Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 17
Helgarblað 5.–8. ágúst 2016 Umræða 17
E
itt er alveg víst. Ef Evrópa
sinnir ekki neyðarkalli Kúrda
í dag, þá munu þeir minna
á sig á morgun þegar þeir
banka upp á sem flóttamenn.
Það gerðu þeir margir hverjir þegar
þeir flúðu til að bjarga lífi sínu og
sinna undan ofbeldi og morðárásum
herja Saddams Hussein í Kúrdahér-
uðum Íraks, á sínum tíma. Kúrdar
eru á bilinu 30 og 40 milljónir tals-
ins og byggja einkum héruð í fjórum
ríkjum; Íran, Írak, Sýrlandi og Tyrk-
landi.
Sigursælir gegn ISIS
Í baráttunni gegn ISIS í norðanverðu
Sýrlandi, hafa Kúrdar sýnt og sann-
að að þeir hafa öllum öðrum fremur
verið sigursælir, reyndar svo mjög að
menn gera því skóna að ein ástæðan
fyrir því að Erdogan Tyrklandsforseti
og hans lið ákvað að láta til skarar
skríða gegn þeim fyrir nákvæmlega
ári, í ágúst í fyrra, eftir tveggja ára
þíðutímabil, hafi verið sú að hann
hafi óttast að Kúrdar myndu færa
sig upp á skaftið innan landamæra
Tyrklands í kjölfar sigra sinna í Sýr-
landi.
Önnur ástæða hafi svo verið sú að
eftir kosningasigur HDP, stjórnmála-
flokks lýðræðissinnaðra Kúrda í júní í
fyrra, missti Erdogan meirihluta sinn
á þingi. Boðaði til nýrra kosninga
um haustið eftir að hann hafði með
ofsóknum endurvakið kúrdískar
hryðjuverkasveitir til lífsins með
skefjalausu ofbeldi í garð Kúrda al-
mennt. Í haustkosningunum endur-
heimti hann meirihluta sinn en tókst
þó ekki það ætlunarverk sitt að koma
flokki Kúrda út af þinginu.
Fá hvorki vatn né rafmagn
Við svo búið var gripið til annarra
ráðstafana. Yfir eitt hundrað lýð-
ræðislega kjörnum borgar- og bæjar-
stjórum í héruðum Kúrda var bolað
úr embætti, sumir fangelsaðir, aðrir
hraktir í útlegð. Síðan var fyrirskipað
útgöngubann sem meira og minna
hefur staðið yfir í eitt ár í tuttugu og
tveimur héruðum í Kúrdabyggðum
í suðausturhluta Tyrklands með
skelfilegum afleiðingum að mati
Amnesty International sem segir
fólkinu meinaður aðgangur að vatni
og rafmagni sem sé skýlaust mann-
réttindabrot.
Í gögnum sínum staðhæfði
Evrópuráðið í júní síðastliðnum að
355 hundruð þúsund manns væru á
vergangi og 1,6 milljónir hefðu orðið
fyrir alvarlegum búsifjum af völdum
þessa.
Þingmenn leiddir fyrir dómara
Þá voru í maí síðastliðnum numin úr
gildi ákvæði í stjórnarskrá Tyrklands,
sem tryggðu þingmönnum þing-
helgi. Í kjölfarið hafa 152 þingmenn
verið lögsóttir aðallega vegna um-
mæla sem sögð eru stuðla að hryðju-
verkum! Nær allir þingmennirnir
sem sótt er að með þessum hætti eru
úr röðum Kúrda. Síðan þekkja menn
úr fréttum síðustu vikna lögsóknir og
ofsóknir gegn blaðamönnum. Þær
færðust mjög í aukana eftir „valda-
ránstilraunina“ 15. júlí, sem sumir
fréttaskýrendur útiloka ekki að hafi
verið sviðsett til að skapa skálkaskjól.
Þverpólitísk samstaða
Eftir að ofsóknirnar mögnuðust í
Tyrklandi síðari hluta júlímánað-
ar – dómarar og saksóknarar sem
ekki hlýddu valdboði voru nú reknir
í stórum hópum – óskaði Steinunn
Þóra Árnadóttir, þingkona VG, eftir
því að utanríkismálanefnd þingsins
kæmi saman til fundar til að ræða
afstöðu íslenskra stjórnvalda og
hvernig henni væri komið á fram-
færi.
Þessi fundur var haldinn í vik-
unni og sat utanríkisráðherra fyrir
svörum en ég var fulltrúi VG á fund-
inum og vakti ég þar athygli á fram-
angreindum þáttum.
Frá því er skemmst að segja að
fundurinn var afar gagnlegur og
ríkti um það þverpólitísk samstaða
að mótmæli Íslands ættu ekki að
einskorðast við mannréttindabrot
sem framin hefðu verið síðustu
vikur heldur skyldi einnig horft til
ofsókna á hendur Kúrdum síðustu
mánuði. Undir þetta tók utanríkis-
ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, og er
það vel.
Þá mun enginn vafi ríkja
Nú er þess beðið að utanríkis-
málanefnd Alþingis álykti í þessa
veru og að þeirri samþykkt verið
komið á framfæri á þeim vettvangi
sem við eigum helst snertiflöt með
Tyrkjum. Sá vettvangur heitir NATO.
Þegar þetta hefur verið gert mun
enginn þurfa að velkjast í vafa um
að Ísland vilji standa vörð um lýð-
réttindi í Tyrklandi. n
Ögmundur Jónasson
alþingismaður
Kjallari
Íslendingar gleyma ekki Kúrdunum„Þegar þetta hef-
ur verið gert mun
enginn þurfa að velkj-
ast í vafa um að Ísland
vilji standa vörð um lýð-
réttindi í Tyrklandi.
Samstöðufundur HDP, lýðræðis-
sinnaðra Kúrda Mynd EPA