Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 718
710
l'M LAÖSAMENN OG HÚSMENN.
konum. sem menn þeirra liafa yfirgefih eírnr skiliS vih afe lögum.
annabhvort algjörlega, eba a& borbi og sæng”.
Um 4. og 5. grein.
Greinir þessar eru samhljóba 4. og 5. grein í frumvarpi
stjórnarinnar, því er lagt var fyrir alþingi, ab einni orbabreyting
undanskildri.
Um 6. grein.
Samkvæmt uppástungu Reykjavíkurnefndarinnar voru þessar
ákvarbanir í 6. grein í frumvarpi stjórnarinnar, því er lagt var
fyrir alþingi:
<(Hver sá mabur, sem leyst hefir leyfisbréf, skal greiba árlega
<(auk opinberra gjalda, er honum ber ab lúka eptir stöbu
(1sinni og tíundarbærum fjárstofni, 6 álnir til ríkissjóbs karl-
((mabur og 3 álnir kona, og jafnmikib til kirkju, prests og
((fátækra. Svo skulu og allir karlmenn, er leysa leyfisbréf,
((og fyrir þab eru undauþegnir frá ab fara í vist, taka þátt
((í almennum skylduverkum í sveit sinni, jafnt bændum.”
Alþingi stakk upp á, ab þessum kafla greinarinnar væri
sleppt, og gat þess í því efni, ab gjald þab, sem um er rætt í
hinni fyrri af ákvörbunum þessum, yrbi svo tilfinnanlegt, ab
fáir mundu geta haft gott af lagabobi þessu, ef slík ákvörbun
væri í því, enda væri atvinnuskattur sá, sem hér er um rætt,
ósamkvæmur því, sem annars er fyrir skipab í íslenzkum skatta-
lögum. En hina síbari ákvörbunina áleit þingib óþarfa, meb því
þab væri sjálfsagt, ab lausamenn framvegis ættu ab lúka öll
þau gjöld til hins opinbera, sem þeir uú ab lögum gjalda eptir
stöbu sinni og tíundarbærum fjárstofni, og þyrfti því eigi ab
taka þá skyldu berlegar fram.
Konungsfulltrúi lagbi þab til, ab ákvörbunum þessum yrbi
sleppt úr Jagabobinu samkvæmt uppástungu alþingis, og féllst
dómsmálastjórnin á þab.
Um 7. grein.
Alþingi hafbi stungib upp á, ab þessari grein, sem er sam-
hljóba 7. grein í frumvarpi stjórnarinuar, þvi er lagt var fyrir
alþingi, yrbi alveg látin burtu falla, og taldi sem ástæbu fyrir
þeirri uppástungu, ab ákvarbanir greinarinnar mundu, ab því