Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Side 20
Vikublað 28.–30. júní 201616 Sport
H
annes Þór Halldórsson,
Birkir Már Sævarsson, Kári
Árnason, Ragnar Sigurðs-
son, Ari Freyr Skúlason,
Jóhann Berg Guðmunds-
son, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi
Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason,
Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sig-
þórsson, Theódór Elmar Bjarnason
og Arnór Ingvi Traustason. Þetta
eru leikmennirnir sem í gærkvöldi
unnu eitthvert magnaðasta afrek í ís-
lenskri íþróttasögu, þegar þeir sigr-
uðu Englendinga í 16-liða úrslitum
Evrópukeppninnar í knattspyrnu.
Með þjálfarateymi liðsins og öðrum
frábærum leikmönnum í hópnum
hafa þeir skrifað nöfn sín svo ræki-
lega í sögubækurnar að eftir er tek-
ið um heim allan. „Ef einhver hefði
sagt mér fyrir nokkrum árum að við
myndum ná í 8-liða úrslit þá hefði
ég ekki trúað því,“ sagði Heimir Hall-
grímsson landsliðsþjálfari eftir sig-
urinn.
Í heimspressunni fyrir leik var
víðast farið fögrum orðum um
frammistöðu íslenska liðsins á
mótinu, samheldni þess, skipulag og
baráttuvilja – auk þess sem skýringa
var leitað á íslenska knattspyrnu-
undrinu. Enskir miðlar höfðu þrátt
fyrir árangurinn takmarkaða trú á að
Ísland gæti staðið enska liðinu snún-
ing – til þess vantaði það hæfileika,
þó viljinn væri nægur. Íslendingar
sýndu í leiknum að viljinn fleyt-
ir mönnum langt, því þeir léku sinn
besta leik í keppninni.
Svöruðu hraustlega fyrir sig
Eftir að Wayne Rooney skoraði af
öryggi úr vítaspyrnu í upphafi leiks,
virtist ljóst að verkefnið yrði erfitt.
Þeim sem töldu að Íslendingar
myndu leggja árar í bát skjátlaðist
hrapallega. Í næstu sókn, mínútu
síðar, tók Aron Einar Gunnars-
son eitt af sínum löngu inn-
köstum. Miðvörðurinn Kári
Árnason fleytti boltan-
um inn fyrir vörnina þar
sem hinn miðvörður-
inn Ragnar Sigurðsson,
skoraði af stuttu færi.
Staðan orðin 1-1 og
Englendingar virtu-
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Hetjurnar okkar
n Komu, sáu og sigruðu n Strákarnir okkar vinna
eitthvert magnaðasta afrek íslenskrar íþróttasögu
„
Það er
engin
hindrun
of stór
fyrir
þessa
stráka
núna
myndir epa