Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Side 133
UM ÍSLENZK LEIÐARBRJEF.
125
2. Auglýsing um breytingu á auglýsingu4. desember
1854 um það. hvernig fá megi íslenzk leiöarbrjef-
Eptir bofei Hans Hátignar konungsins auglýsist lijer mefe,
aí>5 þegar befeife veríiur um íslenzk leibarbrjef eptirleifeis, skal
láta mæla skipið, þó skal, ef leiðarbrjefsgjaldið ekki áður er
greitt, fyrst greiða það eptir skipaskjölunum.
Ef að mælingin, er skal fara fram á þann hátt, að hun tálmi
sem minnst ferming skipsins, sannar það, að lestarúmið ekki er
stærra, en stendur i skipaskjölunum eða leiðarbrjefinu, skal hið
opinbera borga mælinguna, en annars skipstjóri, og skal hann {>á
einnig borga það, sem oflítið hefur verið greitt fyrir leiöarbrjefið”.
I umræðum þessa máls í landsþinginu, er lögin voru fyrst
lögð fyrir, gjörðu 2 þingmenn breytingaratkvæði, er fór fram á,
að þessi grein skyldi burt falla. J>að var í þessu efni einkum
tekið fram, að meðan hin frjálsa verzlun á Islandi væri svo ný,
ætti sem minnst yrði að tálrna fyrir henni, en {>að gæti leitt af
ákvörðun {beirri, er hjer ræddi urn, að {>að yrðu óþægindi fyrir
siglinguna, því svo gæti farið, að einstöku af hlutaðeigandi embættis-
mönnum, af heldur mikilli samvizkusemi, þætti }>að skylda sín að
mæla skipin á eptir og seinka með því ferð Jbeirra. Menn ætluðu
og, að {>að mundi mjög sjaldan við bera, að skip kæmu til Islands
með röngiun skipaskjölum, þar eð gjöra má grein fyrir dæmum
þeim, sem komu fyrir næstliðið sumar, um misrnun á lestarrúmi
skipa, milli þess sem stóð í skipaskjölunum og þess sem í rauninni
fór fyrir farminum, á þann hátt, að lestarrúmin eru reiknuð eptir
teningsmáli, en í liinni dönsku fermingarreglugjörð er farið eptir
þyngdinni á vörunum. jjeirri mótbáru var og bætt við, að sýslu-
mennirnir álslandi, er ekki þekktu þess konar störf, kynnu ekki að
mæla skipin, og yrði ekki til fullnustu ráðin bót á þvi með að
senda þeim ítarlegar reglugjörðir, og yrði það því óvíst, hvort
mæling sú, ergjörðværi á ný áíslandi, væri áreiðanleg. Ef að þá
einstöku sinnum kynni að bera svo við, að grunur Ijeki á, að svik
væru i frammi höfð, mundi lögreglumönnum eptir hinum almennu
lögum vera lieimilt að leita allra bragða, cr þcir gætu, til að
komast eptir því, og þá einnig með að mæla skipið, og gætu þeir
þá fengið reglur um það hjá hinni æðri stjórn, en það þótti aptur
á mót eiga miður við að gjöra slikan starfa lögboðinn, er maður
ekki gæti venjulega leyst tilhlýðilega af hendi.
1856.
28. febrúar.