Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.06.2002, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Að loknum kosningum Þennan mánuð bar það helst til tíðinda hér í Dalvíkurbyggð að myndaður var nýr bæjarstjórnarmeirihluti í kjölfar kosn- inganna og munu Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn fara með völd hér næstu fjögur árin ef að líkum lætur. Norðurslóð býður fyrir sitt leyti nýja bæjarstjórn velkomna til starfa og þakkar þeirri gömlu gott starf á liðnu kjörtímabili. Kosningar fóru hér tiltölulega friðsamlega fram og lítið var um væringar með mönnum. Kosningaþátttaka var um 84% sem verður að teljast nokkuð gott. Þegar kosningar standa fyrir dyrum fara hin pólitísku framboð jafnan á stúfana í leit að pólitískum ágreiningsmál- um og snöggum blettum hjá pólitískum andstæðingum. Oft reynist það erfitt í litlu samfélagi sem okkar þar sem flestir eru sammála um forgangsröð hlutanna í megindráttum og ná- lægðin milli manna er svo mikil að erfitt er að berja frá sér án þess að höggið komi á nákomna ættingja eða vini. Stundum heyrast þær raddir að pólitískar kosningar séu hreinn skrípa- leikur í okkar litla samfélagi og þeir sem lengst ganga segjast hreinlega ekki taka þátt í svona vitleysu. Fyrir vikið er langt frá því auðvelt að fá gott fólk til þátttöku í opinberum málum og þarf oft mikla eftirgangsmuni til að menn gefi kost á sér á framboðslistum flokkanna. Menn skyldu þó ekki gleyma því að þetta er það sem við köllum lýðræði. Lýðræði og tjáningarfrelsi eru mannréttindi sem aðeins fáir jarðarbúar njóta. A hverjum degi heyrum við fréttir af blóðugri baráttu manna og kvenna víðsvegar um heim sem tilbúin eru að fórna lífinu fyrir þau réttindi sem við lítum á sem sjálfgefin; réttinn til að ráða sjálf hverjir fara með stjórn mála í landinu og réttinn til að tjá sig án afskipta yfirvalda. Þeir eru jafnvel til hér sem finnst kosningarétturinn svo fáfengilegur að þeir nenna ekki einu sinni að nota hann. Við getum að vísu verið nokkuð ánægð með að enn skulu þó 84% manna sjá ástæðu til að kjósa. Nýlega bárust fregnir Frakk- landi þar sem pólitíski öfgamaðurinn Le Pen náði uggvænleg- um árangri í kosningum einkum og sér í lagi fyrir þær sakir að franskir kjósendur sátu heima og nýttu ekki kosningarétt sinn. Slíkar féttir eru ekkert einsdæmi í Frakklandi og mjög víða í lýðræðisríkjum Evrópu og Ameríku er pólitískt áhuga- leysi almennings slíkt að til vandræða horfir. Það eru gömul sannindi og ný að pólitískt vald spillir leið- togum ef þeir sitja of lengi að völdum og fara að líta á það sem sjálfgefið. Þess vegna er val á milli raunverulegra valkosta í lýð- ræðislegum kosningum nauðsynlegt aðhald fyrir alla stjórn- málamenn, hvort heldur ríkisstjórnir eða sveitarstjórnarmenn. Og jafnvel í litlum sveitarfélögum eins og Dalvíkurbyggð þar sem stjórnmálaágreiningur er ekki meiri en svo að menn geta vart með góðu móti grafið upp eitt pólitískt ágreiningsmál til að þrasa um vikuna fyrir kosningar er þetta aðhald á þá sem með stjórnina fara lífsnauðsyn fyrir þá sem hér búa. Þess vegna getum við hvort sem úrslit kosninganna voru okkur að skapi eða ekki verið glöð og þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að kjósa í síðasta mánuði og leggja okkar veigamikla skerf að mörkum fyrir lýðræðislega stjórnarhætti og gott og heilbrigt mannlíf í Dalvíkurbyggð. hjhj Hestamannafélagið Hríngur 40 ára Hestamannafélagið Hringur varð 40 ára 16. júní sl. og hélt upp á af- mælið með glæsibrag sl. laugardag. Dagskráin hófst með hópreið um götur Dalvíkur kl. 11 á laugardagsmorgun en kl. 2 hófst dagskrá á at- hafnasvæði félagsins í Hringsholti. Var þar mikið um dýrðir, fánareið, töltsýning, afkvæmasýningar svarfdælskra kynbótahrossa en há- punktur hátíðarinnar var vígsla á nýju reiðgerði í norðurhluta hest- hússinns í Hringsholti. Þar var m.a. frumfluttur nýr „Þjóðsöngur“ Hringsmanna sem þeir Þórarinn Hjartarson og Guðmundur Óli Gunnarsson sömdu af þessu tilefni. Um kvöldið var svo hátíðar- kvöldverður og ball í Víkurröst. Samstarfssamningur B- og D-lista í Dalvíkur- byggð 2002-2006 Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðismanna og óháðra hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjar- stjórn Dalvíkurbyggðar kjör- tímabilið 2002-2006. Samkomu- lag þetta er byggt á stefnuskrám framboðanna og þessum mál- efnasamningi. Bæjarstjóri verður frá B-lista. Forseti bæjarstjórnar verður frá D-lista og formennsku í bæjarráði verður skipt jafnt milli B- og D-lista. Yfirstjórn Ekki verði stofnað til aukinna skulda nema um framtíðarfjár- festingar sé að ræða. Stöðugt verði unnið að endurbótum og hagræðingu í stjórnun og rekstri sveitarfélagsins. Gætt verði að samkeppnisstöðu sveitarfélags- ins við ákvörðun þjónustu- gjalda. Unnin verði langtíma- áætlun um framkvæmdir og þeim forgangsraðað. Ábyrgð forstöðumanna verði aukin í rekstri sinna stofnana. Atvinnumál Hlutverk Dalvíkurbyggðar í at- vinnumálum er að skapa at- vinnulífinu aðstæður til vaxtar. í því sambandi eru góðir skólar, hagstætt orkuverð, góðar sam- göngur, nútímalegt stjórnkerfi og nægt framboð lóða forgangs- mál. Frumkvöðlum og fyrirtækjum sem vilja hefja starfsemi í nýjum atvinnurekstri sé veitt tíma- bundin aðstoð með samningum við bæjarsjóð um greiðslu lóðar-, orku- og gatnagerðargjalda. Dalvíkurbyggð vinni að því með öðrum sveitarfélögum, ríki og tjárfestum að koma á um- hverfisvænum stóriðnaði (t.d. vetnisframleiðslu) í sveitarfélag- inu. Fylgst verði grannt með til- raunum í fiskeldi við Eyjafjörð og sköpuð aðstaða til að laða að fyrirtæki í rannsóknum og áframeldi í sjó og einnig á landi þar sem fyrir er góð aðstaða með heitt vatn og landrými. Lögð verði áhersla á aukið samstarf ferðaþjónustuaðila í byggðarlaginu. Állar tegundir ferðamennsku séu samræmdar með tilliti til ólíkra aðstæðna og þarfa mismunandi hópa. Unnið verði að merkingu gönguleiða og sögufrægra staða. Unnið verði að sameiningu hafnarsamlaganna við Eyja- fjörð. Ákveðinni upphæð verð- ur varið árlega til markaðssetn- ingar á sveitarfélaginu. Fræðslumál Reknir verði þrír grunnskólar í sveitarfélaginu. Aukin áhersla verði lögð á samvinnu skólanna og leitað leiða til hagræðingar í rekstri þeirra. Skipulag skóla- mála verði unnið í samráði við foreldra. Lögð verði áhersla á faglega samvinnu leik- og grunnskóla í þeim tilgangi að tryggja sem best samfellu í skólagöngu nemenda. Aukin verði áhersla á verk- og listgreinar í grunnskólum sveitarfélagsins. Allir nemendur eigi kost á málsverði í grunn- skólunum. Tryggð verði dagvist- arúrræði fyrir börn eftir að fæð- ingarorlofi lýkur. Skólarnir verði mannaðir vel menntuðum kennurum. Áhersla verði lögð á að efla gagnkvæm tengsl kennaradeildar HA, KHÍ og leik- og grunnskóla. Hlúð verði að góðu starfi Tónlistar- skólans. íþrótta-, æskulýðs- og menningarmál Unnið verði eftir tillögu nefndar um nýtingu íþrótta- og menning- arhúsnæðis og hafnar fram- kvæmdir við stækkun og breyt- ingar á Víkurröst þar sem kæmi stærra íþróttahús, leikhús/bíó og æskulýðsmiðstöð. Markvisst verði unnið eftir vímuvarnaáætlun sveitarfélags- ins. Rammasamningar við íþrótta- og æskulýðsfélög verði endur- nýjaðir með það í huga að auka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Skíðaaðstaðan í Böggvis- staðafjalli verði bætt samkvæmt langtímaáætlun. Unnið verði eftir Menningar- stefnu Dalvíkurbyggðar. Umhverfismál Staðardagskrá 21 sé höfð að leiðarljósi við öll störf að um- hverfismálum. Unnið verði að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Haldið verði áfram jarðhita- leit með það að markmiði að flestir íbúar getið notið hita- veitu. Kannaðir verði möguleik- ar á aukinni samvinnu við önnur sveitarfélög á sviði orkuvinnslu og orkuöflunar. Bætt verði úr lýsingu á þjóð- vegi við þéttbýlisstaði sveitarfé- lagsins og aðkoma þeirra fegruð. Stuðlað verði að áframhald- andi uppbyggingu reiðvega. Unnið verði með hverfa- og félagasamtökum að umhverfis- málum og fegrun. Byggður verði upp leikvöllur í Hólahverfi á Dalvík. Félagsmál Rekstur og skipulag félagsmála- sviðs verði endurskoðað með hliðsjón af þjónustuþörf íbú- anna og hagræðingu og skil- virkni í þjónustunni. Mótuð verði fjölskyldustefna fyrir Dalvíkurbyggð. Áfram verði unnið að því að gera öldruðum og öryrkjum kleift að búa sem lengst í heima- húsum. I því sambandi verði þeim gefinn kostur á heimsend- um máltíðum, og heimahjúkrun á vegum Heilsugæslunnar aukin. Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra verði tekinn til endur- skoðunar. Þrýst verði á ríkisvaldið um gerð nýs þjónustusamnings við Dalbæ til tryggingar rekstri heimilisins. Áfram verði unnið að sameiningu Dalbæjar og Heilsugæslustöðvar. Unnið verði eftir jafnréttis- áætlun sveitarfélagsins. Athugað verði með stofnun eignarhalds- og rekstrarfélags um leiguíbúðir. Bæjarstjórn Framhald af forsíðu Kjaranefnd: Aðalmenn: Jónas M. Pétursson, Ingileif Ástvaldsdóttir. Varamenn: Kristján Þorvalds- son, Oskar Gunnarsson. Starfsniatsnefnd: Aðalmaður: Bjarnveig Ingva- dóttir, varamaður: Elísabet Eyjólfsdóttir. Stjórn Hafnasamlags Eyjafjarð- ar: Aðalmenn: Sveinn Jónsson, Snorri Snorrason, Kristján Snorrason, Sigurjón Kristj- ánsson. Varamenn: Stefán Hilmarsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Bjarni Jónsson, Kristján Rúnar Kristjánsson. Skoðunarmenn bæjarsjóðs: Aðalmenn: Sveinbjörn Sverris- son, Helga Kr. Árnadóttir. Varamenn: Guðbjörn Gíslason, Valgerður M. Jóhannsdóttir. Hússtjórn Rima: Aðalmaður: Sölvi Hjaltason, varamaður: Hildur Birna Jónsdóttir. Fulltrúar Dalvíkurbyggðar í nefndum og ráðum Héraðsnefnd Eyjafjarðar: Aðalmenn: Valdimar Bragason, Jónas M. Pétursson, Ingileif Ástvaldsdóttir. Varamenn: Katrín Sigurjóns- dóttir, Dórothea Jóhanns- dóttir, Oskar Gunnarsson. Landsþing Sambands íslenska sveitarfélaga: Aðalmenn: Valdimar Bragason, Svanhildur Árnadóttir. Varamenn: Guðbjörg Ragnars- dóttir, Jónas M. Pétursson. Fulltrúaráð Eignahaldsfélags BÍ: Aðalmaður: Valdimar Bragason, varamaður: Svanhildur Árnadóttir. Eyþing: Aðalmenn: Kristján Olafsson, Svanhildur Árnadóttir, Ósk- ar Gunnarsson. Varamenn: Guðbjörg Ragnars- dóttir, Dórothea Jóhanns- dóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.