Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 30. sept.–3. okt. 2016 77. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þrastalundur Hefur opnað eftir gagngerar breytingar! Tilvalið að skreppa í stuttan bíltúr og koma við í Þrastalundi þar sem hægt að fá sér veitingar og njóta stórglæsilegrar náttúru í nýuppgerðum veitingastað. Vertu velkomin. - P E R L A S U Ð U R L A N D S - Í Þrastalundi færðu gott úrval af eldbökuðum pizzum sem hafa fengið frábæra dóma. Komdu og smakkaðu. G A M L A S M I Ð J A N Eldbakaðar pizzur Allir krakkar sem koma við í Þrastalundi fá frían ís í september! Í S FA B R I K K A N Frír ís fyrir krakka MINIMARKET SÍMI 779 6500 Rottuðu þau sig saman? Berskjaldaðir fyrir fullu húsi n Uppselt er á tilraunasýningu Mið-Íslands á sunnudaginn þar sem meðlimir uppistandshóps- ins ætla að frumflytja nýtt efni. Ari Eldjárn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni og sagði allt efnið vera glænýtt, óstöð- ugt, hrátt og gróft. Það væri jafnvel drullufyndið, lélegt, og allt þar á milli. „Persónulega finnst mér þetta alltaf mest spennandi sýningin því maður er nánast ber- skjaldaður á sviðinu og adrenalínið er eftir því,“ sagði Ari. H agnaður dúkkulísuvefjar- ins dressuppgames.com, sem er í eigu vestfirska bókasafnsfræðingsins Ingu Maríu Guðmunds- dóttur, nam rétt rúmum 35 milljón- um króna í fyrra. Vefurinn hefur því verið rekinn með samtals um 410 milljóna króna hagnaði frá hruni og arðgreiðslur til Ingu á sama tímabili numið um 285 milljónum. Inga María opnaði vefsíðuna árið 1998 en einkahlutafélagið Dress up games var stofnað 2007. Hún er eini starfsmaður og hluthafi félagsins sem hefur á síðustu árum verið á meðal arðbærustu fyrirtækja á Vestfjörðum. Tekjur þess koma inn í gegnum aug- lýsingasamning við Google en síð- an, sem er samansafn tölvuleikja þar sem dúkkulísur af öllum stærðum og gerðum eru klæddar í föt og skreyttar með ýmsum fylgihlutum, hýsir aug- lýsingar sem önnur fyrirtæki kaupa af bandaríska stórfyrirtækinu. Líkt og kom fram í DV í október í fyrra hef- ur afkoma dúkkulísusíðunnar aldrei verið betri en árið 2009 þegar hagn- aðurinn nam 111 milljónum. Árið eft- ir var hann 100 milljónir króna en ís- lenska krónan var þá töluvert sterkari gagnvart dollaranum en árið á eftir. Eignir Dress up Games voru í árslok 2015 metnar á 213 milljónir króna. Félagið átti þar af 102 milljón- ir í innstæðum í innlánsstofnunum og hlutabréf fyrir um níu milljónir. Í ársreikningi félagsins kemur fram að það átti þá bréf í sex fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Hefur dúkkulísuvefurinn meðal annars fjárfest í verslunarfyrirtækinu Hög- um, fasteignafélaginu Reitum og olíufélaginu N1. Skuldirnar námu aftur á móti 18 milljónum króna og er eigið fé félagsins því jákvætt um 185 milljónir. n haraldur@dv.is Græddi 35 milljónir á dúkkulísuvefnum Vestfirski vefurinn rekinn með alls 410 milljóna hagnaði frá hruni Eigandinn Inga María starfaði áður sem bókasafnsfræðingur á Ísafirði en hún opnaði dúkkulísuvefinn árið 1998. Engin rottuhola n Jón Viðar Arnþórsson, for- maður íþróttafélagsins Mjölnis, og kærasta hans, Sóllilja Baltasarsdóttir, hafa fest kaup á 300 fermetra einbýlishúsi með tvöföldum bílskúr rétt hjá Hveragerði. Greindi Jón frá fast- eignakaupunum í Facebook- færslu þar sem hann segir þau hafa keypt húsið á „svipuðu verði og rottuhola í Vesturbæn- um færi á“. Bætir hann við að 6.300 fermetra land hafi fylgt með í kaupunum. Jón bjó áður í Hveragerði með fyrrverandi kærustu sinni, leik- og söngkon- unni Ágústu Evu Erlendsdóttur. Keyptu þau einbýlishús í bæn- um fyrir rúmum tveim- ur árum og sagði Jón þá á sam- félagsmiðlum að húsið hefði kostað jafn mik- ið og „tveggja herbergja rottu- hola í Vestur- bænum“. „Höfum við beðist velvirðingar?“ n Fjöllistamaðurinn Bragi Valdi- mar Skúlason hefur áhuga á öllu sem íslenskt er. Tungumálinu, ís- lenskri tónlist og síðast en ekki síst matarmenningu landsins. Á Twitter deilir hann gamalli auglýsingu frá ónefndu matvælafyrirtæki þar sem því er haldið fram með stolti að majónessmurða rúllutertubrauðið sé séríslensk uppfinning. Bragi Valdimar virðist ekki hafa mikið álit á þessu flaggskipi íslenskra ferm- ingarveislna: „Höfum við sem þjóð axlað ábyrgð, eða beðist velvirðingar, á þessu framlagi okkar til matarmenningar heimsins?“ spyr háðfuglinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.