Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 4.–6. október 20162 Brot af því besta - Kynningarblað
Hágæðavörur á allt
að helmingsafslætti
Rúmgott, Smiðjuvegi 2, Kópavogi
E
in rótgrónasta rúmaverslun
landsins, Rúmgott, Smiðju-
vegi 2 í Kópavogi, er með út-
sölu núna í september þar
sem hægt er að fá valdar há-
gæðavörur á allt að 50% afslætti, til
dæmis valdar dýnur, svefnsófa og
rúmgafla, en allar vörur eru á að
minnsta kosti 20–30% afslætti. Rúm-
gott á að baki yfir 60 ára sögu og er
afar framarlega í hönnun og þróun
á rúmdýnum. Septemberútsalan
veitir því fólki tækifæri til að eignast
einstaklega vandaðar vörur úr þess-
um flokki á mjög hagstæðu verði.
„Það er 30% afsláttur af öllum
rúmum, rafmagnsrúmum og venju-
legum rúmum, sem og öllum auka-
hlutum og „mjúkum“ vörum. Gildir
þetta um alla vöruflokka og jafnt
ódýrari rúm sem okkar dýrustu og
vönduðustu rúm þar sem dýnurnar
eru smíðaðar eftir legugreiningu,“
segir Sigmundur Þór Árnason, versl-
unarstjóri í Rúmgott.
Fyrirtækið starfar á gömlum og
traustum grunni en það var stofnað
fyrir 64 árum.
„Fyrirtækið hefur hins vegar starf-
að í þeirri mynd og á þeim stað sem
það er rekið í dag í 17 ár, sem sagt við
smíðum dýnur úr öllum efnum og
eftir legugreiningu, auk þess að selja
ódýrari staðlaðar heilsudýnur og
venjulegur dýnur,“ segir Sigmundur.
Rúmgott er afar framarlega í
þróun, hönnun og framleiðslu á dýn-
um og er meðlimur í hinum virtu al-
þjóðlegu samtökum ISPA, sem eru
samtök rúmdýnuframleiðenda. Sér-
staða Rúmgotts liggur í dýnunum,
sem eru „einstaklingsmiðaðar“, að
sögn Sigmundar:
„Við leggjum alltaf höfuðáherslu
á dýnuna. Við erum dýnufram-
leiðendur og erum í alþjóðasam-
bandinu ISPA. Við sérsmíðum dýnur
eftir legugreiningum úr öllum dýnu-
efnum. Dýnan er það mikilvægasta í
rúminu þó að auðvitað skipti þetta
allt máli, botninn líka og þetta þarf
að vinna rétt saman. En það eru
framleiddar dýnur sem hægt er að
sofa á einum saman á gólfinu, en
enginn getur sofið á rúmbotni ein-
um og sér. Við erum líka í raun
eina fyrirtækið á landinu sem býð-
ur upp á allt – þ.e.a.s. pokagorma,
latex, Memory Foam, Cold Foam,
hefðbundna gorma (springdýnur)
og alla þessa kosti – og erum með
einstaklingsmiðaða framleiðslu fyr-
ir t.d. fólk sem þolir ekki að sofa
á dýnum sem eru smíðaðar bara
„einhvern veginn“. Í okkar dýn-
um erum við með svokallað „twin-
kerfi“ þannig að í tvíbreiðum dýnum
fær hvor „sinn hluta“ í dýnunni fyr-
ir sínar þarfir varðandi stuðning og
stífleika. Dýnan er því þannig gerð
að hún henti báðum aðilum sem
sofa á henni.“ n
Rúmgott er sem fyrr segir að
Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. Opið er
frá 10 til 18 virka daga og 11 til 16 á
laugardögum. Búast má við því að
margir leggi leið sína í verslunina á
næstunni á meðan september útsalan
stendur yfir og geri kjarakaup í rúm-
um og skyldum vörum. Síminn hjá
Rúmgott er 544-2121 og netfang er
rumgott@rumgott.is. Heimasíða er
rumgott.is.