
Hjartanlegar Þakkir til ættingja og vina nær og fjær
sem glöddu mig og samfögnuðu með kveðjum,
gjöfum og tónlist í tilefni sjötugsafmælis míns
18. nóvember sl. - Gleðileg jól!
Jóhann Daníelsson
Öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og heillaóskum á áttræðisafmæli mínu 6.
desember sl. þakka ég af alhug og bið þeim
blessunar, um leið og ég óska þeim gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári
Lifið heil!
Hjalti Haraldsson
Ytra-Garðshorni
Nokkrir reikningar 1761
Bessi Arngrímsson Auðnum
Debet Kredit
21. ágúst 21. ágúst
3/4 tunna mjöl 66 fiskar 13 par hoser @ 8 fiskar 104 f.
5 pottar brennivín 30 - 1 par ditto 8 -
6 pund tóbak 66 - 3 par ditto 18 -
? 18 - 28 par puls @6 fiskar 112 -
2 kútar grjón ? 12 -
brýni 4 -
Salt 7,5 -
11. sept
Léreft 5 -
? 6 - í soyder 115 f.
2 pör tréskór? 10 -
2 st. jám 24 -
2 pund tóbak 22 -
Plys 15 -
Rjól 8 -
Nál 6 -
Brennivín 1,5 -
Fiil 8 -
Tóbak 20 -
Alls 2,117 2,117
Bjarni Halldórsson Syðra Holti
Debet (úrdráttur) Kredit
29. júlí 1. ágúst
1 pund tóbak 11 fiskar Blpdfisk 24 f.
102 pör púlssokkar @ 4 f. 3 v. 48 -
23 pör hosur @ 8 f. 1 v. 64 -
1. ágúst 4 pör ditto 28 -
3 stk. treyjur @ 40 f. 1 v.
1 tunna mjöl 87 fiskar 2 stk. ditto @ 30 f. 60 -
t/2 tunna T.B. (tvíbökur ?) 33 - 4 pör púlss. 16 -
2 kútar grjón 12 - Hr. Jón Jónsson á Guðrúnarst 40 -
3 stangir (?) járn 36 -
1 tunna ....o.s.frv. 11. sept.
1 pottur vín 5 -
6 pund tóbak 66 - í spyder 2 v. 60 -
Strigi 6 - Vörur f. 20 fiska
Klæði 49 -
Samt. 1,06
Alls 10,00 10,00
Bóthildur Hjálinardóttir Steindyrum
Debet Kredit
Agúst Ágúst
1/2 tunna mjöl 22 fiskar 26 pör púlssokkar 104 f.
3 pottar brennivín 18 - 2 pör hosur 16 -
7 pund tóbak 77 -
? 3 -
Alls 1,000 1,000
19. og jafnvel 20. öld, og ólíklegt að versl-
unarhættir hafi skipt sköpum um afkomu
þessara bænda, sem að svo miklu leyti
byggðu á eigin sjálfsbjargarviðleitni, á fram-
leiðslu búanna sjálfra. Þetta er hins vegar
afar flókið mál - hefðu fiskveiðar t.d.
blómgast fyrr og fiskútflutningur hafist frá
Norðurlandi löngu áður, hefði einokunar-
verslunin ekki verið? Raunar gerðist það
ekki fyrr en um 1880, en þá hafði einokunar-
verslunin legið í gröf sinni í nærri hundrað
ár, svo varla verður henni kennt um það. Við
verðum að leita að öðrum orsakavöldum um
ætlaða stöðnun Islands á 18. öld, en raunar
virðast Svarfdælingar hafi verið furðu vel
bjargálna um þetta leyti. Borið saman við
önnur evrópsk bændasamfélög á þessum
tíma virðist svarfdælskt bændafólk bara hafa
haft það ágætt þegar á heildina er litið.
Athyglisvert er að við þessa yfirferð um
Svarfaðardal upp úr 1760 rakst ég á að
minnsta kosti þrjá svarfdælska hermenn í
liði Danakonungs. Þetta voru synir vel
stæðra bænda eða prestsynir. Ekki hefur svo
ég viti til mikið verið skráð um þáttöku ís-
lendinga í her Dana á einveldistímanum, en
það er mikið og merkilegt rannsóknarefni
hafi verið að minnsta kosti þrír úr hverri ís-
lenskri sveit í her Dana á þessum tíma. Erum
við þá eiginlega komin aftur þangað sem við
byrjuðum, til Danmerkur, og á vel við að
þessu stutta og sundurlausa spjalli í tilefni af
verslun Svarfdælinga á einokunartímanum
ljúki þar.
íbúar Dalvíkurprestakalls
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól
og farsælt komandi ár!
Magnús G. Gunnarsson
og fjölskylda
Sendi vinum og ættingjum á Dalvík og í
Svarfaðardal sem muna eftir mér innilegar jóla- og
nýárskveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Frímann Sigurðsson
Hrafnistu, Hafnarfirði