Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 47
UM HELGIHALD.
39
þó meb þeim nákvæmari ákvörbunum, sem til eru teknar í til-
skipun þessari.
2. gr. Á tíma þeim, sem til er tekinn í 1. gr., skal
enginn starfa ab utanbæjarvinnu, eba vinna þá vinnu neina,
sem svo mikill skarkaii verbur af, ab þab trufli abra í gubræki-
legum hugleibingum þeirra. En eins og vinna sú, er lýtur ab
heimilisstörfum, eba sem menn stundum geta þurft vib sjer eba
öbrum til bjargar, er undan þegin ábur nefndu banni, eins skal
þab ekki heldur bannab, ab nota tíma þenna um heyskapar-
tímann til ab þurka hey og hirba þab, þegar ekki má draga
þenna starfa vegna veburs eba af öbrum slíkum ástæbum. Fiski-
mönnum skal og heimilt á tíma þeim, sem til er tekinn í 1.
gr., ekki einungis ab vinna ab naubsynlegum störfum, sem ekki
mega dragast, til ab bjarga veibiskap sínum og veibitólum,
heldur skal ])eim einnig leyft, þegar mikib liggur vib, einkum
í fiskileysisárum, eba þegar brim og gæftaleysi hafa lengi tálmab
sjósóknum, ab róa til fiskjar og leggja net eba lóbir. Mala má
og í mylnum á þessurn tímum. Farmönnum, er í neyb hafa
leitab til hafnar, skal og leyft ab ferma og afierma og bæta
skip sín, og má hjálpa þeim til þess, sem þeir þurfa. Ferma
má einnig og afferma á þessum tíma önnur skip, þegar svo
stendur á,- ab nota verbur til þess gott vebur og hagstæban
vind. þ>ó má enga af þessum athöfnum vinna meban á sjálfri
messunni stendur á þeim stab, nema brýn naubsyn beri til.
3. gr. Á tíma þeim á suunudögum og öbrum helgidögum,
þegar almennt ekki má virina þess konar vinnu, sem til er
tekin í 2. gr., má hvorki kaup nje sala fara fram í búbum
kaupmanna og annara sölumanna og skulu búbir þessar vera
lokabar. þó skal lyfsölum heimilt á öllum tímum dags ab selja
læknisdóma; þab skal og allt undau skilib, sem þarf til ab-
hjúkrunar sjúkum mönnum, eba þegar svo stendur á, ab einhver
þarf skjótrar hjálpar vib, samkvæmt reglu þeirri, sem til er
tekin í 2. gr.
4. gr. Gestgjafar eba abrir veitingamenn mega ekki, fyrri
en eptir mibaptan, á sunnudögum eba öbrum heigum, veita
1855.
28. marz.