Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 6
Samfélag Lögmaðurinn Guðmund- ur St. Ragnarsson fékk tvær áminn- ingar í kjölfar kæru Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) sem varðar eignar- hald Atla Helgasonar í lögmannsstof- unni Versus. Annars vegar fyrir að stuðla að því að maður sem sviptur var lögmannsréttindum ræki lög- mannsstofu og sinnti þar lögmanns- störfum og hins vegar fyrir að svara ekki fyrirspurnum um eignarhaldið. Guðni Jósep Einarsson og Þorgils Þorgilsson voru einnig áminntir fyrir að svara ekki fyrirspurnum um eignarhaldið. Þá var háttsemi Ólafs Kristinssonar, Guðna og Þorgils sögð aðfinnsluverð. Lögmenn eru sviptir réttindum eftir þrjár áminningar. Atli Helgason hóf störf hjá Versus lögmönnum árið 2011 og var um tíma eini eigandi stofunnar. Hann hafnar því að hafa unnið þar önnur störf en honum voru heimil. Vert er að rifja upp að Atli hugðist sækja lögmannsréttindi sín að nýju eftir að hafa fengið uppreist æru, eftir sak- fellingu fyrir manndráp árið 2001, en hætti við eftir að Lögmannafélagið lagðist gegn því. LMFÍ sendi félagsmönnum sínum tölvupóst í kjölfar kærunnar þar sem skorað var á þá að grípa til úrbóta væru kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Hins vegar eiga þrír ólöglærðir einstaklingar hlut í stofu formanns LMFÍ, Lögmönnum Lækjargötu, samkvæmt gildandi skráningu. Þá fór Lex lögmannsstofa með málið fyrir hönd LMFÍ en Arnar Þór Stefánsson, sem situr í stjórn Lög- mannafélagsins, á hlut í Lex. Versus lögmenn bentu á í frá- vísunarkröfu sinni að Baldur Guð- laugsson, sem sakfelldur var fyrir brot í opinberu starfi og er án mál- flutningsréttinda, starfar hjá Lex lög- mönnum sem ráðgjafi. „Umræddur maður [Baldur Guð- laugsson] hóf störf á lögmannsstof- unni meðan hann var enn í afplánun á Vernd. Spyrja má hvort slíkt sam- rýmist siðareglum lögmanna, en lögmaður stofunnar var verjandi mannsins í málinu,“ segir í greinar- gerð Versus. Versus lögmenn segja í yfirlýsingu til blaðsins að LMFÍ eigi væntanlega mikið starf fyrir höndum, í ljósi jafn- ræðisreglna, við að kæra fjölmarga félagsmenn sína fyrir sambærileg atriði og fundið sé að í úrskurðinum. Lögmennirnir segja það einnig vekja furðu að úrskurðarnefndin skuli hafa tekið það upp hjá sjálfri sér að gera aðfinnslur og ákvarða áminningar án þess að nokkrar kröfur væru hafðar uppi um það af hálfu málsaðila. „Rök- stuðningur í úrskurði nefndarinnar er of máttlítill að mati undirritaðra, meðal annars varðandi hvert sé vald- svið nefndarinnar.“ Lögmannsstofan Versus er ekki lengur starfandi. sunnak@365.is Lögmannafélag fari fram með offorsi Lögmannafélag Íslands sendi félagsmönnum tölvupóst eftir að það kærði Versus lögmenn og hvatti til þess að gripið yrði til úrbóta í eignarhaldi þar sem þess væri þörf. Þrír ólöglærðir eiga þó hlut í stofu formannsins. Eigendur Versus eru óánægðir með áminningar. SVÍÞJÓÐ Sænska öryggislögreglan fylgist nú með hópi einstaklinga sem grunaðir eru um að undirbúa hryðjuverk. Þetta kemur fram í leyni- legum gögnum sem Dagens Nyheter hefur undir höndum. Viðbúnaðar- stig hefur ekki verið hækkað í Sví- þjóð vegna þessa, heldur er það enn á stigi þrjú af fimm. Vegna beiðni öryggislögreglunnar greindi blaðið hvorki frá því hvar eft- irlitið fer fram né hvaða aðferðum er beitt í umfjöllun sinni um málið. – ibs Grunur um undirbúning hryðjuverks ÁSTRalÍa Ástralska ríkisstjórnin vill svipta dæmda barnaníðinga vegabréfum til að þeir fari ekki úr landi. Lögunum er einkum ætlað að vernda börn í Suðaustur-Asíu. Í fyrra fóru 800 skráðir barna- níðingar úr landi og þar af margir til landa í Asíu þar sem ferðamenn níðast á börnum. Virtu níðingarnir að vettugi skylduna til að láta vita af utanlandsferðum sínum. Áætlað er að lögin nái til 20 þúsund barnaníðinga og að árlega bætist 2.500 á listann. Um 3.200 af þessum 20 þúsundum missa vega- bréf sitt fyrir fullt og allt. Aðrir fá það afhent á ný uppfylli þeir kröf- una um tilkynningarskyldu í mörg ár. – ibs Svipta níðinga vegabréfum Mótmæltu stafrænum leigubílaþjónustum Íslenskir leigubílstjórar eru ekki einir um að vera sárir yfir skutlurum því að spænskir leigubílstjórar lögðu niður störf í tólf tíma í gær til að mót- mæla einkafyrirtækjum á borð við Uber. Biðraðir á flugvöllum og við lestarstöðvar voru lengri en vanalega sökum þessa. Í sumum borgum kom til átaka milli leigubílstjóra og lögreglumanna og áttu þeir fyrrnefndu til að henda flugeldum og lausamunum að laganna vörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Spyrja má hvort slíkt samrýmist siða- reglum lögmanna. Úr greinargerð frá Versus lögmönnum þar sem bent er á að fordæmi séu fyrir að dæmdir menn starfi á lög- mannsstofum Deilt er um hvort og hvernig menn sem sviptir hafa verið lögmannsrétt- indum geti starfað og átt lögmannsstofur. 3 1 . m a Í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a g U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a Ð I Ð 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F A -0 3 E 0 1 C F A -0 2 A 4 1 C F A -0 1 6 8 1 C F A -0 0 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.