Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Side 308
BOO ALMENNAIt RECíLUR U.M MEÐFERÐ FJÁRKLÁÐANS.
1859. drepast af fé ])ví, er menn eru hræddir um afe kláfei sé í, skal
14. sept. fara meb eins og sibar segir í 9. grein.
5. gr. þegar hreppstjórinn (hreppsnefndin) fær vitneskju
þá um klába, sem áírnr er um getib, skal hann (hún) ala önn
fyrir, ab eigandi hins sjúka fjár hlýbnist reglum þeim, sem hér
á undan eru settar um mebferb alls fjárins, og skal hreppstjór-
inn (hreppsnefndin) koma þángab sjálfur optar en einu sinni til
ab sjá um þetta. Hreppstjórinn (hreppsnefndin) skal og skýra
sýslumanni frá hib hrabasta, hvernig ástatt sé meb saubfé þab,
sem tekib er undir vöktun, og gefa honum til vitundar, þegar
nokkur hættuvon er ab annara saubfé sýkist af því. Hrepp-
stjórinn (hreppsnefndin) skal gefa öllum saubfjáreigendum í hreppn-
um þab til vitundar, hverir þeir bæir sé, er óttast megi ab
klábi sé á.
6. gr. þegar hreppstjórinn (hreppsnefndin) fær vitneskju
um, ab einhver abkomukind, er hætta sé búin af sökum klába,
hafi hlaupizt saman vib eitthvert fé í hreppnum, ber honurn
(henni) ab ala önn fyrir, ab slikri kind sé haldib nægilega ab-
skildri frá öbru fé á kostnab eigandans, og meb hana sé farib
samkvæmt reglum þeim, sem settar eru um lækningar fjárkláb-
ans, unz enga hættu þarf lengur ab óttast, ab abrar kindur
veikist af henni. A sama hátt skal fara meb annara kindur,
þær er hætta þykir af standa sökum klába, er þær verba fundnar
fyrir utan landareign eigandans.
7. gr. þyki sýslumanni, eptir skýrslum þeim, er hann hefir
fengib, sem nokkurstabar sé ótta von um, ab sóttnæmi eigi sér
stab, eba ab þab hafi þegar borizt á ýmsa bæi í hreppnum,
skal hann, svo fljótt sem unnt er, skýra amtmanni frá, og
stefna til sín dýralækni þeim, sem þar er skipabur; skal dýra-
læknirinn fara til bæja þeirra, sem sýkin er á, og rannsaka,
hvort frekari rábstafanir þurfi, en þær, sem þegar eru gjörbar,
til ab stemma stigu fyrir útbreibslu sóttnæmisins, og kæfa nibur
sýkina. Skuldbindi eigandinn sig til sjálfviljuglega, ab gjöra
þab er dýralækninum þykir naubsyn til bera, skal þegar fram-
kvæma þab, en ab öbrum kosti skal sýslumanni þegar í stab
skýrt frá. Vib rannsókn þessa skal dýralæknirinn jafnframt