Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 28
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Ólafur H. Hákonarson| olafurh@365.is | s. 512-5433 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is heilSa og fegUrð Kynningarblað 24. febrúar 20172 „Glaðsýni getur vanist vel, get ég sagt þér, og gleði getur verið fag- mennska. En til að ég gæti haldið áfram að fullyrða slíkt ákvað ég að skrá mig í meistaranám í jákvæðri sálfræði, kafa þar í niðurstöður rannsókna til að rökstyðja full- yrðingarnar,“ segir Andrea og út- skýrir að jákvæð sálfræði sé þver- fagleg, vísindaleg nálgun sem hafi það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleika, vellíðan og ham- ingju. „Þetta er ekki eitthvert hókus pókus og „allir saman – nú prump- um við glimmeri!“. Það er mikill misskilningur að jákvæð sálfræði sé karamelluhúðuð Pollýönnufræði sem gangi út á að vera alltaf já- kvæður og glaður. Svo er ekki, því hvert ástand kallar að sjálf- sögðu á viðeigandi tilfinningar og það er mikilvægt að gangast við öllum tilfinningum sínum. Annað er galið því stundum er kolvitlaust gefið í lífinu. Hugur okkar hallast að því neikvæða og mikilvægt er að vera meðvitaður um þessa nei- kvæðu slagsíðu,“ segir Andrea og bætir við að jákvæð sálfræði hafi hjálpað sér mikið persónulega. „Til dæmis við að finna jafnvægi, taka mark á líkama mínum, leiðrétta hugsanaskekkjur, velja mér bar- átturnar af nákvæmni og tileinka mér sjálfsvinsemd svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað gerir venjulegt líf innihaldsríkara? Andrea segir jákvæða sálfræði eiga sér stutta sögu en langa for- tíð. „Um síðustu aldamót sást vel svart á hvítu að fókusinn var á það sem var að og hvað við vorum að gera rangt ef svo má að orði kom- ast. Í grófum dráttum má segja að það vantaði rannsóknir á því sem var gott, það sem gengur vel og það sem skarar fram úr. Það var því farið í að skoða og greina hvað gerir venjulegt líf innihaldsrík- ara en hugmyndafræði jákvæðr- ar sálfræði leggur áherslu á mik- ilvægi þess að rannsaka og vinna með styrkleika fólks og það sem gefur lífinu gildi. Áhersla er lögð á að hjálpa einstaklingnum að finna tilgang, njóta lífsins og „blómstra“ í lífinu í stað þess eingöngu að hjálpa honum að losna við vanda- mál.“ Hún segir spennandi að fylgj- ast með þróun heilsueflandi sam- félaga og að einnig sé unnið að því að koma hugsuninni inn í skóla- kerfið. „Aðalnámskrá segir að við eigum að kenna hamingju og vel- ferð. Í því felast fjölmörg tækifæri til að hjálpa ungu fólki á öllum aldri að sjá heildarmyndina, víkka sviðið til að auka skilning þess á tilvist og sambandi þess við um- heiminn. Það er mikilvægt að móta stefnu sem stuðlar að aukinni vel- líðan. Heilsa, vellíðan og heilbrigð- ismál verða að vera inni á radarn- um og einnig að gera sér grein fyrir að aukinn hagvöxtur er ekki besti mælikvarði hamingjunnar.“ Jákvæð sálfræði í daglegu lífi Andrea segir viðhorf fólks skipta miklu máli þegar tekist er á við áskoranir daglegs lífs. „Við höfum mismikla stjórn á þáttum lífsins en það er hægt að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt og vaxa. Síðan eru ýmsar aðferðir í boði til að fá tilfinningu fyrir því sem gerir okkur gagn eða ógagn. Við getum gert núvitundaræfingar, hugleitt, skannað líkamann með léttum að- ferðum og tileinkað okkur ein- falda hluti eins og að anda djúpt og tyggja matinn. Það þarf ekki að flækja lífið með alls konar græj- um sem fylgja tískustraumum og almennum umhverfissóðaskap og flækjustigi. Ég hugleiði til dæmis í göngutúrum og nýti djúpöndun þegar ég verð stressuð, aftengd og hætti að kunna að meta einfald- leika lífsins. Súrefni er mjög gott stöff eins og við vitum.“ Leið til að vinna gegn streitu Jákvæð sálfræði hefur talsverða tengingu við núvitund. „Ágæti nú- vitundaræfinganna er orðið vel þekkt og niðurstöður sýna að núvit- und bætir minni og athygli, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og er öflug leið til að vinna gegn streitu og kortleggja líðan sína.“ Andr- ea bendir á að verkfærakista já- kvæðrar sálfræði rúmi fjölmargt og tekur jákvæð inngrip eins og markvissa vinnu með þakklæti sem dæmi um gagnlega aðferð sem dragi úr þunglyndiseinkennum og auki hamingju. „Nýjar víddir opn- ast líka hjá fólki sem fer að vinna með styrkleika sína í leik og starfi.“ Fyrir stjórnendur í krefjandi vinnuumhverfi nútímans Andrea segir aðferðir jákvæðrar sálfræði ýta undir jákvæða hegð- un á vinnustöðum, bæta samskipti meðal starfsfólks og auka vellíð- an. „Mín stjórnendareynsla er góð þegar kemur að því að nota jákvæða sálfræði til að auka vel- gengni og vellíðan í vinnuum- hverfi nútímans. Undir öruggri leiðsögn er hægt að styðja við það góða, hvetja á umhyggjusaman hátt og fægja þannig fyrirtækja- braginn á sama tíma og reksturinn helst hallalaus. Þetta er að sjálf- sögðu margþætt og snýst oft um forgangsröðun. Hamingja og vel- ferð er ekki eitthvert álegg ofan á brauð – það er á hreinu!“ engin karamelluhúðuð Pollýönnufræði andrea róbertsdóttir starfaði sem mannauðsstjóri RÚV en ákvað fyrir nokkru að demba sér í nám í jákvæðri sálfræði sem hún segir nauðsynlega nálgun fyrir síbreytileg samfélög og einstaklinga sem vilji blómstra. Sólveig gísladóttir solveig@365.is andrea róberts starfaði sem mannauðsstjóri rÚV en stundar nú nám í jákvæðri sálfræði. mynd/gVa LÆKNA R MÆLA MEÐ HUSK! NÁTTÚRULYF Á SÉRLYFJASKRÁ Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi ehb@ebridde.is, www.ebridde.is HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -6 4 6 4 1 D 1 3 -6 3 2 8 1 D 1 3 -6 1 E C 1 D 1 3 -6 0 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.