Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 294
286
UM RÉTTINDI KATÓLSKRA.
^859. samkvæmt þessari laga ákvörbun, sem hann yröi ab hlýímast,
14. júlí. til ah fá ah dvelja á Islandi.
Eins og grundvallarlögin 5. júni 1849 ekki ná til Islands,
og ákvar&anirnar í 7. kafla þeirra ekki eiga þar vií>, á líkan
hátt má álíta ab 6—1—3 í dönsku lögum ekki sé úr lögum
tekinn vib ákvarbanir þær, sem þar eru um trúarfrelsi þegn-
a n n a; þetta er og skýlaust tekib fram í umræbunum á ríkis-
þínginu um frumvarp til laga um heimild fyrir erlenda gyfeinga
til ab taka bólfestu í ríkinu (sjá Lþt. 1. Sess. 1850, bls.
1436—54). þareb heimild sú, sem reglug. 17. nóvember
1786 gefur öllum játendum kristinnar trúar, og þá einnig kat-
ólskum, til ltfrjálst og ótakmarkab ab rækja trú sína”, ab eins
gildir um kaupstabina á íslandi, og samkvæmt opnu bréfi 28.
desember 1836 um hina löggildu verzlunarstabi, en stabur sá,
þar sem byggja á hús þab sem hér ræbir um, eptir upplýsing-
urn þeim, sem amtmaburinn yfir Norbur- og Austur-amtinu
hefur gefib, ekki verbur álitinn löggildur verzlunarstabur, má
álíta ab stjórnin hafi rétt til ab banna, ab slíkt hús verbi reist
þar, og ab beita lögbobinu í 6—1—3 móti hinurn katólska
klerki, er hér ræbir um , ef til þess kynnu ab finnast nægar
ástæbur.
þab er nú hvorki sannab, ab hann sé út sendur frá háskóla
Jesúíta, eins og biskupinn yfir íslandi hefur fullyrt, eba upplýst,
ab hann hafi reynt ab telja menn af trú sinni, eba yfir höfub ab
tala sýnt sig í nokkru, sem er ólöglegt; en þvert á móti er hann,
eptir vitnisburbi sýslumannsins í Norburmúla sýslu, þar sem hann
hefur dvalib, fribsamur mabur, og hefur opt miblab málum
milli landsmanna og skipverja á hinurn frakknesku fiskiskútum,
og milli skipverja sjálfra, þegar þras hefur komib upp milli
þeirra; hann hefur og hjálpab landsmönnum til ab ná rétti sín-
um, þegar fiskarar þessir á einhvern hátt hafa gjört á hluta
þeirra. f>ab er enn fremur eblileg og sanngjörn ósk, ab hinir
mörgu frakknesku þegnar, sem á sumrum dvelja vib strendur
íslands á fiskiveibum, vilji hafa andlegrar stéttar mann, sömu
trúar og þeir eru, til ab leita trausts og hælis hjá, einkum þegar