Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 325
UM FJÁRKLÁÐANN.
317
Ef stjórnin féllist ú uppástungnr jjeirra, ura aö setja nefnd þessa, 1859.
og samansetning hennar, hafa þeir enn freraur mælt fram meþ 17. október.
því, a& landlæknir Dr. med. Jón Hjaltalín, yfirdómari í lands-
yfirréttinum Benedikt Sveinsson, kennari vib hinn lærba skóla
II. Kr. Fribriksson, og dýralæknarnir Teitur Finnbogason og Han-
steen skyldu kosnir í nefnd þessa. Landlæknir Dr. J. Iljaltalín
skyldi vera formabur nefndarinnar, og yfirdómari B. Sveinsson
skyldi takast skrifarastörf nefndarinnar á hendur fyrir hæfilega
borgun. Ab öbru leyti skulu nefndarmenu enga borgun fá fyrir
fyrirhöfn sína. þar á móti skulu ])eir fá fé nokkurt til umrába,
til ab borga meb kostnab þann, er leibir af störfum þeirra.
Um leib og eg læt ybur vita þetta, herra stiptamtmabur,
leyfi eg mér ab geta þess, ab stjórnin ekki getur betur séb, en
ab þab megi verba til gagns og þarfa, ab setja slíka nefnd
fyrst um sinn til 1. apríl komanda ár. Stjórnin efast heldur
ekki um, ab menn þeir, sem erindsrekarnir hafa stungib upp
á, til ab sitja í nefndinni, bæbi séu viljugir og vel hæfir til ab
takast þetta trúnabarstarf á hendur.
Stjórnin álítur því, ab fallast megi á þær uppástungur
erindsrekanna, sem hér eru greindar, og þab því fremur, sem
þessu má fyrir koma án nokkurs kostnabar fyrir almenning, er
teljandi sé. Eg bib ybur þess vegna, herra stiptamtmabur, á
þann hátt, sem þér álítib hentugast, ab gjöra þær rábstafanir,
sem þurfa, til ab framkvæma uppástungur þessar, og mebal
annars gefa nefndinni þær reglur, er þurfa þykir, um ætlunar-
verk hennar og myndugleik, eptir því sem er greint hér ab
framan.
Kostnabur sá, sem leibir af störfum nefndarinnar, og þar
á mebal skrifarastörfum, verbur endurgoldinn nefndarmönnum,
þegar þeir senda reikning yfir hann og æskja þess innan loka
reikningsársins'.
i) Sama tlag var hinum amtmönnunum tilkynnt efni bréfs þessa.
23*