Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 5.–8. ágúst 2016 Menning 31 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd granda granda Drifkraftur bókaútgefandans „Stóra verkefnið er að tryggja að fólk haldi áfram að lesa. Ef lestur minnkar sífellt ár frá ári þá er þjóðin öll í miklum vanda. skrifa. Fagurbókmenntir eru hins vegar í fæstum tilvikum hvellsölu- bækur. Útgefandi gefur yfirleitt út bók af því honum finnst hún góð og trúir því að einhverjum öðrum muni líka þykja hún góð og að verkið muni að lokum rata til sinna þótt það geti tekið tíma. Þetta er sjálfur drifkrafturinn sem rekur bókaútgef- endur áfram.“ Fólk les ekki lengur jafnmikið og tíðkaðist hér áður fyrr. Er það ekki stöðugt áhyggjuefni? „Það er sjálfsagt full ástæða til þess að hafa áhyggjur en þá er að gera eitthvað í málinu. Enn sem komið er eru bækur í annarri stöðu en til dæmis tónlist þar sem sala á diskum hefur hrunið. Við höldum enn fast í þann góða sið að gefa bæk- ur í jólagjöf og bókaútgáfa árið um kring hefur aukist. Stóra verkefnið er að tryggja að fólk haldi áfram að lesa. Ef lestur minnkar sífellt ár frá ári þá er þjóðin öll í miklum vanda.“ Bók um Bjarna Thorarensen Páll er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal rómaðrar ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur og ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem fékk á sínum tíma Íslensku bókmenntaverðlaunin. Páll er að lokum spurður hvort fleiri bækur séu á leiðinni. „Jájá, ég er ekki hættur að skrifa. Ég er með ýmsar bækur í pípunum, um sumar má tala og aðrar ekki. Mig hefur til dæmis alltaf langað aftur á 19. öldina, sem er heillandi tími, og ef guð lofar hef ég ekki sagt mitt síðasta orð þar. Ég er kominn vel áleiðis með bók um Bjarna Thorarensen, sem sjálfsagt er mörgum gleymdur nú, en var bæði mikið skáld og litrík og mótsagna- kennd persóna. Ég hef þá trú að ég geti skrifað góða bók um hann.“ n drekkur aðeins of mikið. Hún er feit og klunnaleg og er sama hvernig hún lítur út. Þeir sem hún þarf að hafa afskipti af vegna rannsóknar- innar horfa margir hverjir einungis á yfirborðið þegar þeir eiga í sam- skiptum við hana og vanmeta hana því mjög. Lesandinn fylgir þessari snjöllu konu við rannsókn henn- ar og ætti ekki að leiðast sá félags- skapur. Það má setja spurningarmerki við lausn morðgátunnar. Hún kem- ur á óvart en reynir að vissu leyti á trúgirni lesandans. Sálfræðilegu þátturinn í þessari bók er að mestu leyti vel heppnaður en virkar ekki alveg nógu vel undir lokin þegar morðinginn er afhjúpaður. Skýr- ingarnar á því af hverju hann framdi glæpina standast hugsanlega ekki skoðun þeirra allra gagnrýnustu. Það er svo sem ekkert einsdæmi í glæpasögum jafnvel flinkustu höf- unda. Þetta breytir þó engu um að þeir sem eru nú í fyrsta sinn að lesa bók eftir Cleeves vilja mjög líklega lesa fleiri. n Í hlutverki Veru Brenda Blethyn leikur lögregluforingjann í vinsælum glæpaþáttum. Læknir ræðir um starf sitt á Gaza Róttæki sumarháskólinn fer fram í sjötta skipti í ágúst N orski læknirinn og að- gerðasinninn fyrir réttindum Palestínumanna, Mads Gil- bert, verður einn fyrirlesara í Róttæka sumarháskólanum 2016 sem hefst í næstu viku. Róttæki sumarháskólinn er árleg fyrirlestraröð þar sem leitast er við að tengja saman róttækar hugmynd- ir og aktívisma, baráttuna fyrir efna- hagslegu réttlæti, umhverfisvernd, femínisma, lýðræði og réttindum minnihlutahópa, svo eitthvað sé nefnt. Skólinn er grasrótarverkefni sem hefur farið fram í eina viku á hverju sumri undanfarin sex ár. Í ár verður boðið upp á þrettán mál- stofur – þar af fimm á ensku. Um- fjöllunarefnin eru eins fjöl- breytt og þau eru mörg: staða kvenna í íslam, flóttamannastraumurinn og uppgangur fasisma, róttæk blaðamennska, hjálparstarfsiðnaðurinn og hernámið í Palestínu, ís- lenskur aktívismi, veganismi, anarkismi, byltingar og loftslags- breytingar. Mads Gilbert, sem er heims- þekktur fyrir starf sitt og baráttu í Palestínu, mun flytja fyrirlestur sunnudaginn 14. ágúst og nefnist hann „Hjálparstarfsiðnaðurinn á tímum nýrrar nýlendustefnu: Það sem ég hef lært á Gaza- svæðinu.“ Engin skráning er nauðsynleg, frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en í ár hefur skólinn aðsetur í húsnæði Háskólans á Bifröst, að Suður- götu 10 í Reykjavík. Nánari upplýs- ingar um námsstofur og stundaskrá Róttæka sumarháskólans má finna á heimasíðu verkefnisins: www.sum- arhaskolinn.org. n kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.