Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 5.–8. ágúst 2016 Fréttir Erlent 13
reynslan af opnum fangelsum sé þó
mjög góð. Afar sjaldgæft sé að fangar
þeirra brjóti af sér meðan þeir séu í af-
plánun. Mikilvægt sé að gefa föngum
tækifæri til að verða hluti af samfé-
laginu að nýju þegar vist þeirra ljúki.
„Hvernig getur þú hjálpað fanga
ef þú deilir engu með honum, til
dæmis því hvernig þú lifir eða hvern-
ig börnin þín hafa það? Mennirnir
hér þekkja börnin mín, þeir vita hvar
ég á heima og hvað eina. Hvað ætti ég
að óttast?“
Fyrirkomulag skilar árangri
Þrátt fyrir að sótt sé að mannúðar-
stefnunni í málefnum fanga í Nor-
egi með kröfum um harðari refs-
ingar þá er ekki annað að sjá en
núverandi fyrirkomulag skili ár-
angri. Fangelsin í Noregi eru flest
lítil þar sem dvelja færri en 100
fangar. Þau eru dreifð víðs vegar um
landið þannig að fangar eru yfirleitt
í nágrenni við fjölskyldur sínar og
heimaslóðir.
Fangelsin eru hönnuð þannig að
líf innan veggja þeirra séu sem mest
í líkingu við það sem finna má fyrir
utan. Föngum er gefinn kostur á sinna
heilsufari, mennta sig og öðlast meiri
félagslega færni á ýmsum sviðum. Af-
plánun er stutt eða að meðaltali um
átta mánuðir. Til samanburðar var
meðal afplánunartími fanga í Banda-
ríkjunum 4,5 ár árið 2012. Fæstir
norsku fanganna sitja inni allan þann
tíma sem þeir eru dæmdir til.
Eftir að þriðjungi afplánunar
er lokið geta fangar sótt um heim-
fararleyfi. Hægt er að afplána helm-
ing dóms án þess að hlíta ströngum
skilyrðum um fangavist. Þetta virðist
virka. Glæpatíðni er mjög lág í Noregi
og innan við 20 prósent þeirra sem af-
plána í norskum fangelsum hrasa að
nýju á braut réttvísinnar þannig að
þeir eigi afturkvæmt í fangelsin. n
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is
Ný námskeið
Hringsjá
Náms- og starfsendurhæfing
Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is
Námskeið í ágúst og september 2016
• STYRKLEIKAR - hefst 15. ágúst
• TÖLVUR I - hefst 15. ágúst
• STYRKLEIKAR OG NÚVITUND
- hefst 30. ágúst
• ÚFF! ÚR FRESTUN Í FRAMKVÆMD
- hefst 30. ágúst
• MARKÞJÁLFUN - hefst 5. sept
• SJÁLFSUMHYGGJA lærðu að þykja
vænt um sjálfan þig - hefst 12. sept
MINNISTÆKNI - hefst 19. sept
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað
Ef þú fErð illa mEð fólk svarar það mEð illsku
Betrun jákvæðari en refsing
Sé horft til Íslands er það fangelsið á Kvíabryggju og áfangaheimilið Vernd sem eiga
eitt og annað sameiginlegt með fangelsinu á Bastey. Fangar á Kvíabryggju búa við mun
meira frjálsræði en þeir sem afplána á Litla-Hrauni. Vernd er áfangaheimili í Reykjavík
þar sem fangar mega fara út á morgnana og skila sér heim að kvöldi.
Á Kvíabryggju mega fangar ganga með síma, þegar ekki er vinna í boði er þeim
frjálst að fara í langa göngutúra frá fangelsinu, þá er golfvöllur á svæðinu og ýmis önnur
leiktæki til að stytta þeim stundir. Í stað þess að dvelja í klefum er föngum úthlutað
snyrtilegum herbergjum sem eru án rimla. Hefur Kvíabryggja stundum verið kallað
lúxushótel fanga. Rétt eins og í Noregi hafa kröfur um harðari refsingar orðið háværari,
þá sérstaklega eftir að útrásarvíkingar voru dæmdir til vistar á Kvíabryggju.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, hefur gagnrýnt slíkar umræður
sem hann segir helst eiga sér stað í athugasemdum netmiðla undir fréttum af dómsmál-
um. Segir Guðmundur núverandi fyrirkomulag skila betri árangri.
„Þegar fólk talar um Kvíabryggju sem lúxushótel getur aðeins tvennt komið til
greina, það hefur ekki stigið fæti á lúxushótel um ævina eða aldrei farið á Kvíabryggju,
nema hvort tveggja sé,“ sagði Guðmundur í pistli á heimasíðu Afstöðu þegar umræður
um að Al-Thani fangar lifðu lúxuslífi á Kvíabryggju. Þá sérstaklega eftir fréttaflutning
þess efnis að þeir óskuðu eftir rauðvíni með mat, sem ekki reyndist fótur fyrir. Segir
Guðmundur að um mikilvæga betrun sé að ræða sem fari fram með því að sýna föngum
traust og veita þeim aðgang að síma, tölvu og útivist.
Guðmundur segir að frelsissvipting sé alltaf þjáning og aðgangur að síma komi ekki í
staðinn fyrir samverustundir með fjölskyldu.
„Ætti ekki markmið fangelsisvistar að vera betrun? Oft og tíðum má greina háværar
raddir í þjóðfélaginu sem virðast ekki sammála því. Málflutningur þess hóps einkennist
af mikilli heift og oft er ekki annað að sjá en að einlægur vilji sé fyrir því að fangar þjáist,
eða að minnsta kosti hafi það sem verst.“