Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 112
104
UM DJÁIÍNAPENINGA.
1855. völlum, Munkaþverá og Reynistab, og skyldu umbobsmenn klaustr-
13. jiini. anna greiba þeim tæripeninga af árlegum tekjum klaustranna, í
fyrstu þannig, ab djákninn skyldi hafa fæbi og klæbi, herbergi
meb rúmi; í, Ijós og hæfilega þjónustu, og ab endingu 12 álnir
vabmáls. Seinna þótti nú samt óþarfi ab halda djáknana, og
var því djáknaeyrir tveggja djáknanna, á Skribu- og Munkajiverár-
klaustrum, meb konungsbrjefi 20. júní 1766 lagbur til launa
tveimur fjórbungslæknum á Islandi; en sökum þess, ab læknunum
veitti örbugt ab fá árslaun sín goldin af umbobsmönnum klaustr-
anna, var þab ákvebib meb konungsúrskurbi 21. apríl 1777, ab
landfógetinn á íslandi skyldi greiba þeirn laun þeirra, en heimta
aptur djúknaeyrinn hjá umhobsmönnum þessara klaustra, 25 rdli.
48 sk. í kúranti hjá hvorum þeirra, sem varb, þegar breytingin
varb á peningunum, 25 rdl. 48 sk. i silfri, dalur fyrir dal og
skildingur fyrir skilding. þegar þessu næst var stofnab nýtt
læknisembætti í Vestfirbinga fjórbungi meb konungsúrskurbi 17.
desember 1781, og þar líka ákvebib, ab leggja skyldi því til
launa djáknaeyrinn frá því djáknaembætti, er fyrst losnabi, má
svo úlíta, ab djáknaeyrinn fyrir Reynistabarklaustur frá 1782,
þegar ab djáknaembætti þetta, sem aldrei seinna hefur verib
veitt, losnabi, hafi gengib í jarbabókarsjóbinn, sem fjórbungs-
læknislaunin ætíb hafa verib greiddúr; og þar eb ríkissjóburinn,
er fær hinar úrlegu tekjur af klaustureignuuum, sem eru í um-
bobi á hans kostnab, hefur tekib ab sjer öll útgjöld, sem leiba
af læknaskipuninni, þá þarf ekki ab gjöra sjer í lagi grein fyrir
])ví hvernig djáknapeningum þessum hafi verib varib. Hin tvö
djáknaembættin á Norburlandi: á Möbruvalla og þúngeyraklaustri,
voru fyrst lögb nibur meb konungsúrskurbi 5. apríl 1837, og
tekjur þeirra, fjögur hundrub í landaurum á ári, lögb til lilutab-
eigandi brauba.
Sóknarpresturinn á Reynistabarklaustri í Skagafjarbarsýslu,
Olafur Ólafsson, hefur í bónarbrjefi sínu — sem sent er til kirkju
og kennslustjórnarinnar meb áliti byskupsins á íslandi, og sem
þab stjórnarráb hefur í bijefi sínu, er þar meb fylgdi, borib undiv
álit innanríkisstjórnarinnar — sótt um, ab tekjur þær, sem djákn-
inn vib þá kirkju úbur hefur haft, yrbu veittar honum, viblíka