Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 30. september–3. október 20164 Fréttir
( 893 5888
Persónuleg
og skjót
þjónusta
þú finnur
okkur á
facebook
Íslendingar keyptu sér
kFC Fyrir 2,5 milljarða
n Helgi í Góu malar enn gull á djúpsteiktum kjúklingi
n 235 milljónir í arð á fimm árum
K
FC skyndibitakeðjan hér á
landi heldur áfram að mala
gull fyrir Helga Vilhjálms
son, sem kenndur er við
Góu. KFC hagnaðist um
110,5 milljónir króna árið 2015, sam
kvæmt nýbirtum ársreikningi fé
lagsins. Hagnaðurinn dregst held
ur saman miðað við árið á undan
þegar hann nam rúmum 120 millj
ónum króna. Íslendingar virðast
þó ekki minna sólgnir í djúpsteikta
kjúklinginn þar sem
vörusala KFC í fyrra
nam ríflega 2,5 millj
örðum króna, sam
anborið við 2,4
milljarða árið
áður.
235 milljónir
í arð
KFC ehf. rekur
átta veitingastaði
á höfuð borgar
svæðinu, Selfossi
og í Keflavík. Helgi
Hagnaður og arðgreiðslur
Ár Hagnaður KFC ehf. Arðgreiðslur
2015 110,5 milljónir 50 milljónir
2014 120,5 milljónir 50 milljónir
2013 41 milljón 50 milljónir
2012 92,8 milljónir 55 milljónir
2011 58 milljónir 30 milljónir
Alls 422,8 milljónir 235 milljónir
Vilhjálmsson er eini eigandi fé
lagsins og framkvæmdastjóri. Líkt og
árið á undan greiðir Helgi sér 50 millj
ónir króna í arð út úr félaginu í ljósi
góðrar afkomu, ofan á þau laun sem
hann fær sem framkvæmdastjóri og
námu 11,6 milljónum króna í fyrra.
DV hefur undanfarin ár fjallað um
velgengni KFC og Helga en árin 2014
og 2015 virðast hafa verið sérlega
góð. Síðastliðin fimm ár, frá 2011 til
2015, hefur hagnaður KFC numið
alls 422,8 milljónum króna. Á sama
tíma hafa arðgreiðslur til Helga, sem
eina eiganda félagsins, numið 235
milljónum króna.
Á við 2,3 milljónir Zinger-borgara
Til að setja arðgreiðslur síðastliðinna
fimm ára til Helga í samhengi fyrir
aðdáendur KFC þá dygðu þær
til að kaupa 217.794 Zin
ger Towerkjúklinga
borgara á 1.079 krónur
stykkið. Miðað við
vörusölu KFC upp
á 2,5 milljarða
króna í fyrra má
sömuleiðis segja
að Íslendingar
hafi keypt sér
2.316.960 Zinger
Towerborgara.
Eða sem nemur
um sjö borgurum á
hvert mannsbarn á Ís
landi. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Gerir það gott
Helgi Vilhjálmsson
gæti með góðu
móti farið að
kenna sig við KFC
miðað við ágæta
afkomu skyndi-
bitakeðjunnar
á umliðnum
árum.
Laus úr haldi
í Eyjum
Karlmaður á þrítugsaldri, sem
grunaður er um kynferðisbrot
og alvarlega líkamsárás á konu í
Vestmannaeyjum, var látinn laus
úr haldi lögreglu í gær. Maðurinn
hafði þá setið í gæsluvarðhaldi
síðan Hæstiréttur staðfesti kröfu
lögreglustjórans í Vestmanna
eyjum þann 21. september síðast
liðinn.
Maðurinn var handtekinn
laugardaginn 17. september
vegna gruns um að hann hefði
nóttina áður brotið gegn konu á
fimmtugsaldri. Hún fannst nakin
með mikla áverka í andliti og
mældist líkamshiti hennar aðeins
35,3 gráður.