Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 22
Vikublað 28.–30. júní 201618 Fólk Viðtal Eliza Reid mun brátt flytja á Bessastaði. Hún er eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands. Ragnheiður Eiríksdóttir skrapp í heim- sókn til hjónanna að morgni sunnudagsins 26. júní, þáði ljómandi góðan kaffi- bolla og spjallaði við Elizu um nýja hlutverkið sem hún á í vændum. Nóttina eftir flugu hjónin til Frakklands til að horfa á leik Íslands og Englands á EM. Á Tjarnarstígnum eru út- sendingarbílar RÚV að koma sér fyrir þegar mig ber að garði. Dyrnar á húsi númer 11 standa upp á gátt og rödd nýja forsetans berst út í regnvotan sumardaginn. Ég læðist inn og hitti fyrir hina kanadísku Liz, frænku Elizu, í eldhúsinu. „Ég kom til að að- stoða þau,“ útskýrir hún fyrir mér. Guðni situr í stofunni, prúðbúinn innan um blóm, og er að ljúka við- tali við annað dagblað, á borðstofu- borðinu er ein stærsta súkkulaðikaka sem ég hef séð og veggina prýðir fjöldi mynda af fjölskyldunni. Eliza tekur á móti mér brosandi og ég gef henni hamingjuóskaknús. Svo lagar hún fyrir mig kaffi í appelsínugulan múmínbolla og við fáum okkur sæti í stofunni. Ég byrja á að spyrja Elizu hvernig henni líður. „Mér líður mjög vel. Þetta er svo- lítið eins og að fæða barn, konur skilja tilfinninguna. Maður er ofsalega glað- ur og þreyttur á sama tíma, og eitt- hvað alveg glænýtt og óþekkt er að byrja. Einhver óviss en falleg framtíð.“ Engar efasemdir Fyrstu kannanir sýndu stórkost- legt fylgi – voruð þið sigurviss allan tímann? „Þegar við byrjuðum að skoða möguleikann á framboði vildi Guðni ekki bjóða sig fram nema eiga góða möguleika á sigri. Hann bauð sig fram til að vinna, eins og allir hinir væntanlega. Frá fyrstu skoðana- könnunum hafði hann forskot, en við bjuggumst alltaf við að þær tölur mundu lækka. Hann stóð sig vel í baráttunni, fólki líkaði tónninn hans. Ég vissi að hann gæti orðið frá- bær forseti, og svo kom í ljós að ansi margir voru sammála því.“ Varstu einhvern tímann efins, læddist sú hugsun einhvern tím- ann að þér að ákvörðunin hefði ver- ið röng? „Nei, aldrei nokkurn tíma. Stund- um finnur maður svo sterkt fyrir því að eitthvað sé rétt, og þetta var eitt af þeim skiptum. Við höfðum engu að tapa. Ef Guðni hefði ekki unnið hefðum við bara snúið aftur til okkar starfa og haldið lífinu áfram með skemmtilega reynslu að baki.“ Vann Guðna í happadrætti Eliza fæddist í Ottawa, höfuðborg Kanada, og ólst upp, ásamt tveimur bræðrum sínum, í foreldrahúsum. „Reyndar ólst ég upp á bóndabæ, foreldrar mínir eru áhugabændur og eiga til dæmis íslenskar kindur, hænur og endur. Pabbi er kennari og mamma húsmóðir. Annar bróðir minn er verkfræðingur og hinn er rithöfundur. Ég er með BA-gráðu í ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Eliza flytur á Bessastaði Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Þetta er svo- lítið eins og að fæða barn, konur skilja tilfinninguna Innflytjandinn Eliza Vill nota tækifærið sem forsetafrú til að vinna að málefnum innflytjenda. Mynd SIGtRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.