Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 470
462 IJM LAUNAVlDIiÓT EMRÆTTISMANNA , M. M.
18G1. lögin eptiv efni sínu nú til þeirra (sjá einkum fyrirsögn laganna
4. aprílm. og 1. grein), og þar sem þaö hefir verib tekib fram til ab hrekja
þetta, a& á fjárhagsári því, er síbast leib , hafi komiö út ser-
stakleg lög um þab, hvernig grei&a skyldi laun íslenzkra em-
bættismanna, þá stób svo á því, aí) þegar þau lög voru rædd,
var þaí) ekki orbib víst, hvort ríkisþingib mundi fallast á almenn
launalög fyrir embættismenn í konungsríkinu, og ef þab yrbi
ekki, hvort þá mundi verba samþykkt almenn lög um greibslu
embættislauna, en eins og kunnugt er varb þessu eigi framgengt
fyrri en á síbasta fundi ríkisþingsins í fyrra. Eptir ab svona
var komib voru í raun og veru orbin óþörf sérstaklcg lög um
þab, hvernig greiba skuli laun embættismanna á Islandi, en meb
því nú ríkisþingib á annaþ borb var búib ab samþykkja þau,
þótti réttast ab þau fengi konungiega stabfesting.
Eigi virbist þab heldur geta gjört neitt til í þessu efni, ab
þab var £ rábi, eins og innanríkisstjórnin víkur á, ab leggja
fyrir hib síbasta ríkisþing á ný sérstaklegt lagafrumvarp um
laun embættismanna og sýslunarmanna á íslandi; því eptir ab
síbar var búib ab sleppa þessu, þá var öldungis eins ástatt meb
embættismenn þessa eins og abra embættismenn, er njóta góbs
af hinum almennu ákvörbunum í lögunum frá 19. febrúar þ. á.,
jafnvel þó laun þeirra eigi séu ákvebin í þeim lögum.
þar sem innanríkisstjórnin þessu næst hefir látib í ljósi þab
álit sitt, ab ef heimfæra skuli lögin frá 19. febrúarm. þ. á.
til íslenzkra embættismanna, þá eigi ekki ab eins ab heimfæra
til þeirra ákvarbanirnar í 1. grein laganna, h.eldur einnig allar
ákvarbanir £ 1. kafla þeirra, þá getur dómsmálastjórnin fyrir
sitt leyti ekki haft neitt á móti þessu. Enn fremur hefir hib
heibraba stjórnarráb í sambandi vib þetta tekib fram, ab þab
leibi af því, sem ákvebib er í 8. grein laganna (smbr. 4. gr.),
ab þeir tveir hérabslæknar á Islandi, sem nú sem stendur gegna
tveim embættum, verbi ab missa nokkurs í af launum sinum,
samkvæmt því, sem þar er fyrir mælt. Um |>etta atribi skal
skýrskotab til þess, sem sagt er í bréfum héban, dagsettum 13.
f. m. og í dag, vibvlkjandi nokkrum enibættismönnum, sem eru
settir til ab gegna embættum í hinum kouunglega landsyfirrétti,