Fréttablaðið - 12.06.2017, Blaðsíða 2
Rafmags
sláttuvélar
Úrval garðsláttuvéla
fyrir rafmagn eða
rafhlöður
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Samfélag Fornleifauppgröftur við
Dysnes norðan Akureyrar hefur
borið árangur. Á skömmum tíma
hafa fræðingar komið niður á kuml
sem líklegt er talið að sé frá víkinga-
öld. Vísbendingar benda til að mun
fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu
dögum.
„Við höfum nú fundið mannabein
og tönn úr hundi. Algengasta haug-
féð frá þessum tíma voru hestar en
það er einnig vitað af því að hundar
hafi verið grafnir með eigendum
sínum. Það er erfitt að tímasetja
nákvæmlega frá hvaða tíma þetta
kuml er því gjóskulög er ekki að
finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir,
fornleifafræðingur sem vinnur að
rannsókninni.
„Það er þannig að ef við finnum
eitt kuml er líklegt að fleiri séu á
staðnum. Við höfum séð það í gegn-
um tíðina,“ segir Hildur en örnefnið
gefur tilefni til þess að fjöldi kumla
sé á staðnum. „Örnefni eru oft þann-
ig að þau gefa vísbendingar um
hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er
til dæmis merki þess að smiðja hafi
verið starfrækt og svo framvegis. Að
öðru leyti eru ekki til miklar heim-
ildir,“ bætir Hildur við.
Á næstu dögum munu rann-
sóknaraðilar opna stærra svæði til
að gera sér betur grein fyrir fjölda
kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög
stórt og því verður stór hluti þess
kannaður frekar. Nokkur hundruð
metrum sunnan við Dysnes er Gás-
eyri sem á víkingaöld var mikil
verslunarhöfn.
Rannsókn fornleifafræðinganna
er hluti af umhverfismati fyrir stór-
skipahöfn á Dysnesi með allt að 300
metra viðlegukanti sem fyrirtæki
og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að
byggja á næstu árum. Hafnarmann-
virki sem þetta er ekki til á norðan-
verðu landinu og á að þjóna olíuleit
á Drekasvæðinu sem og námagreftri
á austurströnd Grænlands. Einn-
ig hefur þessi framkvæmd verið
markaðssett sem umskipunarhöfn
fyrir siglingar yfir norðurpólinn.
Framkvæmdin er talin munu kosta
tæpa 20 milljarða króna.
sveinn@frettabladid.is
Fornminjar fundust á
framkvæmdasvæði
Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn
Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með
haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum.
Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem liklegt er talið að
sé frá víkingaöld. Fréttablaðið/auðunn
Víkingaöld
Víkingaöld er það tímabil í sögu
Norðurlanda sem markast við
árið 800 og lýkur í kringum 1066.
og markar strandhögg víkinga og
landvinninga þeirra.
Upphaf víkingaaldar má rekja
til þess atburðar er norrænir
víkingar réðust inn í klaustur við
Lindisfarne sem er miðja vega
milli Newcastle í Englandi og
Edinborgar í Skotlandi.
Endalok víkingaaldar markast
svo við fall Haraldar harðráða
Noregskonungs í orrustu á Stam-
ford Bridge árið 1066.
Tekinn af laganna vörðum
Íbúi Cracolandia sést hér leiddur burt af lögreglumönnum. Cracolandia er hverfi í Sao Paulo og líkt og nafnið gefur til kynna er þar að finna meira af
krakki en gerist og gengur. Fólk sem hefst þar við er oftar en ekki fólk sem er utangarðs og hefur ánetjast efninu. Um 500 lögreglumenn réðust inn í
hverfið í gær og handtóku íbúa. Hluti íbúa greip til þess ráðs að leggja eld að skýlum og efnum til að forða þeim frá klóm lögunnar. Fréttablaðið/EPa
Veður
Hægari á morgun og birtir til fyrir
norðan en þykknar upp og stöku
skúrir syðra síðdegis. Sjá Síðu 18
20
milljarðar er áætlaður kostn-
aður framkvæmdarinnar.
Bretland Jeremy Corbyn, leiðtogi
Verkamannaflokksins, hefur til-
kynnt að flokkurinn hyggist bjóða
öðrum stjórnmálaflokkum að fella
ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa
stefnuskrá Verkamannaflokksins
í kjölfar niðurstöðu þingkosning-
anna í Bretlandi.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
um helgina vill Theresa May, leið-
togi Íhaldsflokksins og forsætis-
ráðherra Bretlands, mynda minni-
hlutaríkisstjórn með stuðningi
Lýðræðislega sambandsflokksins
(DUP) á Norður-Írlandi.
Til þess að koma á minnihluta-
stjórninni þarf May að halda ræðu
sem nefnist „Drottningarræða“ og fá
meirihluta þingsins til að kjósa með
trauststillögu um að Íhaldsflokkur-
inn geti verið leiðtogi þingsins. Það
ætti að nást ef allir þingmenn DUP
styðja tillöguna. Þegar Fréttablaðið
fór í prentun í gær hafði þó ekki
verið gengið frá samningum flokk-
anna á milli.
Verkamannaflokkurinn náði að
bæta við sig 30 sætum í neðri deild
breska þingsins í kosningunum sem
fóru fram í síðustu viku. Á sama
tíma missti Íhaldsflokkurinn meiri-
hluta sinn á þingi.
The Guardian greinir frá því að
Corbyn telji að önnur kosning muni
eiga sér stað áður en árið er úti. – sg
Vill fella
stjórn May
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins. Fréttablaðið/EPa
Verkamannaflokkurinn
náði að bæta við sig 30
sætum í nýliðnum kosning-
um.
lÖgreglumál Lítið var um yfir-
heyrslur yfir þeim sex sem grunuð
eru um að tengjast láti Arnars Jóns-
sonar Aspar.
Sex voru handtekin eftir lík-
amsárás á Æsustöðum í Mosfells-
sveit á miðvikudag í liðinni viku.
Yfirheyrslur stóðu fram á nótt það
kvöld en lítið hefur verið um þær
síðan þá.
„Við yfirheyrðum aðeins einn í
fyrradag og engan í gær. Við vorum
upptekin í öðrum verkum,“ segir
Grímur Grímsson, yfirmaður rann-
sóknardeildar lögreglunnar. Ekki
fæst uppgefið hver var yfirheyrður.
Grímur segir enn fremur að ekki
liggi fyrir hvert dánarmein Arnars
var en niðurstöður krufningar
liggja ekki fyrir. Það verður líklega
á næstu dögum. - jóe
Einn grunuðu
yfirheyrður í
morðmálinu
1 2 . j ú n í 2 0 1 7 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
E
-1
C
C
0
1
D
0
E
-1
B
8
4
1
D
0
E
-1
A
4
8
1
D
0
E
-1
9
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K