Norðurslóð - 27.10.2002, Qupperneq 8
Tímamót
Skírnir
Sunnudaginn 17. nóv sl. var skírður í
Vallakirkju Styrmir Þeyr. Foreldrar hans
eru Trausti Þórisson og Ásdís Gísladótt-
ir. Prestur var séra Magnús G. Gunnars-
son.
Afmæli
Þann 27. októ-
ber sl. varð 70
ára Jórunn
Sigurðardóttir,
Smáravegi 9,
Dalvík.
Þann 17. nóvem-
ber sl. varð 90
ára Þórgunnur
Loftsdóttir,
Dalbæ, Dalvík.
Þann 18. nóvem-
ber sl. varð 75
ára Jóhann
Daníclsson,
Sunnubraut 14,
Dalvík.
Andlát
Þann 9. nóvember sl. lést Sæmundur E. And-
ersen. Sæmundur var fæddur á Siglufirði 8.
desember 1936. Foreldrar hans voru hjónin
Magna Sæmundsdóttir og Emil Helgi Ander-
sen, en einnig áttu þau dótturina Margréti,
sem er látin. Sæmundur átti átti þrjú hálfsyst-
kin, samfeðra, þau eru: Anna Halla, býr á
Akureyri, Þröstur, býr í Reykjavík og Björk,
sem býr í Reykjavík.
Á sextánda aldursári fluttist Sæmundur
frá Siglufirði og bjó eftir það víða hér á landi og einnig um tíma
erlendis. Á tvítugsafmæli Sæmundar gekk hann að eiga Þórdísi
Lindu Andersen. Hún er fædd 18. ágúst 1937 á Helgeland í Nor-
egi. Börn þeirra eru: Emil Magni, maki Kolbjörg Margrét Jó-
hannsdóttir, þau eiga sex drengi og búa í Reykjavík; Sæmundur
Hrafn, ókvæntur, á eina dóttur og býr á Akureyri; Birgitta
Hrönn, gifl Oltó Harðarsyni, þau eiga tvær dætur og búa á Akur-
eyri; Dúi Kristján, kvæntur Elísabetu Kristínu Guðmundsdóttur,
þau eiga tvo syni og eina dóttur og búa á Dalvík.
Þegar Sæmundur fluttist til Dalvíkur, hafði hann áður búið í
Skagafirði, starfað sem bakari á Akureyri og var um tíma próf-
dómari í þeirri grein. Einnig lærði hann við landbúnaðarháskóla
í Noregi. Eftir að Sæmundur fluttist til Dalvíkur stundaði hann
kennslustörf, einnig vann hann sem frjótæknir og fleiri störf.
Síðustu árin vann hann við bókhald. Sæmundur var mjög virkur
í ýmsum félögum hér í bæ, hann var m.a. í Kvenfélaginu Vöku,
eini karlkyns meðlimurinn í því félagi. Reyndar má geta þess að
hann var fyrsti íslenski karlmaðurinn til að ganga í kvenfélag.
Hann var einnig félagi í Lionsklúbbi Dalvíkur. Hann var um
tíma félagi í Kiwanisklúbbnum Hrólfi.
Útför Sæmundar var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 16. nóvember.
Þann 12. nóvember lést á Dalbæ, Jónas Hallgrímsson frá Bjarn-
arstöðum. Hans er minnst í grein á bls. 6 inni á blaðinu.
Aðventukvöld
Aðventukvöld verður að Rimum að kveldi 1. desember kl 20:30,
í Dalvíkurkirkju að kveldi 8. desember kl. 20:30, en í Stærri-
Árskógskirkju sama kvöld kl. 20.
Kór Stærri- árskógskirkju heldur sína árlegu „Sveiflu" í kirkjunni
laugardaginn 14. desember kl. 20. Þar koma fram einstaka kór-
félagar ásamt kórnum öllum og láta ljós sitt skína. Sunnudaginn
15. verður svo kveikt á kirkjugarðslýsingu í kirkjugarðinum kl. 18.
Laufabrauð
Nú fer í hönd tími laufabrauðs-
baksturs, sem talin var svarf-
dælsk hefð til skamms tíma.
Norðurslóð birtir hér til gamans
svarfdælska uppskrift að laufa-
brauði.
1 kg hveiti
200-300 g rúgmjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 tsk. sykur
50 g smjörlíki
7-8 dl mjólk
4-5 msk. kúmen
Mjólkin er hituð með smjörlík-
inu og kúmeni í 80-90°C hita.
Blandað í mjölið með kryddinu.
Hnoðað hratt og vel.
Steikt í tólg eða jurtafeiti.
Kökurnar pressaðar með loki
sjóðheitar.
Skemmdir á berjalyngi
í Svarfaðardal og nágrenni í haust
Stundum hefur borið á skemmd-
um á bláberjalyngi á haustin
þannig að blöðin visna og berja-
landið verður brúnt yfir að líta.
Ymsar orsakir kunna að vera
fyrir slíkum skemmdum, og
stundum verður lyngið brúnt af
haustfrostum.
Nú í ágúst bárust mér fréttir
af því að stórir lyngflákar í inn-
anverðum Svarfaðardal væru
skemmdir og að ekki væri um
frostskemmdir að ræða. Fór ég
ásamt Soffíu Arnþórsdóttur vist-
fræðingi á Akureyrarsetri Nátt-
úrufræðistofnunar til rannsókna
á orsökum skemmdanna í svo-
nefndum Hnjótum í Svarfaðar-
dal. Kom í ljós að það er svört
eða dökkblá fiðrildalirfa, svo-
nefndur birkifeti (Rheumaptera
hastata), sem veldur skemmdun-
um. Étur lirfan blöð á bláberja-
lyngi, og reyndar einnig fjall-
drapa, og vefur þeim utanum sig.
Lifir hún síðan sem púpa til
næsta sumars en þá kemur fiðr-
ildi úr púpunni sem verpir eggj-
um sem verða að nýjum lirfum.
Skemmdirnar eru oft stað-
bundnar og eru mikil áraskipti á
því hve áberandi þær eru, en áð-
ur verða menn stundum varir
við mikinn fiðrildasveim, fiðrildi
sem hafa komið úr púpum að
vori. Líklegt er að mildir vetur
tryggi góða afkomu púpanna og
að það sé ástæða faraldursins í
Svarfaðardal. Við þessu er ekk-
ert að gera, einungis að vona að
náttúran grisji púpustofninn
næsta vetur.
Um svipað leyti og þessi far-
aldur kom upp fengum við upp-
hringingar um annars konar
skemmdir á bláberjum. Það voru
berjatínslumenn sem tóku eftir
því að berin sjálf (ekki laufið)
urðu brúnleit og litu stundum út
eins og þau hefðu ekki þroskast.
Bárust fréttir af þessu bæði af
Böggvisstaðadal og Þorvaldsdal.
Sýni af þessum berjum frá Ár-
skógsströnd voru send Heil-
brigðiseftirlitinu á Akureyri og
fékk Guðríður Gyða Eyjólfs-
dóttir sveppafræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun þau til rann-
sóknar. Greindi hún þar fljót-
lega vankynja stig asksvepps
sem tilheyrir ættkvíslinni Pliia-
lophora, en sveppir af þessari
ættkvísl lifa víða, bæði á plönt-
um, dýrum og í mold. Svepp-
urinn sendir þræði inn um berið
og dregur þaðan næringu og
virðist stöðva þroska berjanna.
Þessi tiltekni sveppur er í ræktun
á rannsóknarstofu og verður
hægt að greina hann nánar ef
hann myndar kynstig. Ekkert er
við þessu að gera annað en að
forðast að tína sýkt ber.
Bjarni E. Guðleifsson,
Möðruvöllum
Fréttahorn
Fyrstu helgina í nóvember
héldu tónlistarskólarnir á
Dalvík og á Akureyri í samvinnu
við foreldrafélag Suzukinem-
enda námskeið fyrir börn í
hljóðfæraleik í Tónlistarskólan-
um á Dalvík. Um 50 krakkar
mættu til leiks víða að af Eyja-
fjarðarsvæðinu og nutu þeir leið-
sagnar 7 kennara hvert í sinni
grein. Klukkan 5 síðdegis hélt
svo hópurinn tónleika í Dalvík-
urkirkju við góðar undirtektir
foreldra og annarra sem á hlýddu.
Sýningar Leikfélags Dalvíkur
á Kverkataki eftir Júlíus Júl-
íusson ganga vel. Verkið hefur
verið sýnt sjö sinnum fyrir fullu
húsi og búið er að setja á nokkr-
ar sýningar til viðbótar. Leikfé-
lagið tekur þátt í keppni Þjóð-
leikhússins um áhugaverðustu
áhugasýninguna og kom dóm-
nefnd að sunnan að sjá herleg-
heitin í síðustu viku. Ekki er þó
að vænta niðurstöðu frá henni
fyrr en í vor. Næstu sýningar
verða á föstudags- og sunnu-
dagskvöld.
Þá hefur hópur fólks úr Fjör-
fiski, starfsmannafélagi Sam-
herjavinnustaðanna a Dalvík,
haldið uppi revíudagskrá í
Böggveri sem þau nefna „Land-
ið og miðin“ við mikinn fögnuð
áhorfenda. Leikstjóri og prímus
mótor dagskrárinnar er Arnar
Símonarson.
Munir og minjar
Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera
vitni um horfna starfshætti og margir þeirra
koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón-
ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða-
safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og
minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd-
ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í
til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar
upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að
hafa samband við Irisi á byggðasafninu í síma
466-1497 eða 892-1497.
Taðspaði.
Gefandi: Sveinn
Jónsson, Kálfs-
skinni.
Þetta áhald heitir
taðspaði, notað-
ur til að kljúfa
sauðatað á vorin
eftir að stungið
var út úr fjárhús-
krónum. Hnaus-
arnir voru klofnir
í 3ja til 5 sm
þykkar flögur,
þeim raðað til
þerris á þurran
hól, síðan reistar
upp tvær og tvær saman eins og spilaborg. Gegn-
þurrum var þeim hlaðið upp í taðhlaða sem stóðu
úti fram á haust, en þá fluttir inn í eldiviðar-
geymslur.Taðið var notað með öðru eldsneyti við
eldamennsku, upphitun og ekki síst við reykingu
matvæla.
Mynd 7. Hvað er þetta?