Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1864, Page 735
OM KENNSLU í LÆKNISFRÆÐI.
727
rá&i á, a& þeir fá eigi svo alllítinn kost á ab ná slíkri kunn-
áttu; því auk þess, a& hér í kringum Reykjavík er æ&i þéttbýlt,
svo aíi þegar næstu sóknir eru mebtaldar eru hér 4—5000
manns, þá kemur á ári hverju til bæjar vors, þó lítill sé, mikill
fjöldi fólks ofan ór sveitum , ekki einungis á vertí&inni og um
lestirnar, heldur og allt árið. A sumrin, þegar frakknesku
læknarnir eru hér, koma hér og margir sjúklingar, er hafa
langvinna sjúkdóma; leita þeir þá ráða og láta skera mein sín,
og er það vitaskuld, að mér þá með aðstoð þeirra er miklu
hægra en annars ab framkvæma stóra holdskurði. Hjá skip-
verjum á frakknesku skipunum koma og fyrir ýmsir sjúkdómar,
sem nokkuð má af læra, og eiga lærisveinar mínir ávallt kost
á að kynna sér þá sjúkdóma.
Hvað snertir kunnáttu í að sitja yfir konum, þá geta
lærisveinar mínir fengib ab vera við hjá yfirsetukonum hér, sem
lært hafa á fæðiugarstiptuninni, þegar það kemur fyrir, að konum
gengur tregt að fæða; svo verða þeir og iðuglega látnir æfa
sig á líkneskju og tilkvaddir að vera við, þegar við skal hafa
töng eða snúa barninu.
Eg hefi þannig skýrt hinu háa heilbrigðisráði frá, hvernig
eg hefi í hyggju að haga kennslunni, og hverjar bækur eg ætla
að hafa fyrir mér við hana, og þarf eg eigi að taka fram, að
mér væri einkar kært að fá sem allrafyrst að heyra álit ráðsins
um málefni þetta; en það er vitaskuld, að eg fer í þessu efni
eptir áliti þess. því einu skal eg leyfa mér að hæta hér vib,
að eg vona, að hið háa heilbrigðisráð ekki heimti alltof mikið
af lærisveinum mínum, heldur aðeins þab, er virðist geta nægt
til þess, að þeir allvel geti gegnt hinni erfiðu köllun sinni hér
á landi. — — — — — — — — — — — — — — —
Um það hið opiubera próf, sem hin íslenzku læknaefni ættu
ab ganga undir úður en þeir gætu fengið lækningarétt og hér-
aðslæknaembætti, þá er ])að álit mitt, að fara ætti eptir þeirri
venju, sem í því efni við gekkst hér á landi bæði á öldinni
sem leið, og á þessari öld. Á öldinni sem leið yfirheyrði Bjarni
landlæknir Pálsson og síðar Jón landlæknir Sveinsson hin
50*
1863.