Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Side 7
FORMÁLI.
V
hvernig þessu máli yrði svo fyrir komið, að það nokkurnveginn
fullnægði þörfum landsmanna og tilgángi félagsins, þá varð það
skjótt sýnilegt, að ekki varð komizt af með minna, en að stofna
tvennskonar söfn, annað af skýrslum þeim, sem snerta hagfræði
landsins i öllum greinum , og annað af lögum, úrskurðum og
stjórnarbréfum, sem sýna löggjöfina og stjórnarathöfnina í öllum
greinum, hversu hún fer nú fram á landinu. Að því leyti, sem
snertir hið fyrra safnið, er gjört greiu fyrir því í formálum fyrir
þeim tveim bindum af „Skýrslum um landshagi á íslandi”, sem
þegar eru á prent komin, en ,um Itið síðara safnið mun eg
skýra hér með fám orðum.
Félagið ritaði 23. Decembr. 1854 innanrikisstjórninni, sem
þá hafði aðalstjórn hinna íslenzku mála á hendi, og spurði sig
fyrir, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu af hendi stjórnarinnar,
að félagið mætti auglýsa í ritsafni sínu hina helztu konúngs-
úrskurði, stjórnarráða bréf o. fl., sem snerti ísland, og svaraði
innanríkisráðgjaflnn Bang, að því væri ekkert til tálmunar af
stjórnarinnar hálfu, að félagið auglýsti þetta, eptir nákvæmari
ákvörðun forstjóra hinnar íslenzku stjórnardeildar (Br. 31. Januar
1855, bls. 31—32). — Eptir þessu leyfl tók félagið þegar til starfa,
svo að fyrsta hepti af safni þessu, sem nefnt er „Tíðindi um
stjórnarmálefni íslands”, kom á prent vorið 1855, og síðan eitt
hepti árlega, þartil nú er lokið fyrsta bindi, sem nær frá 23.
Marts 1854 til ársloka 1863.
J>eir sem hafa búið safn þetta undir prentun, hafa allir
verið embættismenn Deildarinnar í Iíaupmannahöfn: Fyrstu tvö
heptin (23/3 1854—2S/a 1856) hefir Cand. Sveinn Skúlason í
Keykjavík, þáverandi hókavörður Deildarinnar, búið til prent-
unar; þrjú hin næstu (in.—v. s/3 1856—2G/2 1859) skrifari Deild-
arinnar Sigurður Hansen; sjötta heptið (ls/4 1859—2% 18601S)
þeir tveir i sameiningu: Cand. juris. Bergur Thorberg, vara-
forseti, og Cand. Sigurður L. Jónasson, bókavörður Deild-
arinnar; en fjögur seinustu heptin (vii—X. -°U 18 6010— 29/it*
1863) og registrin hefir Bergur Thorberg einn samið og búið
undir prentun. ílarlegari skýrslur um safn þetta á hverju ári má
finna í ársfundarræðum, sem prentaðar eru í „Skýrslum og reikn-
íngum” félagsins 1855—1864 (sjá einkum 5. Mai 1855 í Skýrsl-
um og reikníngum 1854—55, bls. vil; 8. Mai 1861 í Skýrsl-