Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 270
262
UMBOÐSSKIiÁ í FJÁRKLÁÐAMÁLINU.
1859. haganlegast, ab hin sama a&ferö sé höfb um allt land, þá er
27. maí. þa& Vor allramildasti vilji og bofe, a& þér búizt til, ab fara til ís-
lands sem sérstaklegir erindsrekar stjórnarinnar, til þess aö rann-
saka vandlega heilbrigíiisástæímr saufefjárins þar í iandi, einkum
og sér í lagi ab því leyti, er nær til hörundsveiki þeirrar, er
gengiö hefur þar um hin sí&ustu árin, og heilbrigöi sauöfjárins
yfir höfub, og því næst í sameiningu aÖ gjöra þær ráöstafanir,
sem ykkur kynni aö þykja nauösynlegar til þess aö stemma
stigu fyrir frekari útbreiÖslu sýkinnar, eöa hagkvæmar til lækn-
inganna á fénu og heilbrigöi þess, og geta átt sér staö , eptir
því sem ástatt er á fslandi.
Eins og Vér í þessu skyni viljum fá ykkur, og hér meö
fáum, ótakmarkaÖ vald til aö gjöra allar þær ráöstafanir, sem
ykkur kynni aÖ þykja nauösynlegar eöa haganlegar, til aö ná
því, sem tilætlazt er meö ferö ykkar, eptir því sem þiö treystist
til aö ábyrgjast fyrir Oss, þannig er þaö og Vor allrahæsti
vilji og boÖ, aö allir embættismenn Vorir og þjónar á íslandi,
sem þér kunniö aö snúa yöur til, skuli eigi aö eins gefa ykkur
allar þær skýrslur, og láta ykkur í té alla þá aöstoö, sem þiö
kunniö aö beiÖast af þeim, til þess aö þiö getiö rekiö erindi
þaö, sem ykkur er þannig á hendur faliö, en einnig aÖ þeir
tregöulaust hlýöi þeim tilskipunum, sem þiö kunniÖ aö telja
nauösynlegt aö setja þeim í þessu skyni, og gjöri þeir eigi svo,
liggur viö missir náÖar Vorar og hollustu, eöa aöför aö lögum.
Meö því verÖur Vor vilji. Felandi ykkur guöi.
Skrifaö í höll Vorri Friöriksborg 27. dag maím. 1859.
F r e d e r i k R.
(L. S.) Simony.
Umboösskrá
handa
Yfir-dýralækni, prófessor Tscherning og skjalaveröi Jóni Sigurös-
syni, aö fara til íslands, til þess sameiginlega aö gjöra ráö-
stafanir til aö útrýma fjársýki þeirri, sem þar gengur nú sem
stendur, eöa hvernig sem fer, til aö stemma stigu fyrir frekari
útbreiÖslu hennar.