Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Blaðsíða 725
UM KENNSLU í LÆKNISFKÆÐI. 717
sent dómsmálastjórninni og sem yfeur hérmeö er sendur út-
dráttur úr, hefir Hjaltalín jústizráö, landlæknir á íslandi, útlistaö
reglur þær, sem hann ætlar aÖ fylgja viö kennslu þeirra stúd-
enta frá hinum læröa skóla í Keykjavík, sem eptir konungsúr-
skuröi 29. d. ágústm. f. á.* 1 veröur kennd læknisfræöi til aö geta
*) Konurigsúrskurður þessi er prcntaður hér að framan á 004. bls.
(Bréf dtímsinálastj. 12. sept. 1862) en ástæðurnar fjrir honum cru út-
listaðar I skýrslu dömsmálastjórnarinnar til konungs 25. d. ágústm.
1862, og skulu hér tilfærð helztu atriðin úr þeirri skýrslu:
I bænarskrá alþingis, dagsettri 13. ágústm. 1861, bað þingið um:
A. Að til bráðabirgða verði árlega greiddir úr hinum almenna læltna-
sjóði, cður Irinunr svo kallaða spítalasjtíði Islands, til læknakennslu hjá
landlækninum í Reykjavik, 600 rdl., og þangaðtil læknasktíli og spít-
ali komast á á Islandi. B. Að þeir stúdcnlar frá hinum lærða sktíla
og prívaldimitteraðir, ef það kemst á, sem landlæknirinn þannig tekur
til kennsiu , séu fræddir í þeim greinum lækriisfræðinnar, sem til cru
teknar í instrúxi landlæknisins á Islandi frá 19. maí 1*60, 4 gr.: lik-
skurðarfræði (Anatomie), lífseðlisfræði, sjúkdtímafræði (Pathologie), hand-
læknisfræði og yfirsetukvennafræði, og einnig í hinum nýrri visindum
læknisfræðinnar, svosem Cliemie (uorganisk og organisk), chcmiskri
sjúkdómafræði, almennri heilbrigðisfræði (hygieine publique), meðala-
verkunarfræði (Pharmakologie og Pharmakodynamik), medicina forensis
og því er þurfa þætti, til þess þeir gætu vel gegnt stöðu sinni. C. Að
lærisveinar þcssir, eptir afstaðna kennslu hjá landlækninum, standi opin-
bert burtfararprúf eptir fulltryggjandi reglum, samkvæmt því, er land-
læknirinn getur komið sér saman um við hið konunglega heilbrigðisráð
í Kaupmannahöfn um þetta mál. D. Að þessir menn, ef þcir álítast
hæfir, fái fullkomið læknisleyfi á Islandi og getið orðið þar héraðs-
læknar. E. Að stjórnin lcggi fyrir næsta alþingi frumvarp um betri
tilhögun á spítalatekjunum, samkvæmt því, sem alþingi hcfir áður upp-
á stungið.
Alþingi liefir áður hvað eptir annað farið þess á leit, að bætt yrði
læknaskipunin á Islandi, einkum á þann hátt, að varið yrði fé spítala-
sjtíðamra til að stofna læknaskóla og spítala í Reykjavík; en þessar
bænarskrár þingsins liafa eigi orðið til greina teknar af þeim ástæð-
um, sem útlistaðar hafa verið í skýrslum dómsmálastjórnarinnar, þá
er málið hefir verið borið upp fyrir konungi; og var tekið fram í kon-
unglegri auglýsing til alþingis 1. júním. 1861 um árangur af þegn-
legum tillögum þcss og öðrum uppástungum á fundinum 1859, að
stjtírnin hafi ckki fundið ástæðu til að breyta áformi því, sem hafi verið
fyrirhugað um, hvernig skipa skuli læknamálinu, en aðalatriðin í áformi
1863.
28. maim.