Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 5.–8. ágúst 201620 Fólk Viðtal s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu að ferðast í haust? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Ný rúm frá RB rúm A nna Kristjánsdóttir fæddist 30. desember árið 1951 í Höfðaborginni í Reykjavík og var alin upp að hluta í Mosfellsdalnum. Hún fæddist í líkama lítils drengs, en vissi samt alltaf að hún væri kona. Fjölskyldan taldi átta manns, en Anna var yngst, og öll bjuggu þau saman í aðeins 39 fermetrum. „Það þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. Auðvitað var þröngt um okkur, en einhvern veginn virkaði það.“ Send í sveit Bernskan einkenndist af drykkju foreldranna. „Þess vegna var ég send í sveit með tveimur yngri systkinanna. Barnaverndarnefnd greip nokkrum sinnum inn í mál fjölskyldunnar og eldri systkinin höfðu líka verið tekin af heimilinu á tímabili. Þetta snerist um drykkju- skap og vanrækslu, ekki ofbeldi. Þrátt fyrir allt bjuggu foreldrar mín- ir alla tíð saman, í 55 ár. Mér fannst þetta ekkert voðalega dramat- ískt. Fyrst var ég á Silungapolli, svo í Reykjahlíð í fimm ár.“ Tólf ára gömul kom Anna svo aftur til fjöl- skyldu sinnar í Reykjavík. Ástandið hafði lítið skánað. „Það var allt við það sama, en ég var orðin eldri. Að- stæðurnar á heimilinu voru mikið feimnismál og ég bauð til dæmis aldrei vinum heim. Það var mikið um feimnismál og feluleik. Þessar aðstæður voru þó alls ekkert eins- dæmi. Á sjötta áratugnum bjó mikill fjöldi barna við svipuð kjör. Þröng- býli og fátækt þóttu ekki tiltökumál og það þótti til dæmis ekkert sjálf- sagt að vera með baðherbergi. Hjá okkur var einungis salerni en tvær sundlaugar voru mikið stundaðar.“ Ég spyr Önnu hvort einhver í sveitinni hafi gengið henni í móður- eða föðurstað, og hvort hún hafi upplifað ofbeldi á þessum stöðum eins og margir henni samtíða hafa lýst á seinni árum. „Nei, það var enginn sem gekk mér í foreldrisstað, en ég varð heldur aldrei vör við neitt ofbeldi fullorðinna gagnvart börn- unum.“ Streittist á móti Anna vissi alltaf að hún væri kona, en á unglingsárunum byrjaði flótt- inn fyrir alvöru. „Pælingarnar um mitt rétta eðli urðu sterkari og skýr- ari með kynþroskanum. Ég gat ekki sagt neinum frá þessu og vissi ekki um neinn í sömu sporum. Ég streittist á móti af öllum kröftum og fór 14 ára á sjóinn, strax að loknu skyldunámi. Það var svo sem ekk- ert óeðlilegt á þeim tíma að krakk- ar færu að vinna þetta snemma.“ Seinna fór Anna í landspróf í Gaggó Vest, en eftir það kom hún sér á togara. „Sjórinn var hluti af flóttan- um. Ég gat ekki komist lengra frá heiminum, frá hugsunum og stöð- ugum pælingum. Á svona flótta verður tilhneiging til að fara í átt að ofurkarlmennsku – og sjórinn er einmitt þannig staður. Svo festist ég bara á sjónum og þvældist milli báta og togara.“ Tvítug fór Anna í Vélskólann og lauk þaðan prófi vélstjóra. Það gekk lítið að bæla niður vanga- veltur um að hún væri kona í lík- ama og lífi karlmanns. „Ég gat ekk- ert leitað og átti hvorki trúnaðarvin né vinkonu.“ Hún hélt á tímabili að hún væri kannski hommi – tilvist þeirra var jú viðurkennd á þessum árum þó að örfáir væru komnir út úr skápnum. „Ég kannaði það mál, en það reyndist ekki vera. Þegar ég var um 16 ára, að mig minn- ir, komst ég að því að úti í heimi hefðu verið framkvæmdar að- gerðir á fólki. Ég sá heimildamynd í Laugarásbíói, þar sem meðal annars var fjallað um April Ashley, eina fyrstu transkonuna í Bretlandi sem fór í kynleiðréttingu. Hún hafði verið á sjó, farið í sjóherinn og geng- ið í gengum ýmislegt fyrst. Hennar uppvöxtur virtist dálítið áþekkur mínum, þó að reyndar hafi leið hennar svo legið í fyrirsætubrans- ann á meðan ég hélt áfram á sjón- um. Þarna sá ég eitthvað sem hægt var að stefna að.“ Anna reyndi að kynna sér málin frekar, en komst fljótlega að því að kostnaður við að- gerð væri það mikill að líklega yrði hún áfram fjarlægur draumur. Dæmigerður karlmaður Anna hélt áfram lífi karlmannsins og næsta skref var að giftast og stofna fjölskyldu. „Ég byrjaði í sam- búð 1974 og við gengum í hjóna- band ári síðar. Hjónabandið var svo sem í lagi, en ákveðin þvingun um leið. Við eignuðumst þrjú börn, og ég er mjög þakklát fyrir það. Við höf- um sterka þörf fyrir endurholdgun í formi niðja og þegar yfir lýkur eru þau kannski það eina sem við skilj- um eftir okkur hér á jörðinni.“ Anna sagði konu sinni fljótlega hvers kyns var. „Ég get ekki sagt að viðbrögð hennar hafi verið jákvæð, heldur ekki að það hafi verið mikið um ást eða nánd í hjónabandinu. Það var í raun blekking. Það var svo erfitt að ræða það sem amaði að – engar fyrir myndir og ekki gátum við leitað okkur hjálpar.“ Skömmu fyrir skilnað þeirra hjóna 1984 reyndi Anna í fyrsta sinn að leita sér hjálpar. „Ég leitaði að- stoðar á Geðdeild Landspítalans, og þar ruku menn upp til handa og fóta. Einn vildi loka mig inni og annar vildi endilega finna lækn- ingu við þessum kvilla. Það var enga hjálp að hafa svo ég hélt bara áfram á sjónum.“ Sölvína kom til hjálpar Eftir vinnuslys á sjónum, þar sem Anna axlarbrotnaði, lauk hún öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. „Þar kynntist ég Sölvínu Konráðs sálfræðingi sem starfaði þar sem námsráðgjafi. Hún var fyrsta manneskjan sem skildi mig. Hún aðstoðaði mig við að finna réttu læknana og fagfólk sem hafði skilning á þessu. Einhver vildi loka mig inni til rannsókna en fleiri sýndu skilning og vildu hjálpa Baráttukonan og brautryðjandinn Anna „Sjórinn var hluti af flóttanum. Ég gat ekki komist lengra frá heiminum, frá hugsunum og stöð- ugum pælingum. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Baráttukona Nú er ég orðin meira eins og „grand old lady“. mynD SigtRygguR aRi anna Kristjánsdóttir var fyrsta íslenska trans- konan sem kom fram fyrir augu þjóðarinnar, bein í baki, stolt og loksins byrjuð að lifa í sínu rétta kyni. Anna var önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei kosið að koma fram í fjölmiðlum. Anna og Ragnheiður Eiríks- dóttir blaðakona, hittust á kaffihúsi, drukku kaffi, borðuðu belgískar vöfflur og ræddu saman um lífið og tilveruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.