Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 28.–30. júní 20162 Fréttir
HAMBORGARASÓSA MEÐ
BEIKONBITUM
... þarf að segja eitthvað meira?
NÝ
SÓSA
Tilboð á Lappset
útileiktækjum 2016
Leitið til sölumanna í síma 565 1048
HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI
- Leiðandi á leiksvæðum
jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is
Uppsetningar, viðhald og þjónusta
• Útileiktæki
• Girðingar
• Gervigras
• Hjólabrettarampar
• Gúmmíhellur
• Fallvarnarefni
Hleyptu rangri Sóleyju í leynispjall
T
uttugu og eins árs gömul
alnafna Sóleyjar Tómas
dóttur borgarfulltrúa
fékk óvænta innsýn í bak
tjaldamakk stjórnmál
anna þegar henni var fyrirvaralaust
bætt við umræðuhóp borgarstjórn
armeirihlutans meðan á borgar
stjórnarfundi stóð. „Það er leiðin
legt að vera að troða þessu upp á
óviðkomandi aðila og rétt að biðj
ast afsökunar á því,“ segir formað
ur borgarráðs sem segir umræður
meirihlutahópsins vel þola dags
ljósið.
Strategískar umræður og
sjálfsefi borgarstjóra
„Mér fannst þessi ruglingur fyrst
og fremst fyndinn en þegar maður
hugsar þetta lengra þá eru þetta
náttúrlega frekar ámælisverð
vinnubrögð fyrir meirihluta borgar
stjórnar,“ segir Sóley Tómasdóttir,
21 árs gamall nemi og alnafna odd
vita Vinstri hreyfingarinnar græns
framboðs í borgarstjórn.
Sóley vissi ekki hvaðan á hana
stóð veðrið þegar henni var skyndi
lega bætt við samtal meirihluta
borgarstjórnar á Facebook fyrir
misskilning. Sóley staðfestir þetta
í samtali við DV og segir að sam
tal borgarfulltrúanna hafi gefið
áhugaverða innsýn
í baktjaldamakk
stjórnmálanna.
„Þau voru að ræða
hver væri besta
strategían til þess
að fá ákveðið mál
samþykkt í gegn
um borgarstjórn
óbreytt. Mest
voru þau að spá í
hver yrði mótleik
ur minnihlutans
og með hvaða hætti væri hægt að
bregðast við. Einn borgarfulltrúi
talaði um „að kalla blöff“ minni
hlutans og á einum stað kemur
borgarstjóri með tillögu en dregur
síðan aðeins í land með orðunum
„… eða er ég bara illgjarn pappa
kassi?“, segir Sóley kímin.
„Málið sem þau voru að ræða á
þessum tímapunkti var ekkert sér
staklega viðkvæmt en þetta vekur
upp spurningar um hvort borginni
sé stjórnað í gegnum Facebook
spjall. Ef svo er þá er kannski rétt að
sýna meiri aðgát,“ segir Sóley.
Aðspurð segist hún sjaldan hafa
orðið fyrir óþægindum út af nafni
sínu. „Fyrir fjórum árum birt
ist frétt á menn.is um nöfnu mína
sem ég „like“aði, þá sautján ára
gömul. Í kjölfarið var hringt í mig
frá vefsíðunni og tekið við mig ör
stutt spjall. Í lokin var ég spurð
hvort að ég myndi frekar giftast Agli
Gillz eða Erpi Eyvindarssyni og ég
svaraði Agli því ég taldi að hann
væri yngri. Í kjölfarið birtist frétt á
menn.is með fyrirsögninni „ Sóley
Tómasdóttir myndi frekar giftast
Gillz heldur en Erpi“, segir Sóley og
hlær.
Formaður borgar-
ráðs biðst forláts
Björn Blöndal, for
maður borgarráðs og
oddviti Bjartrar fram
tíðar, biðst afsökunar á
mistökunum sem hann
segir vissulega vera
óheppileg. „Þetta voru
umræður meirihluta
hópsins meðan á síðasta
borgarstjórnarfundi
stóð. Við tókum skyndilega eftir því
að það voru tvær Sóleyjar í hópn
um. Það er leiðinlegt að vera að
troða þessu upp á óviðkomandi
aðila og rétt að biðjast afsökunar á
því,“ segir Björn.
Að hans sögn eru engin málefni
rædd í hópnum sem ekki þola dags
ljósið og því fari fjarri að borginni sé
stjórnað í gegnum Facebook. „Eins
og allir í nútímasamfélagi þekkja þá
er þetta ágætis vettvangur fyrir sam
skipti þegar ekki er hægt að ræða
saman upphátt, eins og til dæmis
á borgarstjórnarfundi. Þarna er
hitt og þetta rætt, jafnvel skipst á
gaman yrðum en einnig athugað
hvort allir séu ekki vakandi og hvort
fólk sé nokkuð að fara að hlaupa út
undan sér í atkvæðagreiðslu. Þetta
er sósíalvettvangur meirihluta
hópsins og ágætt tæki í sjálfu sér,“
segir Björn, sem lítur atvikið ekki
alvarlegum augum. „Þetta er auð
vitað óheppilegt en þarna er ekkert
rætt sem ekki þolir dagsljósið. Það
er jafnvel spurning hvort við ættum
ekki að hafa umræðurnar „public“,
það myndi kannski auka áhuga
fólks á stjórnmálum,“ segir Björn. n
Tuttugu og eins árs gömul alnafna borgarfulltrúans fékk innsýn í baktjaldamakk stjórnmálanna
„Óheppilegt
– formaður borgarráðs
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Björn Blöndal Segir umræður meirihluta-
hóps borgarstjórnar á borgarstjórnarfund-
um alveg þola dagsljósið. Þar sé skipst á
gamanyrðum og athugað hvort að allir séu
„vakandi“. Mynd davíð Þór
Meirihluti borgarstjórnar
Bættu rangri Sóleyju Tómasdóttur
við „leynispjall“ hópsins meðan á
borgarstjórnarfundi stóð.