Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 14
6
UM SIGLINGAR OG VERZLUN.
1854. nú voru talin, og ritar hann á þau; á liann fyrir j)ab 16 sk.
15. apríl. af lestarrúnri hverju í skipinu eptir dönsku máli, ef skipiö er ab
fullu aífermt eba fermt innan hans lögdæmis, en ef skipib af-
fermir eba fermir í höfnum, sem ekki liggja undir sama lög-
dæmi, skal greiba helming af tjebu gjaldi til lögreglustjórans á
hverjum stab, þar sem skipib er affermt eba fermt.
A hverjum stab, j)ar sem nokkub er fermt eba affermt,
skal gefa lögreglustjóranum skýrslu um þab. Allt, sem affermt
er, skal rita á vöruskrána eba tollskrána, en á seinasta stabnum,
sem skipib kemur á, skal skila þessum skjölum til íögreglustjór-
ans, er sendir þau til stjórnar innanríkismálanna.
9. gr. 011 afbrigbi gegn reglum þeim, sem framan eru
taldar, nema stórglæpir sje, svo sem svik og falsan, varba 10
til 100 rda. sektum til fátækrasjóbs á þeim stab, en sjeu þau
ítrekub, þá tvöfalt meira, og má ganga svo eptir sektunum, ab
leggja löghald á skip og farm, og selja á uppbobsþingi svo mikib
af farminum, sem þarf í sektargjald og málskostnab.
J 0. gr. Ab öbru leyti eru j)eir utanríkismenn, sem sigla
til Islands, skyldir ab hegba sjer eptir lögum þeim, sern þar
gilda, einkum ab því er verzlun snertir, og á stjórn innanríkis-
málanna ab sjá um, ab prentab verbi bæbi á danska og frakk-
neska tungu ágrip af hinum helztu ákvörbunum um verzlunina
á Islandi, og skal festa ágrip þetta vib sjerhvert íslenzkt leibar-
brjef. Sjerhver lögreglustjóri á Islandi skal sjá um, ab utan-
rikismenn gæti þeirra lagaboba sem ])á snerta.
11. gr. Konungurinn hefur í hyggju ab ákveba gjör og
birta þær breytingar á forminu á j)VÍ, hvernig fá megi og nota
íslenzk leibarbrjef, sem þörf er á, þegar öllum innanríkiskaup-
mönnum nú er leyft ab taka utanríkisskip á leigu og utanríkis-
mönnum ab verzla áíslandi, eptir því í hverju skyni leibarbrjefib
er veitt.
12. gr. Lög þessi fá gildi 1. dag aprílmánabar 1855.
Eptir þessu eiga allir hlutabeigendur sjer ab hegba.