Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 4.–6. október 201612 Fréttir
Gæði í
merkingum
www.graf.is
• Sandblástursfilmur
• Skilti úr málmi, plasti og tré
• Merkingar á bíla
Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790
H
éraðsdómur Reykjavíkur
hefur sakfellt karlmann á
fertugsaldri fyrir líkamsárás
sem átti sér stað í strætis-
vagni við Bollagarða í Reykjavík í
apríl í fyrra. Samkvæmt ákæru sló
maðurinn bílstjóra strætisvagnsins
í andlitið.
Afleiðingar árásarinnar voru þær
að bílstjórinn hlaut mar og bólgu á
efri vör, eymsli yfir andlitsbeinum,
tognun á hálsi, heilahristing og verk
í tönnum. Árásarmaðurinn mætti
ekki þegar málið var þingfest í hér-
aðsdómi og boðaði ekki forföll. Var
maðurinn því sakfelldur samkvæmt
ákærunni.
Árásarmaðurinn, sem er fæddur
árið 1984, á sakaferil að baki og var
í október 2015 dæmdur í 30 daga
fangelsi fyrir akstur undir áhrifum
ávana- og fíkniefna. Refsing hans
fyrir árásina á strætóbílstjórann var
hegningarauki við dóminn og var
manninum því gert að sitja í fang-
elsi í fimmtán daga.
Loks var honum gert að greiða
fórnarlambi sínu skaðabætur að
fjárhæð 499 þúsund krónur. Inni í
þeirri upphæð eru miskabætur og
bætur vegna útlagðs kostnaðar. n
einar@dv.is
Strætóbílstjóri
kýldur í andlitið
Bílstjórinn fær hálfa milljón í skaðabætur
Strætó Árásin átti sér
stað við Bollagarða í
Reykjavík í apríl í fyrra.
Kostnaður við forðann
um 36 milljarðar á ári
Á
ætla má að vaxtakostnaður
af ört stækkandi gjaldeyris-
forða Seðlabanka Íslands,
sem er núna orðinn samtals
um 740 milljarðar, sé í kring-
um 36 milljarðar króna á ársgrund-
velli. Mestu munar þar um vaxta-
kostnað af þeim hluta forðans sem
er fjármagnaður í krónum, stund-
um nefndur óskuldsettur gjaldeyris-
forði Seðlabankans, en sá kostnaður
er í dag um 2,2 milljarðar króna á
mánuði. Ásgeir Jónsson, forseti hag-
fræðideildar Háskóla Íslands og
efnahagsráðgjafi Virðingar, segir í
samtali við DV að Seðlabankinn sé
„kominn í erfiða stöðu“ vegna mik-
illa gjaldeyrisinngripa bankans enda
sé afar kostnaðar samt að halda úti
gjaldeyris forða af slíkri stærðargráðu.
Vegna munar á milli ávöxtunar
forðans erlendis og innlendra vaxta
hefur forðinn neikvæð áhrif á af-
komu Seðlabankans. Sé miðað við
stöðuna í lok september má áætla að
sökum þessa neikvæða vaxtamun-
ar þá sé kostnaður við 500 milljarða
gjaldeyris forða bankans sem er fjár-
magnaður í krónum innanlands – á
vöxtum sem eru í kringum 5,25% –
um 26 milljarðar á ári. Vaxtakostnað-
ur forðans sem er fjármagnaður í er-
lendri mynt, en sá hluti forðans er í
dag um 240 milljarðar, er hins vegar
um tíu milljarðar.
Blönduð leið í pípunum
Ekkert lát hefur verið á gjaldeyris-
kaupum Seðlabankans síðustu
mánuði og misseri en það sem af
er þessu ári nema kaupin tæplega
290 milljörðum. Það er meira en á
öllu síðasta ári þegar bankinn keypti
gjaldeyri fyrir samtals 272 milljarða.
Tilgangur kaupanna, sem hafa numið
yfir 55% af heildarveltu á gjaldeyris-
markaði, hefur verið að vega á móti
styrkingu krónunnar samhliða miklu
innstreymi gjaldeyris og samtímis að
byggja upp forða sem er fjármagnað-
ur innanlands í aðdraganda losunar
fjármagnshafta. Þrátt fyrir þessi stór-
felldu gjaldeyriskaup hefur gengis-
vísitala krónunnar hækkað um lið-
lega 11% á árinu.
Ásgeir bendir á að Seðlabankinn
hafi aldrei áður komið sér upp svona
stórum gjaldeyrisforða. Það sé hins
vegar ljóst að bankinn sé kominn í
aðþrengda stöðu enda muni meiri
gjaldeyriskaup meðal annars hafa í
för með sér enn frekari neikvæð áhrif
á afkomu Seðlabankans og jafnframt
ýta undir þenslu með því að fylla fjár-
málakerfið af lausafé. Hann telur því
ekki ólíklegt að Seðlabankinn bregð-
ist við á næstunni með blandaðri leið
vaxtalækkana og að gengi krónunnar
verði leyft að styrkjast meira með því
að draga umtalsvert úr gjaldeyris-
kaupum bankans.
Útflæði eftirsóknarvert
Í vikulegu fréttabréfi Virðingar, sem
birtist síðastliðinn föstudag, skrifar
Ásgeir að það sé „engum blöðum
um það að flétta að núverandi gengi
er falsað af hálfu Seðlabankans – rétt
markaðsgengi krónunnar er mun
hærra. Um markaði gildir hið marg-
reynda lögmál úr munkaklaustrum:
„Þótt náttúran sé lamin með lurk –
leitar hún heim um síðir“. Fyrr eða
síðar hlýtur rétt markaðs verð að
brjótast fram og krónan að styrkjast
miðað við núverandi aðstæður.
Væntingar markaðsaðila ganga nú
allar í þá átt að gengið muni styrkjast
meira á næstu mánuðum.“
Það sé því ljóst, útskýrir Ásgeir enn
fremur í fréttabréfinu, að mikið fjár-
magnsútflæði úr landinu við losun
hafta sé ekki lengur áhættuþáttur,
heldur „eftirsóknarvert markmið.“
Þannig þurfi Ísland að „breytast úr
því að vera fjármagnsinnflytjandi yfir
til þess að flytja út fjármagn. Það ver-
kefni hlýtur að miklu leyti að skrifast á
lífeyrissjóðina, hverra erlenda eigna-
staða er aðeins 25%.“ Lífeyrissjóðun-
um var síðast veitt 40 milljarða heim-
ild til fjárfestinga erlendis þann 1. júlí
síðastliðinn sem var í gildi til loka
septembermánaðar á þessu ári. Er-
lend fjárfesting sjóðanna á grundvelli
þeirrar heimildar átti sér einkum stað
í síðasta mánuði sem endurspeglað-
ist meðal annars í því að á sama tíma
dró verulega dró gjaldeyriskaupum
Seðlabankans.
Tveir kraftar vegast á
Ýmsir greinendur og aðilar á markaði
höfðu búist við því að peninga-
stefnunefnd Seðlabankans myndi
fylgja eftir vaxtalækkuninni frá því
í ágúst og lækka vexti frekar á fundi
nefndarinnar á morgun, miðvikudag,
þar sem gengi krónunnar hefur áfram
styrkst. Eftir að í ljós kom í síðustu
viku að Hagstofan hefði gert mistök
í útreikningi á húsaleigu fyrr árinu,
sem hafði þau áhrif að tólf mánaða
verðbólga hækkaði úr 0,9% í 1,8%, er
það hins vegar mat greiningardeilda
bankanna að peningastefnunefndin
muni halda vöxtum óbreyttum um
sinn.
Kastljós fjárfesta fyrir vaxta-
ákvörðunarfundinn mun ekki síð-
ur beinast að því hvort tilkynnt verði
um breytta gjaldeyrisinngripastefnu
enda má færa fyrir því rök að gjald-
eyrisforðinn sé orðinn meiri en þau
viðmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
sem bankinn hefur hingað til haft
til hliðsjónar í aðdraganda losunar
hafta. Greiningardeild Arion banka
hefur bent á að þegar síðasta fundar-
ferð nefndarinnar sé skoðuð megi sjá
að þar vegist á tveir kraftar og erfitt sé
að leggja mat á hvort ný gjaldeyris-
inngripastefna muni fela í sér minni
gjaldeyriskaup og meiri styrkingu
krónunnar. Annars vegar kom fram í
fundargerðinni að það sé „ekki æski-
legt að taka verðmyndun krónu á
markaði algjörlega úr sambandi“ og
hins vegar að „tímabundið ofris krón-
unnar í aðdraganda losunar hafta
væri ekki æskilegt“. Telur greiningar-
deildin líklegast að Seðlabankinn
muni áfram sýna varfærni og að veru-
legar breytingar á gjaldeyrisinngrip-
um verði í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir
áramót þegar væntanleg lög um los-
un fjármagnshafta öðlast fullt gildi. n
Ásgeir Jónsson „Það er engum blöðum
um það að flétta að núverandi gengi er fals-
að af hálfu Seðlabankans“ Mynd SigTryggur Ari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is 740 milljarða gjaldeyrisforði*
n 500 milljarðar fjármagnaður í krónum
n 240 milljarðar fjármagnaður í erlendri mynt
n SÍ „í erfiðri stöðu,“ segir forseti hagfræðideildar n „Rétt markaðsgengi krónunnar mun hærra“
*ÁÆTlA MÁ Að SÁ HluTi forðAnS SeM er fJÁrMAgnAður innAnlAndS Sé Á 5,25% vöxTuM SeM þýðir
Að koSTnAðurinn er uM 26 MillJArðAr Á Ári. Sé MiðAð við upplýSingAr í lÁnAMÁluM ríkiSinS uM
vexTi Á erlenduM lÁnuM SeðlABAnkAnS er vAxTAkoSTnAðurinn uM 10 MillJArðAr Á Ári.