Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 11. TÖLUBLAÐ Verðstríð á kjúklingamarkaðnum Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikið verðstríð geis- ar á kjúklingamarkaðnum um þessar mundir og hefur Islands- fugl á Dalvík verið í eldlínunni. Kjúklingaframleiðendur hafa keppst við að undirbjóða hver annan og stórmarkaðir og versl- unarkeðjur hafa svo notfært sér þetta ástand og boðið kjúkling til sölu langt undir innkaups- verði til að lokka kaupendur í búðirnar. Þannig hefur heyrst um verð Stofnendur og út- gefendur Norður- slóðar,frá vinstri: Hjörtur E. Þórar- insson, Jóhann Antonsson og Ótt- arr Proppé. Norðurslóð 25 ára Norðurslóð fagnar í þessum mánuði 25 ára útgáfuafmæli sínu. Blaðið hóf göngu sína 25. nóvember 1977 og voru fyrstu ritstjórar þess Hjörtur E. Þórarinsson, Ottarr Proppé og Jóhann Antons- son. Utgáfusvæði blaðsins hefur frá upphafi verið „Svarfdælsk byggð og bær" en útbreiðsla þess nær langt út fyrir þau mörk. Út- gáfan hefur verið samfelld frá upphafi og blaðinu aldrei orðið mis- dægurt, en ýmislegt hefur breyst í umhverfi þess þennan aldar- fjórðung. Þessara tímamóta er nánar minnst hér í blaðinu og þar eru einnig raktar ýmsar þær breytingar sem orðið hafa á Dalvík og nágrenni á þessum árum. Sjá bls. 2,4 og 5. allt niður í 299 kr. kg en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins komast framleiðendur vart af með verð undir 400 kr. kg. Of- framleiðsla er á kjúklingi í land- inu og nemur hún nokkurn veg- inn framleiðslu Islandsfugls. Mikill samdráttur var á lands- framleiðslunni í sumar og haust sem rekja má til þess að inn- flutningur á varphænum stöðv- aðist þegar upp kom sýking hjá ræktendum þeirra í Svíþjóð. Þegar svo innflutningur komst aftur á og varphænsnastofninn er kominn í fulla framleiðslu hefur markaðurinn ekki undan að snæða alla þá kjúklinga sem í boði eru og er því lfklegt að ein- hver af stóru framleiðendunum muni heltast úr lestinni á næst- unni. Þeir hjá íslandsfugli bera sig engu að síður vel og hyggjast standa af sér storminn. Fyrirtæk- ið sendi í síðustu viku á mark- aðinn nýja framleiðslvöru. Er þar um að ræða fljótlega rétti í álbökkum til að stinga inn í ofn og elda á skömmum tíma. ís- landsfugl hefur verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt og slátrar nú 10-12 þúsund fuglum á viku. hjhj Skíðafélag Dalvíkur 30 ára Jón og Þorsteinn gerðir heiðursfélagar Skíðafélag Dalvíkur fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir en félagið var stofnað þann 11. nóv- ember 1972.1 tilefni afmælisins hefur félagið gefið út vandað af- mælisblað með miklu af fróð- legu og skemmtilegu efni. Þá var haldið afmælishóf í Brekkuseli þann 16. þessa mánaðar þar sem ríflega 200 manns fögnuðu þess- um tímamótum í boði félagsins. í hófinu voru tveir óbilandi áhugamenn um skíðaiðkan og öflugir félagsmenn frá upphafi, þeir Þorsteinn Skaftason og Jón Halldórsson, gerðir heiðursfé- lagar en það er kunnara en frá þurfi að segja að starfsemi Skíða- félagsins og rekstur skíðasvæðis- ins í Böggvisstaðafjalli hefur alla tíð byggt mjög á sjálfboðastarfi og þar hafa þessir félagar lagt drjúga hönd á plóg. Svanhildur Árnadóttir forseti bæjarstjórnar á Dalvík bar félaginu kveðjur og afhenti því peningagjöf frá bæn- um. Einnig bárust heillaóskir yíða að, s.s. frá Skíðasambandi íslands, og frá Skíðafélagi Ólafs- fjarðar barst afmælisgjöf, fund- arhamar og bjalla. Formaður Skíðafélagsins er Óskar Óskars- son. Bakverðir Björgvins Björgvin Björgvinsson skíða- maður er farinn utan til æfinga og keppni og æfir nú með norska Evrópubikarliðinu. Nú fyrir helgi varð hann í 6. sæti í stór- svigskeppni í Aurdal í Noregi en þaðan liggur leiðin til Austurrík- is til æfinga og keppni. Það er hins vegar kostnaðarsamt að stunda skíðaíþróttina í þessum skala og hefur hann fyrst og fremst þurft að reiða sig á fjár- hagslega aðstoð foreldra sinna í þeim efnum. Nú hefur skíðafé- lagið ásamt fleiri aðilum í bæn- um gengist fyrir stofnun stuðn- ingshópsins „Bakverðir Björg- vins" sem létta á honum að fjár- magna dæmið en reikna má með að árlegur kostnaður sé um 5 milljónir. Björgvin er 22 ára. Hann hefur sett sér það mark að verða á meðal bestu skíðamanna heimsins og er því að vonum ánægður með þetta framtak. Snjórinn kom og fór Hvort sem það var í tilefni af afmæli Skíðafélagsins eða hrein- lega að tilefnislausu þá sendu veðurguðirnir Dalvíkingum og nærsveitungum ógrynni af snjó um mánaðamótin október/nóv- ember. Það hríðaði látlaust svo dögum skipti og áður en yfir lauk var kominn um 30 cm jafn- fallinn snjór yfir allar jarðir hér nyrðra. Troðarar voru ræstir í Böggvisstaðafjalli og lyftur opn- aðar og í örfáa daga var frábær skíðasnjór í Fjallinu og mikil að- sókn. En Adam var ekki lengi í paradís og allur sá mikli snjór er nú horfinn af yfirborði jarðar og skíðalyfturnar lokaðar. Brettakrakkar tóku heldur betur við sér í fannferginu. Sæplast fjárfestir á Spáni hverfið á Spáni er hagstætt um þessar mundir, segir í fréttatil- kynningu. Jafnframt lokar Sæ- plast annarri af tveim verk- smiðjum sem reknar hafa verið í Noregi þ.e.a.s. íTromsíNorður- Noregi. Flyst þá öll starfsemi fyrirtækisins í Noregi til verk- smiðjunnar í Álasundi. Sæplast hf. festi í byrjun mánað- arins kaup á plastverksmiðju Icebox Plastico A.S. á Spáni, nánar tiltekið nálægt borginni Yigo á Atlantshafsströnd Spán- ar. Sæplast tekur víð rekstrinum um næstu áramót og hyggst með því treysta markaðsstöðu sína í Suður-Evrópu en rekstrarum- Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rett hja þer Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 UiVal STÓRMARKAOUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.