Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 6
IV
FORMÁLI.
að lög og stjórnarbréf voru rituð á dönsku, og surnt hvergi aug-
lýst á prenti, og þessvegna ókunnugt öllum, enda háyfirvöld-
unum sjálfum.
Ilið íslenzka Bókmentafélag hafði frá upphafi tekið eplir
því, livers.u nauðsynleg Íslendíngum var þekkíng á lögum og
landstjórn, og það hafði því ætlað sér að reyna að bæta úr þess-
ari þörf, en sá styrkur, sem landar vorir veittu félaginu, hrökk
hvergi nærri til að framkvæma þenna áselníng til hlítar, og hlaut
hann því að standa á baki ymsu öðru, sem hægra var að koma
til leiðar.
þegar alþi'ng Íslendínga var stofnað á ný, vóx mjög sú þörf
landsmanna, að eiga lagasafn handa íslandi sérílagi, og sú þörf
hefir að nokkru leyti orðið bælt, með því nú eru þegar komin
út tólf bindi af slíku lagasafni. En af því það er of umfángs-
mikið til að komast í hendur alþýðu, og þar að auki á dönsku
að miklum hluta, þá hefir það ekki bættúrhinni almennu nauð-
syn, og þessvegna gjörðu forstöðumenn hinnar íslenzku stjórnar-
deildar, skömmu eptir að hún var stofnuð, tilraun til að fá
styrk af almennum sjóði til að gefa út á hverju ári stjórnar-
tíðindi handa íslandi á vora túngu, svo að öll alþýða gæti jafn-
skjótt fengið að vita, hvað frain færi í löggjöf og Iandstjórn. En
stjórnin féllst ekki á þessa uppástúngu og fórst hún þessvegna
fyrir, en félagið hafði þá enn ekki efni til, einsog þá stóð á, að
taka hana að sér og framkvæma hana.
Nokkrum árum síðar, 1853 og 1854, komu fram uppástúngur í
Bókmentafélaginu um að breyta fyrirkomulagi á Skírni, og urðu þau
málalok, að Deildirnarkomu sér saman um aðreyna að auka og bæta
þctta tímarit félagsins svo, að á hverjuári yrði prentaðar skýrslur
um sérhvað það, sem gæti upplýst alþýðu um hagi lands vors
og ásigkomulag I öllum greinum, eiunig um hið helzta, sem
fram færi í löggjöf og landstjórn. Ilvorttveggja þetta atriði er
tekið fram í lögum félagsins, og var það þessvegna ályktað á
fundi Deildarinnar í Kaupmannahöfn 18. Novembr. 1854, að fela
stjórn Deildarinnar á hendur að koma þessu máli til framkvæmdar,
á þann hátt, sem lienni sýndist bezt henta, en Deildin á íslandi
hafði áður, á fundi 23. August 1854, lagt málið á vald Deild-
arinnar í Kaupmannahöfn.
þegar menn fóru nákvæmlegar að leggja niður fyrir sér,