Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 320
312 UM LESTAGJALD AF FRAKKNESKUM SKIPUM.
1859.
H.október;
47. Bréi' dómsmálastjórnarinnar til amtmannsins yfir
vesturumdæminu, um lestagjald af frakkneskum
skipum.
j>ér hafit), herra arntmatur, eptir skýrslu sýslumannsins í
Snæfellsnes sýslu, er þér senduo eptirrit af, skýrt frá því i
bréfi 31. mai þ. á., a& frakkneskur erindsreki nokkur, Bouriaud
ab nafni, hafbi látib leggja á land í Grundarfirbi húsavife, er
þangab hafi verib fluttur á tveim frakkneskum skipurn, og hafi þó
ekki skip þessi ábur komib vib á neinum af verzlunarstöbum
þeim , sem um er getib í lögum 15. aprílm. 1854 2. gr., né
heldur keypt islenzk leibarbréf og greitt hib lögbobna lestagjald;
reyndar hafi seinna verib fengib leibarbréf handa öbru af skipum
þessurn, Clementine ab nafni, og greitt fyrir þab lestagjald; en
ekki hafi gjald þetta greitt verib fyrir hitt skipib, er Nelly heiti,
því þab hafi verib siglt á burt, þá er sýslumabur kom til
Grundarfjarbar, og liafi hann þó farib þangab þegar í stab, er
hann frétti hvab gjörzt hafbi; hann hafi og ekki getab fengib
neina upplýsingu um lestatölu skipsins, ebur nafn skipstjóra, ebur
útgjörbarmanns. þér hafib þess vegna leitab úrskurbar um, hvort
sekta beri Bouriaud fyrir brot hans móti verzlunarlögunum.
Um þetta efni skal þess getib, sjálfum ybur til leibbein-
ingar og til frekari auglýsingar, ab stjórninni þykir rétt vera,
eptir málavöxtum, ab sekta Bouriaud um 10 rd. til sveitarsjóbs-
ins, einkum vegna þess, ab hann ekki gaf yfirvaldinu neina vís-
bendingu um þab, er skipin komu til Grundarfjarbar, jafnvel
þ<5 þau eigi mættu þangab koma ab lögum beinlínis frá útlönd-
um, en lét þau þar á móti leyfislaust leggja á land nokkurn
hluta af farmi sínum. Meb því einnig hefbi átt ab kaupa ís-
lenzkt leibarbréf handa skipinu Nelly, erub þér bebnir um, ab
bjóba sýslumanni ab reyna ab ná hinu lögbobna lestagjaldi af
skipi þessu; og á hann í því efni vib Bouriaud, þareb hann
er fulltrúi útgjörbarmanns, sem kvab eiga heima í Frakklandi.