Ritaukaskrá Landsbókasafnsins - 01.01.1941, Síða 3

Ritaukaskrá Landsbókasafnsins - 01.01.1941, Síða 3
S KUÁ Jiessi tekur yfir ritauka Landsbókasafnsins árin 1940 og 1941, en er að öðru leyti hagað eins og síðast. Ritaukinn af útlendum bókum 1940 varð svo lítill og slitróttur, er öll sam- bönd við önnur lönd en liin enskumælandi rofnuðu sökum striðs- ins, að cklii þótti fært að gefa skrána út fyrir það ár eitt. En nú verður að tjalda l>ví, sem til er, enda hefir bókagerð liér á landi verið óvenju mikil siðustu tvö árin og safnið auðgazt venju íremur af enskum bókmenntum. Nemur þar mestu liin fagra bóka- gjöf frá The British Council i London. — Um handritanotkun safnsins er þess að gæta, að nálega öll handrit þess voru flutt l>urt úr bænum i varúðarskyni, og liefir það verið mikið vinnu- tjón þeim, er islenzlc fræði stunda. Við árslok 1941 var bókaeign safnsins 150955 bindi, en bandrit 9188. Af prentuðum bókum hefir safnið síðan i árslok 1939 eignazt 3120 bindi, þar af, auk skyldueintaka 493 gefins. Handritasafnið hefir aukizt um 82 bindi. Gefið liafa: Ung- mennafélag Reykjavikur (afhent af Þorb. Þórðarsyni og Jóni Þórðarsyni) 10 bindi, frú Soffia Claessen Reykjavík 7, dánarbú Guðrúnar Sigurðardóttur, ekkju Guðmundar Magnússonar skálds (afhent af Aðalsteini Sigmundssyni) 4, Benedikt Einarsson bóndi Miðengi i Grimsnesi 4, Jón Jónatansson bóndi á Öngulsstöðum 4, frú Halla Briem Reykjavik 3, Jóliann Eyjólfsson frá Sveinatungu 2, Jón Bjarnason Skorrastað 2, Magnús Torfason sýslumaður 1, N. S. Thorlaksson Dakota 1, Laugarvatnsskóli 1. f- Bókalán innanhúss, á sérlestrarstofu, Þjóðskjalasafn, Þjóð- minjasafn og Náttúrugripasafn, liafa bæði árin verið með líkum hætti og áður. Töflurnar sýna tölu lánaðra rita á lestrarsal og útlánssal. Merkt með * eru þau rit, sem eigi hafa fengizt heil. Landsbókasafni i ágúst 1942. Guðm. Finnbogason.

x

Ritaukaskrá Landsbókasafnsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritaukaskrá Landsbókasafnsins
https://timarit.is/publication/1261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.