Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 13
Nichole Leigh Mosty, þing-maður Bjartrar framtíðar og formaður velferðar- nefndar Alþingis, setti í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar, 24. maí síðastliðinn, fram þá hugmynd sína, að setja ætti pólitíska stjórn yfir Landspítalann og bætti við ákaflega dónalegum ummælum um forstjóra spítalans. Hún sagði: „Ég ætla að vera alveg hreinskilin, það er ég sem hef verið að hlaupa hérna um þinghúsið að leggja fram hugmyndir um stjórn yfir spítalann. Ekki á pólitískum forsendum heldur faglegum, að við setjum fagaðila í reksturinn svo að forstjóri spítalans þurfi ekki að vera í baráttu, í pólitískri baráttu á fundum eftir pening, að hann þurfi ekki að koma hérna niður í þinghús fimm mínútum í afgreiðslu fjárlaga til þess að betla um pening.“ Hér er margt að athuga. Til dæmis má benda á að Alþingis- húsið hentar ekki mjög vel til að hlaupa um, frekar að hægt sé að hlaupa um í Costco sem þingkonan þekkar vafalaust vel frá heimalandi sínu. Minna má á að yfir Landspítal- anum var sérstök stjórn fyrr á árum, það var sjö manna stjórn. Fjórir kosnir af Alþingi, tvo völdu starfs- menn spítalans og ráðherra skipaði svo formann. Þegar Borgarspítalinn og Landspítalinn voru samein- aðir um aldamótin var umrædd stjórn lögð af. Hefur Nich ole kynnt sér hvernig þessi stjórn vann og hvernig hún lét til sín taka? Sá þessi stjórn um að sækja fjárveitingar til Alþingis? Enn eru í fullu fjöri nokkr- ir þeirra sem sátu síðast í umræddri stjórn og hæg heimatökin að hafa samband við þá aðila til að afla sér þekkingar um málið. Uggvænlegt Það er uggvænlegt ef þingmaður- inn hefur í huga það fyrirkomu- lag á slíkri stjórn að velja í hana „fagaðila“ sem eru kunnir rekstri fyrirtækja, eins og tíðkast mjög í Bandaríkjunum, þ.e. fá í stjórnina forstjóra sem eru aldir upp í fyrir- tækjum þar sem markmiðið er að hámarka gróðann. Gamlir og ungir forstjórar hafa yfirleitt enga þekkingu á rekstri sjúkrahúsa og vita mjög lítið um þá starfsemi sem þar fer fram. Þannig að ekki er líklegt að slíkir „fagaðilar“ leggi margt gott til málanna. Raunar er á hreinu hvernig slík stjórn yrði skipuð, hún kæmi að meiri hluta frá ríkisstjórn á hverjum tíma, yrði pólitískt skipuð þótt vera kynni að hún væri „fagleg“ á yfirborðinu. Tilgangurinn með tillögunni er augljós. Núverandi ríkisstjórn stefnir að því að þrengja að Land- spítalanum en styrkja einkavædda heilbrigðisþjónustu. Liður í því er að hemja forstjóra spítalans svo hann sé ekki sífellt niðri á Alþingi til að betla peninga, eins og þing- konan orðar svo smekklega. Eða getur hún ekki dulið fyrirlitningu sína á umræddum manni? Það er einkennileg aðferð að viðra ekki slíkar hugmyndir fyrst við forstjóra spítalans og forráða- menn hans, að minnsta kosti að kynna sér hvað þeim finnist. Marg- ir geta haft skoðanir á rekstri spítal- ans, bæði vel og illa ígrundaðar, en samt sem áður þá er kunnáttan og þekkingin í höndum þeirra sem halda þar um stjórnvölinn. Ættum ekki að ameríkanísera heilbrigðisþjónustuna Við ættum ekki að ameríkanísera heilbrigðisþjónustuna og ég mun berjast gegn því eins lengi og ég hef krafta til og reyna að fá fólk með mér, enda er ástandið í heilbrigð- ismálum í Bandaríkjunum ekki gæfulegt, að minnsta kosti ekki fyrir þá sem eiga lítið af peningum, og varla batnar það í tíð núverandi forseta þar. Ég byrjaði að vinna á Land- spítalanum 1968 og hef unnið þar mestalla starfsævina og fylgst með peningaleysi þar á bæ. Það er ekki sómasamlegt þegar kemur fyrir að fötur standi á göngunum til að mæta húsleka. Ég þekki spítalann vel, bæði sem starfsmaður og not- andi, vann þar rúm 40 ár og þykir mjög vænt um vinnustaðinn. Hef fengið þar mjög góða þjónustu og starfsfólkið sýnt mér hlýju og umhyggju. Það þarf bæði að huga að ytra útliti og innri starfsemi og þar þarf Alþingi heldur betur að taka sig á, bæði með að bæta tækjakost og viðhald, en það hafa stjórnvöld vanrækt mjög undanfarin ár. Nichole er vinsamlega beðin að kynna sér mannkosti fólks áður en hún fer að núa því um nasir að það komi á fund Alþingis að betla og sníkja fyrir starfsemi sína. Vil að endingu minna á að þjóðin á Land- spítalann en ekki formaður velferð- arnefndar Alþingis, sem hleypur fram og til baka, að eigin sögn, en talar ekki við þá sem best þekkja til. Væri ekki betra að hlaupa minna en hlusta á forstjóra spítalans þegar hann rekur fyrir velferðarnefnd hverjar þarfir spítalans eru. Stjórn yfir Landspítala? Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði Nichole er vinsamlega beðin að kynna sér mannkosti fólks áður en hún fer að núa því um nasir að það komi á fund Alþingis að betla og sníkja fyrir starfsemi sína. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur. Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn. Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 3 1 . M A í 2 0 1 7 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 9 -F 0 2 0 1 C F 9 -E E E 4 1 C F 9 -E D A 8 1 C F 9 -E C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.