Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Qupperneq 726
718
l)M KENNSLU t LÆKNISFJiÆÐI.
1863. orbiB lœknar á fslandi; hefir hann og stungiö svo uppá, ab
28. maim. prófi því, sem þeir, ab lokinni kenhslunni, eiga undir a& ganga,
verfei þannig hagaí), ab þab ver&i haldib í heyranda hljó&i á
þessu hafi konungsfulUrúi verið lálinn birta þinginu; en vegna þess
að nú sem stcndur sé skortur á læknum á Islandi, þá hafi jafnframt
þessu vcrið álitið vel lilfallið, að þangaðtil ndgu mörg útlærð lækna-
efni fást, verði aðstoðarlæknum veitt tilsögn i læknisfræðinni, einkum
hjá landlækni, samkvæmt allrahæstum úrskurði 12. ágústm. I84S, og
hafi ddmsmálastjúrnin þegar gjört þar að lútandi ráðstafanir. Jrví var
cnn fremur við bælt í auglýsingunni, að cf það yrði álitið nauðsynlcgt
að gjöra frckara til þess að ná tilgangi þessum, þá mundi ekkert verða
þvi til fyrirstöðu, að til hráðabirgða yrði skotið fé til þessa úr hinum
fslenzka spítalasjöði, en réttast hafi þött að bíða þess, hvort alþingi
þætti ástæða til að bera fram uppáslungu í þessu efni.
líænarskrá sú, sem kom frá alþingi 1861, fer miklu lengra. ^ingið
lætur sér hér eklti nægja að stinga upp á, að fyrst unr sinn verði varið
600 rdl. á ári til að kenna hjá landlækni aðstoðarlæknunr þeim,
sein um er rætt í konungsúrskurði 12. ágústm. 1818, en þeir læknar
hafa engan eiginlegan lækningarétt (jus practicandi), hcldur verða þeir
aðeins notaðir til að láta sjúklingum hjálp í té fyrst í stað, þangað til
næst til héraðslæknisins, og síðan til að gjöra það, sem hann fyrir skip-
ar, heldur fer nú þingið fram á, að þangað til læknasköli og spítali
komist á í Reykjavík verði til bráðabirgða árlcga varið upphæð þessari
til kennslu hjá landlækni handa læknaefnum, sern ættu að verða að-
njótandi miklu yflrgripsmeiri kennslu, og gjörir þingið ráð fyrir, að
henni mundi eigi vcrða lokið á skemmri tíma cn 3 eður 4 árum, en
aptur á hinn bóginn ætlast það og til, að læknaefni þessi öðlist fullan
lækningarétt, og geti fengið héraðslæknaembætti. Af áðurgreindu
fé er svo til ætlazt, að 300 rdl. á ári sé varið í ölmusur banda 3
læknaefnum, cn hinn helmingínn fái Iandlæknirinn í kennslukaup. Til
styrkingar þessum uppástungum tekur þingið fram, að reynslan þegar
hali nægilcga sannað, að ekki verði við því búizt, að danskir læknar sæki
um læknaembættin á íslandi, og cins sé eigi heldur von um, að stjórn-
inni heppnist að koma fram því áformi sinu, að fá ndgu marga íslenzka
lækna mcð því að gjöra læknisfræðisnámið við háskólann í Kaupmanna-
höfn aðgengilegra fyrir íslcnzka stúdenta. Til þess fengizt geti nógu
margir Islendingar til læknaembættanna, álílur því alþingi, að nauðsyn-
legt sé, að læknisfræðin sé kennd þeim á Islandi, og þó þingið enn
sé á þeirri skoðun, sem það svo opt áður hefir ítrckað, að læknaskóli
og spítali í Rcykjavík séu nauðsynlegir til þess, að læknaskipunin á
Islandi komist í svo gott horf, sem framasl má verða, þá hcldur
það eigi að síður, að fyrst um sinn, þangað til fjárhagur verði belri