Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 24
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir umræðu síðustu vikna um mögulega einka-væðingu Keflavíkur-flugvallar hafa leitt til aukins áhuga erlendra fjárfesta á framvindu málsins. Forstjórinn segir ótækt ef aðskilja ætti tvo helstu tekjustrauma flugvallarins en ítrekar að það sé ákvörðun ríkis- valdsins hvort og þá hvernig völlur- inn yrði seldur. Starfsfólk Isavia búi sig nú undir annamesta tíma ársins á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur sé nýkominn í fimmta sæti af öllum flugvöllum Evrópu hvað varðar fjölda ferða til Norður-Ameríku. „Ef farið verður út með flugvöll- inn í einhvers konar einkavæðingu, sama hvernig hún verður, þá væri eðlilegt að það væri gert í opnu ferli á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna verða menn að átta sig á því að ferlið yrði opið og skýrt því mjög margir myndu fylgjast með þessu um alla Evrópu. Menn fylgjast með þessu nú þegar og við heyrum af áhuga flugvallafjárfesta á að koma og tala við okkur. Þessi umræða hefur leitt til þess að við erum farin að heyra meira en áður frá erlend- um fjárfestum um hvort þeir megi koma í heimsókn og fá kynningu á fyrirtækinu. Þessir aðilar fylgjast vel með umræðunni hér á landi en mér vitanlega er ekkert komið í gang af alvöru,“ segir Björn Óli. Tveir tekjustofnar Umræðan sem Björn Óli vísar til hófst að nýju um miðjan maí með áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við þingsályktun um fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Þar segir meirihlutinn að hann telji tímabært að opna umræðu um að ríkið „leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flug- stöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngu- mannvirkja“. Björn hefur síðan þá sagt það óráðlegt ef einungis hluti af rekstrinum yrði einkavæddur. „Þegar flugvellir eru einkavæddir þá eru almennt þrjár leiðir sem farnar hafa verið. Ein leið er að útvista rekstrinum til lengri tíma, þannig að einhver ákveðinn aðili taki hann og eignirnar að sér og skili þeim svo aftur. Leið tvö er að fara með flugvöllinn á markað. Þriðji möguleikinn er að selja fyrirtækið í heild sinni eða að hluta,“ segir Björn Óli og bætir við að flugvellir hafi að jafnaði tvo megintekjustrauma. „Annars vegar er um að ræða flugtengdar tekjur eða notenda- gjöldin sem flugfélögin greiða fyrir þjónustu við flugvélar og farþega og hins vegar tekjur vegna annarrar þjónustu eins og útleigu á verslun- arrými eða notkun bílastæða. Þessir tveir tekjustraumar eru grunnur flugvallarrekstrar og þeir sem hafa áhuga á rekstri Keflavíkurflugvallar myndu alltaf leitast við að halda þeim. Það er ríkisvaldsins að ákveða hvort það vilji eiga flugvöllinn og rekstur hans eða ekki en mikilvægt er að tekjustreymið sé með þessum hætti og ekki æskilegt að búta það niður,“ segir Björn Óli. Telur þú að Isavia geti staðið eitt undir öllum þeim fjárfestingum sem á að ráðast í innan fyrirtækisins á næstu árum? „Isavia er bara eins og hvert annað fyrirtæki í rekstri og ef fyrirtæki telur sig ekki geta staðið undir fjárfestingum sem ætlunin er að ráðast í þá á það ekki að standa í þeim. Ég tel að Keflavíkurflugvöllur eins og hann er í dag geti staðið undir eðlilegum fjárfestingum. Ég tel að það skipti ekki máli í því sam- bandi hver eigi flugvöllinn því hann myndi alltaf þurfa að standa undir þeim fjárfestingum sem ráðast þarf í. Ef menn væru að kaupa sig inn í reksturinn, og horfandi á að þar væri mikil áhætta vegna þess að flugvöllurinn gæti ekki staðið undir slíkum fjárfestingum, þá myndu menn greiða lágt verð fyrir flug- völlinn.“ Nóg pláss eftir Nú eruð þið í milljarðaframkvæmd- um í Keflavík. Hvað ber þar hæst? „Mikilvægasta framkvæmdin sem við stöndum í núna er endurnýjun flugbrautakerfisins. Við ætluðum að gera það fyrst um 2008 og þá átti það að gerast helst á morgun. Svo kom hrunið og það frestaðist en við byrjuðum í fyrra og vonandi náum við að klára brautirnar í ár og það skiptir okkur öll máli að þær séu í góðu standi. Við framkvæmdirnar núna höfum við þurft að loka ann- arri brautinni á meðan við mal- bikum hina en þetta verður senni- lega síðasta skiptið sem við munum fara þá leið. Næst þegar farið verður í þessa framkvæmd, eftir 15-20 ár, munum við vinna þetta meira í bútum og þá verða brautirnar lík- lega báðar opnar megnið af fram- kvæmdatímanum en þær verða þá styttri.“ Björn Óli nefnir einnig fram- kvæmdir við flugstöðina í Keflavík og að stærsta verkið þar sé stækkun suðurbyggingarinnar til norðurs. Henni er meðal annars ætlað að stækka svæðið undir vegabréfa- eftirlitið en einnig er unnið að fram- kvæmdum við stæði undir sjö stórar breiðþotur. „Spurningin fyrir framtíðina er hvað best sé að gera til næstu ára og áratuga, til dæmis hvort eigi fyrst að stækka núverandi flugstöðvar- byggingu eða hefja stækkun flug- stöðvarinnar með stækkun austur- fingursins svokallaða. Báðir þessir möguleikar eru stór verkefni, það er ekki komin niðurstaða um á hvorri framkvæmdinni við byrjum en ég held það sé líklegra að við byrjum á að stækka innritunarsalinn og svæðið fyrir vopnaleitina. Áður en ráðist var í stækkun flugstöðvarinn- ar 2004 náðu biðraðir innritunarfar- þega stundum út úr byggingunni en við erum ekki komin þangað en við þyrftum að finna leið til að stækka aðstöðuna í norðurbyggingunni.“ Hafið þið þurft að neita flug- félögum um afgreiðslu sökum þess hversu mikil eftirspurnin er eftir flugstæðum? „Við sjáum ekki um úthlutun afgreiðslutíma, heldur er það óháður aðili. Sá aðili hefur gert fyrirtækjum ljóst að hér er ekkert laust á háannatíma. Aftur á móti eru enn lausir tímar eins og milli klukkan fimm á daginn og fram undir tíu að kvöldi og eins yfir miðjan daginn, frá níu til 14. Þá getur fólk fengið pláss en flugfélögin semja oft sín á milli og ná þannig að færa tímana til. Það er nóg pláss eftir í flugstöðinni en þarna er um að ræða þessa álagstíma. Það er ánægjulegt að sjá að tekist hefur að dreifa umferðinni betur yfir sólar- hringinn og hafa bæði stóru flug- félögin á Keflavíkurflugvelli náð að dreifa betur úr umferðinni og fjölga farþegum mikið.“ Hefur styrking krónunnar haft áhrif á vöru- og veitingasölu hjá dótturfélaginu Fríhöfninni? „Það er ljóst að styrking krónunnar hefur áhrif og það er enginn að efast um það. Ferðamönnum finnst verð- ið á Keflavíkurflugvelli vera mjög hátt og það er orðið dýrt að vera á Íslandi. Ég var á ráðstefnu hér heima um daginn og þar voru allir að tala um hversu mikið þá langaði að koma aftur en að landið væri orðið ansi dýrt. Fyrir nokkrum árum keyptu erlendir ferðamennn nánast ekki neitt í Fríhöfninni á leiðinni inn í landið. Það hefur breyst en við erum aftur á móti ekki að sjá mjög mikla aukningu þegar kemur að vörum eins og áfengi nema hjá fámennum og afmörkuðum hópi.“ Óttast ekki uppþot Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði í janúar að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Ert þú sömu skoðunar? „Ég sat þennan fund og Ólafur Helgi var þarna að leggja áherslu á að hlutirnir yrðu að ganga. Við erum búin að vera í miklu samráði við lögregluna svo hún ráði við þennan mikla fjölda sem fer í gegnum flugvöllinn á álags- tímum. Bæði ráðherrar og þingið tóku vel í beiðni Ólafs um aukningu hjá lögreglunni og settu í þetta ef ég Einkavæðingartal nær eyrum fjárfesta Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot þar sem unnið sé að stækkun. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir starfsmannafjölda og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli hafa tvöfaldast á einungis tveimur árum. FréTTaBlaðIð/EyþÓr Fyrir nokkrum árum keyptu erlendir ferðamenn nánast ekki neitt í Fríhöfninni á leiðinni inn í landið. Það hefur breyst. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is 3 1 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R6 markaðurinn 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F A -1 C 9 0 1 C F A -1 B 5 4 1 C F A -1 A 1 8 1 C F A -1 8 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.