Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 264
256
UM FISKIVEIÐAR ÚTLENDRA.
1859. efni. þannig er gjört ráí) fyrir |)ví, a?) takmörkin séu 3 mílur
18. apríl. undan landi, í reglugjörÖ þeirri,er samin var handa Bille^ skips-
foríngja, þá er hann var sendur meS freygátuskip áriö 1774 til
þess aí) bægja útlendum fiskimönnum frá íslandi. En í skýrslu
þeirri, er hann samdi eptir þa& aö hann var kominn aptur úr ferö
þessari, segir svo frá, aö útlendir fiskimenn vildu eigi hlýönast
ákvöröuninni um 3 mílna fjarlægö, en könnuöust aÖeins viö, aÖ
þeir ekki mættu fara inn í firÖi og flóa viö landiö. Eigi hefur
heldur veriö fariö eptir hinni almennu grundvallarreglu um j)aÖ,
hversu langt umráö konungs nái yfir sjónum undan landi, sem
tekin er fram í konungsúrskuröi 22. febrúarm. 1812, viövikj-
andi fiskiveiÖunum viÖ ísland; þar á móti er gjört ráö fyrir
því, og þaö jafnvel nú á seinni árum, í reglugjörÖum þeim, er
samdar hafa veriö handa herskipaforingjum, er sendir hafa veriö
á ýmsum tímum til íslands, til þess aö vera á krosssiglingum
þar viö landiÖ, aö enn séu 4 mílur undan landi takmarkiÖ, og
megi ekki útlendir fiskimenn veiöa nær landinu; þó er þess
jafnframt getiö, aÖ ekki beri aö fram fylgja banni þessu eins
stranglega og oröin hljóöa.
A hinn bóginn viröist þaö vera ákjósanlegt, aÖ fengist
geti stöÖug og óraskanleg regla, er fariÖ veröi eptir í þessu
efni. Eptir bréfum þeim, er fyrrum fóru á milli rentukammers-
ins og stjórnardeildar hinna útlendu mála um þetta (smbr. bréf
stjórnardeildarinnar 11. desemberm. 1833) virÖist svo sem þaö
muni vera samkvæmast almennri skoÖun um yfirráöin yfir sjón-
um, aÖ takmörkin séu ákveÖin á þann hátt, sem um er rætt í
konungsúrskuröi 22. febr. 1812 (smbr. Canc. br. 16. desem-
berm. 1845), en þar er til tekin einnar mílu fjarlægÖ frá yztu
ey eöur hólma viö landiö, sem stendur uppúr sjó. þess vegna
mælist dómsmálastjórnin til þess, aÖ utanríkisstjórnin hlutist til
um þaÖ viö stjórnir hinna útlendu ríkja, þær er hlut eiga aö
máli, aÖ útlendum fiskimönnum veröi boöiö aö halda sér fyrir
utan þetta sviö; og er þaÖ þá sjálfsagt, aö þeim ekki heldur
er heimilt aö fara til fiskiveiöa inn í firÖi og flóa viÖ landiö;
bæri þá um leiö aÖ gefa þeim til vitundar, aÖ ef jieir fari inn
á þetta sviö megi þeir búast viö því, aÖ fariö verÖi meö þá