Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 28.–30. júní 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vissulega ákveðin hætta fyrir hendi Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild, segir fótboltaleiki geta falið í sér hættu fyrir hjartveika. – landspitali.is Traustsins verður Í nýafstöðnum forsetakosningum höfðu kjósendur ekki áhuga á að ræða Icesave eða þorskastríðið, efni sem komu þó sífellt til tals í kosn­ ingabaráttunni. Of mikill tími fór í þras um fortíðina meðan ljóst var að lang­ flestir frambjóðendur vildu horfa til framtíðar. Of oft gerðist það að fram­ bjóðendum var stillt upp eins og væru þeir á sakamannabekk og þeir látnir svara fyrir gömul orð, sem allflestum var ljóst að höfðu verið sárasaklaus og gáfu ekki tilefni til stórfelldrar umfjöll­ unar. Spurningar fjölmiðlafólks voru í of mörgum tilfellum með neikvæðum formerkjum og frambjóðendur lentu iðulega í því að þurfa að bera af sér sakir. Einn hafði skrifað ógætileg orð á Facebook fyrir einhverjum árum, annar notað myndlíkingu sem hann þurfti að útskýra hvað eftir annað, enn annar verið fundarstjóri í útrásarboði og þar sem einn frambjóðandi er einn áhrifamesti stjórnmálamaður 20. ald­ ar hér á landi var hann stöðugt spurð­ ur um verk sín og gjörðir á þeim tíma. Of mikið var staglast á þessum hlut­ um í umræðuþáttum og þjóðin þurfti óþarflega oft að hlusta á frambjóðend­ ur útskýra sama hlutinn aftur og aftur. Það var eiginlega meira rætt um fortíð en framtíð í þessari kosningabaráttu, þrátt fyrir að þeir frambjóðendur sem bestum árangri náðu reyndu stöðugt að setja framtíð Íslands og hlutverk forsetans á dagskrá. Guðna Th. Jóhannessyni er óskað til hamingju með góða og afgerandi kosningu. Það var aldrei raunhæft að hann fengi jafn mikið yfirburða­ fylgi og kannanir gáfu til kynna en stuðningurinn var mikill og hann var efstur í öllum kjördæmum. Frambjóð­ andinn sem næst honum kom háði vel skipulagða kosningabaráttu og stóð sig vel í kappræðum og hlaut að uppskera eftir því. Oft var illa vegið að Guðna í kosningabaráttunni en hann glataði ekki prúðmennsku sinni og hélt ró sinni. Hann mun verða góður forseti allrar þjóðarinnar, mun sam­ eina en ekki sundra. Eins og núver­ andi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefur bent á þá er líka styrkur fyrir hann að búa yfir meiri þekkingu á for­ setaembættinu en flestir aðrir. Guðni er traustsins verður. Það er list að kunna að vinna og Guðni tók sigrinum af þeirri hógværð sem einkennir hann. Það er líka list að kunna að tapa og meðframbjóðendur hans sýndu að þeir kunna það. Eng­ um tókst þó betur upp en Davíð Odds­ syni sem hafði rekið grimma kosn­ ingabaráttu sem beindist mjög gegn Guðna. Davíð tók ósigri sínum af yfir­ vegun og húmor og þó nokkurri reisn. Þar sýndi hann á sér hlið sem margir þekkja en sáu ekki oft í kosningabar­ áttunni. Hann hefði örugglega náð betri árangri í baráttu sinni hefði hann allan tímann sýnt á sér þessa hlið. Skoðanakannanir hafa sýnt að Ís­ lendingar láta sér annt um forseta­ embættið og vilja halda í það. Kjör­ sóknin í forsetakosningunum sýndi að það skiptir þjóðina máli hver gegn­ ir embættinu. Henni hefur alltaf tek­ ist að velja í embættið einstakling sem hefur staðið sig með prýði. Hið nýja val er örugglega engin undantekning frá því. n RÚV-heilkennið Eftir því var tekið af hversu mikilli reisn Davíð Oddsson tók ósigri sínum í forsetakosning­ unum en niðurstaðan hlýtur að hafa valdið honum miklum vonbrigðum. Davíð fékk prik frá mörgum fyrir viðbrögð sín. Einn heitasti stuðningsmað­ ur hans, Óli Björn Kárason, gat ekki sett sig í sama gír og Davíð heldur kenndi fjöl­ miðlum um. Óli Björn sagði í viðtali við RÚV að fara þyrfti yfir það hvernig fjölmiðlar hefðu tekið á kosningabaráttunni og þá sérstaklega RÚV sem hann sagði hafa verið ósanngjarnt gagnvart Davíð og reyndar fleiri frambjóðendum. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Óli Björn beit­ ir sér gegn RÚV, en hann hefur ítrekað gagnrýnt stofnunina. Stundum hefur verið sagt að þeir sem láti Davíð Oddsson fara hvað mest í taugarnar á sér séu haldnir Davíðs­ heilkenninu. Svo má velta fyrir sér hvort þeir sem hamast hvað mest á RÚV séu haldnir RÚV­ heilkenninu. MynD HeiðA HelgADÓttiR Myndin nýr forseti hylltur Yngsti meðlimur forsetafjölskyldunnar fylgist með mannfjölda safnast saman við heimili Guðna Th. Jóhannessonar á sunnudag, í öruggu fangi móðurafans. MynD SigtRygguR ARi „Oft var illa vegið að Guðna í kosningabaráttunni en hann glataði ekki prúð­ mennsku sinni og hélt ró sinni. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is allar gerðir skreytinga Kransar, krossar, hjörtu og kistu- skreytingar Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónust a Ég nota argan­ olíu daglega Jóhannes Haukur Jóhannesson um skegghirðuna. – DV Maður er bara maður sjálfur og það hefur ekkert með þjóðerni að gera egill Sæbjörnsson verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.