Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 151
UM AUKAGJALD AF SKIPUM.
143
29. f. m. undan þegin ab gveifea 2 rda. aukagjald þab af hverju 1856.
dönsku lestarúmi, sem ákvebib er í konúnglegum úrskurbi 1. apríl 7. 'júlí.
þ. á., sem birtur er meb auglýsíng frá stjórn dómsmálanna,
dagsettri 2. sama mánabar.
19. Bréf dómsmálastjórnarinnar lil amtmannsins í norð- 19. jáií.
ur- og austur- uimlæmunum um Iækníngar uhomöo*
patha”-
Meb bréfi 11. f. m. hefir herra amtmaburinn sent híngab
eptirrit af tveim bréfum frá landlækni, Dr. Hjaltalín, þar sem hann
kvartar yfir því, aí) homöopathar fást vib lækníngar í tébu um-
dæmi, og hefir hann einkum heimtab, ab draga mætti skotta-
lækna þá, sem fást vib læknisabferb homöopatha, fyrir lög og
dóm fyrir heimildarlausar lækníngar þeirra og mebala sölu, og
ab öll meböl homöopatha, sem finnast á norburlandi, yrbi gjörb
upptæk, en þér hafib bebib dómsmálastjórnina ab segja fyrir,
hvernig ab eigi ab fara í þessu efni.
í tilefni af þessu læt eg ekki hjá líba ab skýra ybur frá,
ab þareb ekki hefir verib tekib til nokkurt þab víst tilfelli, ab
lækníngar homöopatha hafi haft skablegar afleibíngar eba ab
nokkurs manns lífi og heilsu af þeim hafi verib hætta búin,
álítur stjórnin ekki, eptir því sem ástatt er, ab arntib hafi haft
nægar ástæbur til ab skipa ab höfba mál móti hlutabeigendum,
og ekki er heldur ástæba til ab gjöra upptæk meböl þau, sem
þeir kynni ab hafa mebferbis, nema ábur sé þau rannsökub.
þareb sanjt sem ábur menn þeir, sem hér ræbir um, hvorki
hafa vit á lækna störfnm né rétt til ab gegna þeirn, mun efiaust
næg ástæba til þess, ab svo miklu leyti unnt er, ab hafa gætur
á lækníngum þeirra, og ab sjá urn ab meböl þau, sem þeir
brúka, verbi skobub, og þessvegna hefi eg meb bréfi í dag skipab
landlækni Hjaltalín, ab hann annabhvort sjálfur, ef lionum gefst
tækifæri til þess, fari norbur til ab skoba meböl þessi, eba þá
láti hlutabeigandi hérabslækna gjöra þab.
II